Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6427 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju er vatn glært?

Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Viktor Shklovskíj og hvert var hans framlag til bókmenntafræðinnar?

Viktor Shklovskíj (1893-1984) var einn helsti kenningasmiður rússneska formalismans í bókmenntafræðum og hafði mikil áhrif á hugmyndir manna um áhrifamátt skáldskaparmáls og bókmennta yfirleitt og þær leiðir sem færar væru til að brjótast undan oki hefðar og klisju. Shklovskíj hóf feril sinn sem samverkamaður M...

category-iconLandafræði

Af hverju velja ferðamenn Ísland?

Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mjög ört undanfarin ár. Nú er svo komið að árið 2016 munu um ein og hálf milljón gesta koma til landsins. Það er þreföldun á aðeins fimm árum, árið 2011 voru gestir um hálf milljón. Nokkrir samverkandi þættir stuðla að þessari aukningu. Árið 2010 fékk landið eina bestu kynnin...

category-iconVeðurfræði

Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?

Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA). Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðun...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Steffen Mischke rannsakað?

Steffen Mischke er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa að endurgerð umhverfis- og loftslagsþátta með því að nota eðlisfræðilega og efnafræðilega eiginleika setlaga og steingervinga sem í þeim finnast. Skilningur á umhverfis- og loftslagsbreytingum á síðustu ísöld er sérstaklega mik...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?

Nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar er meginþema í rannsóknum Freysteins. Með því að mæla hreyfingar með millimetra og sentímetra nákvæmni má til dæmis sjá hvernig flekarek teygir á landinu okkar þannig að Austurland færist frá Vesturlandi á svipuðum hraða og neglur vaxa (19 mm/ári), hvernig mest allt la...

category-iconEfnafræði

Hversu miklu koltvíoxíði er árlega breytt í stein á Hellisheiði?

Eins og staðan er í dag eru um það bil 15 þúsund tonn af koltvíoxíði (CO2 – einnig nefnt koltvíildi á íslensku) árlega fönguð úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og dælt djúpt niður í jarðlögin. Þar umbreytist koltvíoxíðið í stein og þannig er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Þetta er gert undir merkjum C...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Má skjóta hrafna?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað éta hrafnar á veturna? Eru þeir réttdræpir til að halda fjölgun í skefjum? Ef svo er, hvað má þá skjóta marga á ári? Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og þarf því að þreyja þorrann hér yfir kaldasta hluta ársins. Til að komast af yfir vetrartímann leggur hann...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?

Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugta...

category-iconJarðvísindi

Gaus Katla árin 1955, 1999 og 2011? Hvað skýrir skiptar skoðanir manna um það?

Sennilega er skýringin sú, að í þessi þrjú skipti komu fram sum eða öll þau tákn sem mælanleg eru á undan Kötlugosum og samtíma þeim: (1) jarðhræringar, (2) vöxtur og jafnvel hlaup í ám sem undan Mýrdalsjökli falla – Fúlalæk, Múlakvísl eða Markarfljóti eftir því hvar í Kötlu-öskjunni eldvirknin er, (3) aukin rafle...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um höfrunga?

Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti). Hinar fjórar eru vatnahöfrungar (Platanistidae), nefjungar (Ziphiidae), hvíthveli (Monodontidae) og búrhveli (Physeteridae). Höfrungar eru fjölskipaðasta ættin, í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Flestir höfrungar er...

category-iconHugvísindi

Hver var Vladimir Lenín?

Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

Fleiri niðurstöður