Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4887 svör fundust
Hver fann upp sjónaukann?
Uppfinning sjónaukans er eignuð Hollendingi, sem samkvæmt opinberum hollenskum skjölum bar nafnið Hans Lipperhey (1570-1619) og bjó hann lengst af í Middelburg, höfuðstað Zeelands. Vitað er að hann var aðfluttur frá borginni Wesel í Þýskalandi, sem liggur við ána Rín. Vatnaleiðin á milli þessara borga er um 250 k...
Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?
Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...
Getur barn verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, til dæmis í flokki O ef foreldrar eru bæði í flokki A?
Svarið er já; barn getur verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, en þetta fer þó eftir tilteknum reglum. Meðal annars geta foreldrar í flokki A átt barn í flokki O eins og spyrjandi tekur sem dæmi. Í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- ...
Eru til sérstakir íslenskir steinar?
Í stuttu máli eru ekki til neinir „sérstakir íslenskir steinar“ í þeim skilningi að þeir finnist hvergi nema hér. Hins vegar eru nokkrir steinar sem mætti kalla einkennandi fyrir Ísland. Með steinum er hér annars vegar átt við berg (grjót) og hins vegar steindir (steintegundir). Steind er skilgreind sem krist...
Er hagkvæmara að byggja borg þétt eða dreift?
Það er hagkvæmara að byggja borg þétt heldur en dreift og má skipta ástæðunum fyrir því í stórum dráttum í þrennt. 1. Kostnaður við uppbyggingu borgar Flest það sem þarf til að byggja borg eða borgarhverfi verður dýrara ef byggðin er dreifð, einfaldlega vegna þess að ýmis stofnkostnaður verður meiri, það er að...
Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?
Adolf Hitler hét aldrei annað en Adolf Hitler. Hins vegar munaði minnstu að svo yrði ekki þar sem forfeður hans hringluðu með nöfn sín. Nafnið Hitler kemur fyrst fyrir á 15. öld. Það er ef til vill tékkneskt að uppruna (Hidlar eða Hidlarcek) og á þýsku hefur það verið stafsett á að minnsta kosti þrjá mismunandi v...
Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?
Gera verður greinamun á hver er hættulegasti snákurinn og hver er eitraðastur því að eitruðustu snákarnir eru kannski ekki alltaf þeir hættulegustu af því að þeir bíta ekki eins oft og hinir. Í Bandaríkjunum eru hættulegustu snákarnir skröltormar (rattlesnakes) sem eru kallaðir eystri og vestari diamondbacks. S...
Hver er ríkasti maður í heimi?
Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...
Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?
Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingar...
Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?
Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...
Gerast kraftaverk í íslamstrú?
Kraftverk, sem nefnast mu’jizãt á arabísku, gegna afar litlu hlutverki í íslamskri guðfræði, ólíkt kraftaverkum í kristinni trú. Íslamstrú afneitar þó ekki kraftaverkum en þau hafa litla sem enga þýðingu. Fræðimaðurinn al-Ansãri, sem var uppi frá 1006-1089 eftir okkar tímatali, sagði um kraftaverk:Sá sem geng...
Hver var Zaraþústra?
Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...
Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?
Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...
Hvaða fugl er sjaldgæfastur?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Stofnstærð sumra sjaldgæfra tegunda er þekkt en aðrar tegundir hafa ekki sést í áraraðir vegna þess að þær lifa á svæðum sem eru óaðgengileg mönnum á einhvern hátt. Því er örðugt að útnefna eina tegund fugla til hins vafasama og varasama heiðurs að vera sjaldgæfasta fuglategund...
Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga, og hvað er talið að til séu mörg dýr af þeirri tegund? Þar sem nákvæm stofnstærð flestra spendýrategunda á heimsvísu er ekki kunn, sérstaklega hjá smærri spendýrum eins og nagdýrum (rodentia), er svarið ekki að fullu ljóst. Eit...