Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3207 svör fundust
Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?
Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...
Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...
Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?
Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...
Hvernig á maður að geta spurt Vísindavefinn af einhverju viti ef ekki má slá inn fleiri en 100 bókstafi?
Svarið er frekar einfalt: Með því að senda okkur skýringar með spurningunni eða viðbætur við hana í tölvupósti á póstfangið sem er neðst á forsíðu okkar. Við setjum þennan viðbótartexta þá í svarreit í vinnslunni hjá okkur og birtum hann í upphafi svarsins eins og lesendur okkar hafa oft séð. Vísindavefurinn h...
Eru rykmaurar hættulegir?
Rykmaurar eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyldir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm. Þessum maurum var lýst í náttúrunni á síðustu öld og þá voru þeir flokkaðir og fengu nafn. Nú er oftast talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinus, sem er einkum útbreiddur í Evrópu, og De...
Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?
Í ritreglum frá Íslenskri málstöð er fjallað sérstaklega um þetta í grein 98. Þar segir: Ekki er haft stafbil milli tveggja skammstafaðra orða nema aftan við skammstöfun sem er tveir eða fleiri stafir og milli tveggja skammstafana sem hvor um sig er sjálfstæð eining. Samkvæmt þessu er skrifað: t.d. a.m.k. o...
Hver er hæsta tala í heimi?
Ekki er hægt að benda á neina eina sérstaka tölu og segja að hún sé hæsta tala í heimi. Það er alveg sama hvaða tölu maður nefnir, það væri alltaf hægt að bæta annarri tölu við hana og fá út enn hærri tölu en maður byrjaði með. Um svipað efni er hægt að lesa í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum: Hver er hæ...
Hvað stendur „band“ fyrir í bandbrjálaður?
Band- í orðum eins og bandvitlaus, bandbrjálaður, bandóður er svokallaður herðandi forliður. Hann er leiddur af nafnorðinu band ‛eitthvað til að binda með, snæri, fjötur, haft’ og vísar til þess er menn, sem misstu stjórn á sér og urðu alveg ærir voru settir í bönd, fjötraðir, þar til æðið rann af þeim. Í da...
Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaðan kemur sú hefð að stjórnmálaflokkar noti listabókstafi? Hafa listabókstafir alltaf verið notaðir í íslenskum kosningum? Listabókstafir komu fyrst inn í kosningalög árið 1903 og náðu þá til bæjarstjórnarkosninga í kaupstöðum. Í kosningum til Alþingis komu lista...
Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.
Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983. Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetni...
Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?
Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu. Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar...
Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi?
Það er þekkt að einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast lífvænleg afkvæmi saman. Þessi afkvæmi eru í langflestum tilfellum ófrjó og geta því ekki fjölgað sér. Nánar má lesa um tegundablöndun í svari við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? Til þess að...
Það eru miklar umræður í vinnunni um það hvort eigi að flota eða fleyta gólf? Getið þið leyst úr þessu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það eruð miklar umræður hérna í vinnunni hjá mér hvort maður segir flota eða fleyta. Getið þið aðstoðað við að útkljá þetta vandamál? Þegar verið er að tala um flota eða fleyta gólf. Þá t.d. ég er að fara að flota eða fleyta gólfið hjá mér um helgina. Verknaðurinn s...
Kemur alltaf stór stafur á eftir upphrópunarmerki í texta?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ef notað er orðasambandið „og sjá“ sem upphrópun, þarf væntanlega að koma upphrópunarmerki á eftir. Þarf þá að setja stóran staf í byrjun næsta orðs? Þessari spurningu er einfaldast að svara með því að birta stuttan texta úr afar gagnlegu rafrænu riti eftir Jóhannes B....
Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?
Flugritar eða svörtu kassarnir eins og þeir eru líka kallaðir eru nokkurs konar upptökutæki. Þeir byrja að skrá gögn fyrir flugtak. Upptakan varir á meðan á flugi stendur og þangað til flugvélin lendir eða hrapar. Flugritar eru tvenns konar: ferðriti (e. Flight Data Recorder) og hljóðriti (e. Cockpit Voice Recorde...