Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 714 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?

Stokkahraun myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás þar sem landi hallar nægilega til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga. Þyngdarálagið nær þannig að yfirvinna flotmörk hraunkvikunnar og brotpol hraunskorpunnar. Hægt er að líkja myndun stokkahrauna við ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð?

Steinkol myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Það umhverfi sem helst leiðir til kolamyndunar er votlendi þéttvaxið trjám og öðrum gróðri. Trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatnið, verða vatnsósa og sökkva. Þá einangrast viðurinn frá súrefni andrúmsloftsins en bakteríur halda áfram...

category-iconHeimspeki

Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?

Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...

category-iconHugvísindi

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...

category-iconHagfræði

Getur hagvöxtur verið endalaus?

Upprunaleg spurning Jóns Sævars hljóðaði svo:Getur hagvöxtur verið endalaus? Það er getur þjóðar- eða landsframleiðsla haldið áfram að aukast að eilífu? Eða er þetta bóla sem springur einhvern tíma? Verg landsframleiðsla (VLF) er skilgreind sem markaðsvirði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er til endanlegr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?

Koffínmagn er bæði háð kaffitegundinni og ekki síður hversu sterkt kaffi menn laga. Að þessu sögðu má miða við að í einum 200 ml kaffibolla sé um 100 mg af koffíni. Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...

category-iconHagfræði

Geta verðbætur talist tekjur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér u...

category-iconJarðvísindi

Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...

category-iconStærðfræði

Ef tvær stæður stefna á óendanlegt og maður deilir annarri í hina, er útkoman þá einn? Sem sagt er óendanlegt deilt með óendanlegu jafnt og einn?

Svarið er nei. Útkoman getur svo sem verið 1 en hún getur líka verið margt annað, bæði einhver tiltekin tala og líka 0 eða óendanlegt. Þetta fer eftir því hverjar stæðurnar eru og hvernig þær stefna á óendanlegt hvor um sig. Ef við vitum ekkert um stæðurnar eða þær eru með öllu óvenslaðar getum við ekkert sagt u...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Al...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allir jöklar og bæði heimskautin mundu bráðna, hve mikið mundi sjávarborð þá hækka?

Ef allir jöklar, þar með talinn Grænlandsjökull og Suðurheimskautsjökullinn bráðnuðu má reikna með að yfirborð sjávar mundi hækka um tæpa 69 metra. Framlag Suðurheimskautsjökulsins er þar langmest, eða um 61 metri, en Grænland legði til rúma 7 metra. Framlag allra annarra jökla yrði vel innan við einn metri. Á nor...

category-iconUmhverfismál

Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?

DDT (e. dichloro-diphenyl-trichloro-ethane) var fyrst framleitt árið 1939 og reyndist vera árangursríkasta skordýraeitur sem framleitt hafði verið. Það hefur að mestu verið bannað í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu vegna þess hversu skaðlegt það er vistkerfinu. Í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku er það þó enn í notk...

category-iconLæknisfræði

Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?

Upphaflega voru spurningarnar þessar: Hvað er lóbótómía? (Ingibjörg) Hvað var lóbótómía, til hvers var hún notuð og virkaði sú aðferð? (Þórhildur) Lóbótómía (e. lobotomy), sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjarlægður....

Fleiri niðurstöður