Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1845 svör fundust
Hvað er targa, eins og þegar talað er um törgu og skjöld í Íslendingasögum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í mörgum frásögnum er talað um törgu og skjöld. Í Brennu-Njálssögu segir Sig.Sv. hafði törguskjöld í hendi. Hvað er targa? Targa var tegund af skildi til forna. Í Njáls sögu, 92. kafla (ÍF XII:233), segir til dæmis frá bardaga Njálssona og Kára Sölmundarsonar við Þráin...
Hvað eru til margar tegundir af liðdýrum?
Liðdýr eru að öllum líkindum sú fylking dýra sem inniheldur langflestar tegundir og hafa margir dýrafræðingar álitið að fjöldi liðdýra sé meiri en fjöldi dýrategunda í öllum öðrum fylkingum samanlagt. Jafnvel 80% allra dýrategunda tilheyra fylkingunni. Um fjölda núlifandi tegunda liðdýra er ekki vitað en menn hafa...
Af hverju geta mismunandi andategundir ekki eignast saman afkvæmi eins og hundar gera?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Þið vitið að hundar af mismunandi tegundum geta eignast afhvæmi saman en af hverju gerist það ekki á milli andategunda? Eins og stokkanda og æðarfugla? Hér gætir talsverðs misskilnings hjá spyrjanda. Hin ólíku afbrigði hunda eru öll innan sömu tegundar, hundsins (Canis fami...
Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?
Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita). ...
Hvaða blóm er sjaldgæfast í heimi?
Þetta er snúin spurning því án efa eru til svo sjaldgæfar plöntur að grasafræðingar hafa ekki hugmynd um tilveru þeirra! En af þeim plöntum sem vísindin þekkja til, þá eru nokkrar tegundir sem eru ákaflega sjaldgæfar og þekkjast aðeins á örfáum einstaklingum. Ein þeirra er plantan Encephalartos woodii sem er nær ú...
Hver er uppruni orðsins skæðadrífa?
Elstu þekktu dæmi um orðið skæðadrífu sem merkir "mikil og þétt snjódrífa (í logni)" eru frá 18. öld. Forliðurinn gæti verið kominn af lýsingarorðinu skæður (ákafur) og merkingin þá áköf snjókoma. Líklegra er þó að forliðurinn sé sama orð og skæði sem getur merkt stórar snjóflyksur og líkingin þá dregin af tilsnið...
Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?
Darwin hélt því fram að menn og apar hefðu átt sameiginlegan forföður. Ekki lögðu allir jafnmikinn trúnað á þessa hugmynd, eins og sést hér á skopmynd af Darwin í líki apa. Mikið hefur verið skrifað um þróun mannsins á netinu. Við heimildaleit getur oft verið gott að skoða fyrst alfræðiorðabækur eins og...
Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?
Þetta er ein af þeim spurningum sem mætti svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Af hverju ættu rándýr ekki að éta kjöt? Og síðan mætti bæta við: Ef rándýr ætu ekki kjöt, væru þau þá rándýr? Hér er vert að hafa í huga orðið sem notað er í mörgum málum um rándýr, samanber í ensku carnivore. Þetta orð ...
Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?
Öll spurningin hljóðaði svona: Í málsháttasafni Nönnu Rögnvaldardóttur er setning sem hljómar svona: "Ekki má kasta svartri konu úr sæng." Það hlýtur að vera að þetta þurfi ekki túlka bókstaflega - en hver er uppruni málsháttarins og hvað þýðir hann í rauninni? Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans...
Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?
Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur...
Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1918 og 1944?
Samkvæmt áreiðanlegustu upplýsingum bjuggu 91.368 manns á Íslandi í byrjun árs 1918 og 91.897 manns í árslok sama ár; meðalmannfjöldinn árið 1918 var því 91.633 manns. Samsvarandi tölur fyrir árið 1944 eru 125.967 og 127.791. Meðalmannfjöldinn það ár var 126.879 manns. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvers...
Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?
Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...
Af hverju eru orðið konar greint sem nafnorð?
Orðliðurinn -konar í alls konar, annars konar, ýmiss konar, þess konar er upphaflega nafnorð. Í fornu máli var til nafnorðið konur í merkingunni 'ættingi, sonur, afkomandi, sonur', skylt orðinu kyn 'ætt, tegund, kynferði'. Eignarfall orðsins konur var konar og lifir það í fyrrgreindum orðasamböndum sem stirðnað ei...
Hafa útsölur í janúar og júlí áhrif á neysluvísitöluna?
Verðlagsvísitala, eins og vísitala neysluverðs, á að mæla breytingar á markaðsverði tiltekinnar körfu af vörum og þjónustu yfir tíma. Þetta þýðir meðal annars að útsölur eða tímabundin verðstríð hafa áhrif til lækkunar um hríð en síðan hækkar vísitalan aftur þegar útsölum eða verðstríði lýkur. Árstíðabundnar s...
Hvers konar úln er í úlnliði?
Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln. Ásgeir Blönda...