Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8439 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað er það sem ákvarðar vindátt?

Það er margt sem ákvarðar vindátt og fer bæði eftir staðháttum og tíma dags og árs. Mishitun yfirborðs jarðar og/eða lofthjúpsins vekur flesta vinda, en ákvarðar ekki áttina ein og sér. Umfjöllun í veðurfræði greinir oft á milli stærðar veðurkerfa, það er hver kvarði þeirra er. Þá er talað um hnatt-, stóran, m...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hversu sjaldgæfur er margfaldur persónuleiki?

Margfaldur persónuleiki hefur löngum verið álitinn afar sjaldgæfur og talið var að einn af hverjum hundrað þúsund einstaklingum hefði hann. Margfaldur persónuleiki hefur greinst mun oftar hjá konum en körlum. Geðlæknar og sálfræðingar hafa þó á síðustu árum sýnt fram á að margfaldur persónuleiki er í rauninni mun ...

category-iconHeimspeki

Geta skráðar siðareglur skapað traust?

Spurningar um traust koma reglulega upp þegar málefni samfélagsins eru rædd. Nýlega hafa til dæmis birst kannanir sem varpa ljósi á þverrandi traust til mikilvægra stofnana í samfélaginu, ásakanir um afglapahátt í viðskiptalífinu hafa dregið hugtakið fram og stjórnmálamenn hafa verið ásakaðir um að bregðast traust...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?

Svar við þessari spurningu birtist fyrst 27.2.2015. Það var skrifað án þess að tími gæfist til að kanna málið vel og þess vegna er hér önnur útgáfa af svarinu. Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju breytist maðkur í tvo maðka ef maður klípur hann í sundur? Gildir þetta um alla orma?

Ánamaðkar og aðrir ormar verða stundum fyrir slysum eins og að kubbast í sundur. Oft er þetta vegna þess að annar endinn er einfaldlega bitinn af og étinn. Hinn endinn getur þá lokast og myndað nýjan enda í stað þess sem klipptur var af. Þetta gerist með svokallaðri endurmyndun eða endurvexti. Endurmyndun er ábera...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur maður fengið krabbamein í hjartað?

Samkvæmt kennslubók í meinafræði finnast meinvörp í hjarta hjá 5% sjúklinga sem deyja úr krabbameini. Þarna er þá um að ræða illkynja æxli sem eiga uppruna sinn einhvers staðar annars staðar í líkamanum en hafa sáð sér til ýmissa líffæra, meðal annars hjartans. Það er miklum mun sjaldgæfara að æxli myndist í hjart...

category-iconLandafræði

Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um ýmis fyrirbæri á jörðinni og stærðarröð þeirra, til dæmis hver eru hæstu fjöll í heimi, í Evrópu eða í hverri heimsálfu, hver eru stærstu stöðuvötn heims, stærstu jöklar, lengstu ár, stærstu eða fjölmennustu lönd og svona mætti lengi telja. Sumum þessara spurninga hefur þe...

category-iconLandafræði

Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja?

Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði'. Nánar má lesa um það í orðabókum. Allar eyjur, þar með talið Ísland, eru land þegar orðið er notað í merkingunni þurrlendi enda er ein skilgreining á eyju „umflotið land“. Þegar orðið land er hi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jó...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast eyrar í fjörðum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast eyrar í fjörðum? Og hvaða lögmál eru þar ríkjandi (fallstraumar, Corioliskrafur o.fl.)? Dæmi um eyrar eru Oddeyrin á Akureyri, Þormóðseyri á Sigló, Eyrin við Skutulsfjörð (Ísafjörður). Í stuttu máli: Hafaldan rýfur landið og rótar upp möl og sandi við strönd...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir „fundu upp“ π (pí)?

Talan π (pí) er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Mönnum hefur snemma orðið ljóst að þetta hlutfall er hið sama fyrir alla hringi. Í ritum Evklíðs frá því um 300 fyrir Krist er þessi staðreynd sett fram án sönnunar. Í Biblíunni er talan 3 notuð sem gildi á π: „Og Híram gjörði hafið, og var þa...

category-iconLæknisfræði

Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín?

Líkami okkar fær fituleysanlega vítamínið D-vítamín á tvennan hátt, sólarljósið breytir vissum efnum í D-vítamín í húðinni og við fáum einnig D-vítamín með fæðunni. Ef útfjólublátt ljós skín á líkamann, myndast á 10-15 mínútum allt það D-vítamín sem við þurfum þann daginn. Þegar nægjanlegt D-vítamín hefur mynd...

category-iconLæknisfræði

Eru læknisaðgerðir framkvæmdar á fóstrum?

Vegna framfara læknavísinda á síðustu áratugum hafa lyfjameðferðir og skurðaðgerðir á fóstrum orðið mögulegar í vissum tilvikum. Auðveldara og öruggara er en áður að ná til fósturs í móðurkviði og má til dæmis veita hormónum og ýmsum næringarefnum sem fóstur skortir í legi og komast hjá ýmsum óstarfhæfum efnaferlu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða áhrif hafði Pýþagóras og kenningar hans á heimsmyndina?

Stærðfræðingurinn Pýþagóras (um 572-497 f.Kr.) fæddist á grísku eyjunni Samos. Þegar hann var fertugur fluttist hann til grísku nýlenduborgarinnar Krótón, sunnarlega á Ítalíu. Þar kom hann sér upp hópi lærisveina sem mynduðu einhvers konar sértrúarsöfnuð og skóla. Þeir voru seinna nefndir Pýþagóringar. Margt er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa sprettfiskar?

Sprettfiskur (Pholis gunnellus) lifir á grunnsævi og í strandsjó. Heimkynni hans eru nær undantekningarlaust grýttur þara- og þangbotn þar sem hann getur leynst enda á hann sér marga skæða óvini eins og til dæmis þorsk. Sprettfiskurinn finnst í þangfjörum allt í kringum landið og leynast þeir oft undir steinum þeg...

Fleiri niðurstöður