Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1815 svör fundust
Er einhver munur á notkun orðanna fótbolti og knattspyrna?
Um íþróttaiðkun og þær margvíslegu keppnisgreinar sem þar koma við sögu hefur orðið til margbreytilegt orðafar í íslensku. Um margt hafa sprottið fram nýyrði sem mörg hver hafa fest rætur en önnur orð eru sýnilega aðfengin og vitna um áhrifavald samfélaga sem þau eru sprottin úr og sterkan alþjóðlegan svip á íþrót...
Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?
Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...
Er stærðfræði raunvísindi eða hugvísindi?
Það er að vissu leyti samkomulagsatriði hvort stærðfræði flokkist til raunvísinda eða hugvísinda. Það má líka færa rök fyrir því að stærðfræði tilheyri hvorki raunvísindum né hugvísindum. Af öðrum fræðigreinum á stærðfræði að mörgu leyti mest sameiginlegt með greinum eins og rökfræði (e. logic) og ákvörðunarfr...
Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon?
Sir William Ramsay var breskur eðlisefnafræðingur, fæddur í Glasgow árið 1852. Hann lærði í háskólanum í Glasgow frá 1866 til 1870 og hlaut síðan doktorsgráðu frá háskólanum í Tübingen í Þýskalandi árið 1872. Sama ár sneri hann aftur til Glasgow, þar sem hann starfaði við rannsóknir í lífrænni efnafræði. Seinna fé...
Hvað getið þið sagt mér um ástralskar eðlur?
Alls hafa fundist um 540 tegundir af eðlum á meginlandi Ástralíu. Mikill meirihluti þeirra tilheyrir fimm ættum en þær eru gekkóar (Gekkonidae), ormeðlur (Pygopodidae), drekar (Agamidae), skinkur (Scincidae) og frýnur (Varanidae). Gekkóar eru yfirleitt smáar og stóreygðar nætureðlur. Þær eru sérstaklega algenga...
Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?
Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem...
Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?
Jörð skelfur þegar bylgjur berast um jarðskorpuna. Slíkar bylgjur myndast í ýmsum hreyfingum í henni af náttúrunnar og manna völdum. Í raun er það þannig, að yfirborð jarðar titrar og hreyfist samfellt allt árið um kring, þótt áhrifin verði aðeins einstaka sinnum svo mikil að fólk finni og tjón hljótist af. Þetta...
Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?
Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er meðal þeirra örfáu íslensku arkitekta sem hafa helgað sig sagnfræði arkitektúrs. Pétur hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis, allt frá gömlum kirkjum og húsafriðun til skipulagsmála. Aðaláherslu í fræðastörfum he...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?
Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...
Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi?
Upprunalegu spurningarnar voru: Er möguleiki á að fólk greinist með falskt jákvætt próf og ef svo hversu miklar líkur eru á fölskum jákvæðum prófum? (Arnbjörg). Hversu áreiðanlegar eru niðurstöðurnar úr COVID-19 skimun/prófi hér á landi? Það er hversu mörg prósent af sýktum gefa fram jákvæða niðurstöðu? (Ottó)...
Hvað er vitað um fingrarím?
Upphaflegu spurningarnar eru þessar:Hver er uppruni og saga fingraríms? Hvað nefndist það á frummálinu? Hvernig er hægt að telja út fullkomlega rétt almanak á fingrunum með fingrarími?Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur nýlega birt rit um fingrarím á vefsetri Almanaks Háskólans. Þar getur meðal annars að l...
Hvað er sjávarfló?
Í flokkunarfræðilegu tilliti er engin tiltekin tegund eða flokkur dýra undir heitinu sjávarfló. Hugsanlegt er þó að smávaxin krabbadýr sem lifa í sjó og hafa endinguna -fló gangi undir heitinu sjávarflær á meðal almennings. Þegar talað er um sjávarflær gæti fólk því átt við krabbadýr eins og marflær og botnlæga...
Hvaðan kemur orðið appelsína?
Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina. Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá...
Í hvaða kút hrekk ég?
Ef sagt er um einhvern að hann hafi hrokkið í kút er átt við að honum hafi brugðið illilega, orðið mjög bilt við. Einnig er þekkt að skreppa í kút (samanber að skreppa saman) og að hrökkva í kuðung um hið sama. Orðasambandið að hrökkva í kuðung virðist heldur eldra en um það á Orðabók Háskólans dæmi frá því laust ...
Er einhver skýring á því að íslenski hesturinn er eini hesturinn í heiminum sem hefur fimm gangtegundir?
Íslenska hestakynið er ekki það eina sem býr yfir fimm gangtegundum. Nokkur hestakyn í Suður-Ameríku hafa líka þessa gangeiginleika. Það sem er hins vegar sérstakt fyrir íslenska hestinn er að allar gangtegundirnar eru þjálfaðar í einum og sama hestinum. Og það er þess vegna svarið við spurningunni: Íslenski he...