Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1464 svör fundust
Hvað er upplýsingalæsi?
Upplýsingalæsi (e. information literacy, IL), er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær. Upplýsingalæsi er hæfni til að geta borið saman upplýsingar, metið áreiðanleika þeirra á gagnrýninn og greinandi hátt, skilja hvernig þær haf...
Var lax í ám á Íslandi við landnám?
Stutta svarið við spurningunni er að það er ekki vitað með vissu en rannsóknir á svonefndu umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) gætu skorið úr því. Á kuldaskeiðum ísaldar var Ísland þakið þykkum ís. Á hápunkti síðasta kuldaskeiðs fyrir meira en 17.000 árum er talið að 1.500 (±500) metra þykkur ís hafi...
Hver var Léon Foucault?
Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...
Getið þið sagt mér eitthvað um rússnesku byltinguna 1917 og hvernig hún byrjaði?
Byltingin í Rússlandi 1917 er einn af afdrifaríkustu atburðum 20. aldar og hún hafði mótandi áhrif á stjórnmál um allan heim. Hægt er að skilgreina byltinguna sem keðju uppreisna í Rússlandi sem leiddu fyrst til þess að einræðisstjórn Rússakeisara var hrundið en síðan til valdatöku ráða (sovéta) undir stjórn bolsé...
Hverjar eru reglurnar í hneftafli?
Hneftafl eða hnefatafl er spil sem víkingar spiluðu á 11. og 12. öld. Til eru margar gerðir af hneftafli og leikborðin geta verið allt frá 7x7 reitir og upp í 19x19. Markmiðið er hins vegar alltaf það sama: Kóngurinn á að reyna að komast út í horn með hjálp hvítu liðsmanna sinna og svartir eiga að reyna að umkring...
Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?
Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarv...
Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?
Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa ...
Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?
Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...
Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó?
Allar hreyfingar líkamans krefjast orku. Það að tyggja tyggjó er engin undantekning. Nýlega birtist í tímaritinu New England Journal of Medicine grein sem fjallar um orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Þar kemur fram að þessi notkun sé um 11 he/klst (hitaeiningar á klukkustund). Ef fólk tyggði allan liðlang...
Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?
Árið 1995 voru ýmis ákvæði tengd mannréttindum tekin upp í stjórnarskrána svo að hún myndi samræmast mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Eitt af þessum ákvæðum er í 63. grein um trúfélög en hún hljómar svo:Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins...
Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?
Kaupmáli er heiti á ákveðnu formi samnings sem hjón geta gert sín á milli þegar þau ganga í hjónaband eða síðar. Tilgangur kaupmála er að búa til það sem á lagamáli kallast séreign en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Séreignin er undanþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Meg...
Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?
Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði ...
Hver fann upp sjónaukann?
Talið er að hollenski gleraugnasmiðurinn Hans Lipperhey (1570-1619) hafi fundið upp sjónaukann. Elstu heimildir um sjónaukann eru í bréfi frá árinu 1608 en það ár var sótt um einkaleyfi á honum til hollenska þingsins. Því var hafnað en þingið réði Lipperhey til að smíða allmarga sjónauka. Lesa má meira um Lipper...
Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?
Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar. Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir. Kortið gefur góða mynd af...
Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það?
Eiginkona Díonýsosar eða Bakkusar var Aríaðna, dóttir Mínosar konungs á Krít og sú hin sama og hjálpað hafði Þeseifi að ráða niðurlögum Mínótárosar. Þegar Þeseifur hafði drepið Mínótáros flýði Aríaðna með honum frá Krít til að forðast reiði föður síns. En Þeseifur skildi hana eftir á eynni Naxos. Þá kom Díonýsos h...