Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er meðal þeirra örfáu íslensku arkitekta sem hafa helgað sig sagnfræði arkitektúrs. Pétur hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis, allt frá gömlum kirkjum og húsafriðun til skipulagsmála. Aðaláherslu í fræðastörfum hefur Pétur þó lagt á svokallaðan módernískan arkitektúr, þann arkitektúr sem helst var ráðandi á Íslandi frá því að landið öðlaðist sjálfstæði og þjóðin hafði möguleika á því að yfirgefa torfbæi og timburbyggingar sem ríkjandi byggingaform. Það fræðistarf hefur verið afar mikilvægt til að skilja borgaruppbyggingu Reykjavíkur.

Fúnkis og módernismi eru þær bylgjur sem eru samofnar nýjum tímum í íslensku samfélagi sem tengdust uppbyggingu nýrra stofnana lýðveldisins, framförum í samfélagslegum innviðum á borð við bókasöfn, elliheimili og barnaskóla, og bættum húsakosti almennings. Uppbygging Reykjavíkur, bæði hvað varðar byggingarstíl en ekki síður skipulag, segir mikilvæga sögu um ákvarðanatöku og strauma í stjórnmálasögu borgarinnar og hafa fræðastörf Péturs varpað ljósi á þetta umbyltingatímabil íslenskrar sögu.

Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis en aðaláherslan hefur verið á svokallaðan módernískan arkitektúr.

Þá hefur Pétur fjallað um einstaka arkitekta sem hafa valdið straumhvörfum í íslenskri byggingarlist og meðal annars ritað bók um Gunnlaug Halldórsson, sem teiknaði til dæmis seinni áfanga Verkamannabústaðanna við Hringbraut austan Hofsvallagötu, Búnaðarbankann í Austurstræti 5 og byggingar SÍBS að Reykjalundi í Mosfellsbæ. Pétur vinnur um þessar mundir að bók um Guðjón Samúelsson arkitekt, sem var húsameistari ríkisins 1920-1950, en hann teiknaði margar af mest áberandi byggingum síns tíma eins og aðalbyggingu Háskóla Íslands, aðalbyggingu Landsspítalans, Hallgrímskirkju, Þjóðleikhúsið, Sundhöll Reykjavíkur og Héraðsskólann á Laugarvatni.

Pétur Ármannsson er fæddur árið 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1980. Pétur hlaut starfsréttindapróf í arkitektúr (B.Arch.Hons) frá Toronto-háskóla í Kanada árið 1986. Hann stundaði framhaldsnám í arkitektúr við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og lauk meistaraprófi þaðan árið 1991.

Pétur var deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur á árunum 1993–2005 og gestakennari við arkitektúr- og hönnunardeild Listaháskóla Íslands frá 2002. Hann starfaði sem arkitekt hjá Glámu-Kím arkitektum ehf. auk þess að sinna sjálfstæðum rannsóknar- og ráðgjafarverkefnum á árunum 2005–2013. Hann var fulltrúi Arkitektafélags Íslands í Húsafriðunarnefnd ríkisins 2000–2009, í hópi ráðgjafa vegna Evrópuverðlauna í byggingarlist (Mies van der Rohe-verðlaunanna) árin 1997–2005 og faglegur umsagnaraðili Norræna menningarsjóðsins (Nordisk Kulturfond) á sviði arkitektúrs 2004–2005. Pétur hefur gegnt stöðu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Minjastofnun Íslands frá árinu 2013.

Mynd:
  • Úr safni PÁ.

Útgáfudagur

13.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2018, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75067.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75067

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2018. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75067>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?
Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er meðal þeirra örfáu íslensku arkitekta sem hafa helgað sig sagnfræði arkitektúrs. Pétur hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis, allt frá gömlum kirkjum og húsafriðun til skipulagsmála. Aðaláherslu í fræðastörfum hefur Pétur þó lagt á svokallaðan módernískan arkitektúr, þann arkitektúr sem helst var ráðandi á Íslandi frá því að landið öðlaðist sjálfstæði og þjóðin hafði möguleika á því að yfirgefa torfbæi og timburbyggingar sem ríkjandi byggingaform. Það fræðistarf hefur verið afar mikilvægt til að skilja borgaruppbyggingu Reykjavíkur.

Fúnkis og módernismi eru þær bylgjur sem eru samofnar nýjum tímum í íslensku samfélagi sem tengdust uppbyggingu nýrra stofnana lýðveldisins, framförum í samfélagslegum innviðum á borð við bókasöfn, elliheimili og barnaskóla, og bættum húsakosti almennings. Uppbygging Reykjavíkur, bæði hvað varðar byggingarstíl en ekki síður skipulag, segir mikilvæga sögu um ákvarðanatöku og strauma í stjórnmálasögu borgarinnar og hafa fræðastörf Péturs varpað ljósi á þetta umbyltingatímabil íslenskrar sögu.

Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis en aðaláherslan hefur verið á svokallaðan módernískan arkitektúr.

Þá hefur Pétur fjallað um einstaka arkitekta sem hafa valdið straumhvörfum í íslenskri byggingarlist og meðal annars ritað bók um Gunnlaug Halldórsson, sem teiknaði til dæmis seinni áfanga Verkamannabústaðanna við Hringbraut austan Hofsvallagötu, Búnaðarbankann í Austurstræti 5 og byggingar SÍBS að Reykjalundi í Mosfellsbæ. Pétur vinnur um þessar mundir að bók um Guðjón Samúelsson arkitekt, sem var húsameistari ríkisins 1920-1950, en hann teiknaði margar af mest áberandi byggingum síns tíma eins og aðalbyggingu Háskóla Íslands, aðalbyggingu Landsspítalans, Hallgrímskirkju, Þjóðleikhúsið, Sundhöll Reykjavíkur og Héraðsskólann á Laugarvatni.

Pétur Ármannsson er fæddur árið 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1980. Pétur hlaut starfsréttindapróf í arkitektúr (B.Arch.Hons) frá Toronto-háskóla í Kanada árið 1986. Hann stundaði framhaldsnám í arkitektúr við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og lauk meistaraprófi þaðan árið 1991.

Pétur var deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur á árunum 1993–2005 og gestakennari við arkitektúr- og hönnunardeild Listaháskóla Íslands frá 2002. Hann starfaði sem arkitekt hjá Glámu-Kím arkitektum ehf. auk þess að sinna sjálfstæðum rannsóknar- og ráðgjafarverkefnum á árunum 2005–2013. Hann var fulltrúi Arkitektafélags Íslands í Húsafriðunarnefnd ríkisins 2000–2009, í hópi ráðgjafa vegna Evrópuverðlauna í byggingarlist (Mies van der Rohe-verðlaunanna) árin 1997–2005 og faglegur umsagnaraðili Norræna menningarsjóðsins (Nordisk Kulturfond) á sviði arkitektúrs 2004–2005. Pétur hefur gegnt stöðu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Minjastofnun Íslands frá árinu 2013.

Mynd:
  • Úr safni PÁ.

...