Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3744 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?

Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig getur tilviljun eða heppni komið mönnum á rétt spor í vísindalegri uppgötvun?

Fjölmörg dæmi eru um uppgötvanir af hreinni tilviljun. Stundum eru menn fljótir að nýta sér nýfengna þekkingu og þróa nýjar aðferðir eða tæki. Þegar fyrirbærið virðist flóknara þá leita menn skilnings á því og beita þá vísindalegum aðferðum. Forvitnin er mikilvæg í þekkingarleitinni, löngunin til að vita og skilja...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?

Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...

category-iconHeimspeki

Hver var Spinoza og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Baruch Spinoza (1632 – 1677) fæddist árið 1632 í Amsterdam. Hann ólst upp í samfélagi portúgalskra gyðinga sem höfðu flúið trúarlegar ofsóknir rannsóknarréttarins í heimalandi sínu og sest að í Hollandi. Hann missti móður sína sem barn en faðir hans var þekktur verslunarmaður og fjölskylda hans naut mikils álits, ...

category-iconLæknisfræði

Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?

Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en ...

category-iconHeimspeki

Af hverju bulla stjórnmálamenn svona mikið?

Spurningin gerir ráð fyrir því að stjórnmálamenn bulli mikið. Um það kunna að vera skiptar skoðanir, því ekki er alltaf ljóst hvað er bull og hvað ekki. Auk þess kunna að vera skiptar skoðanir um það hvað sé lítið eða hæfilegt bull og hvað sé mikið. Heimspekingurinn Harry Frankfurt hefur gefið út lítið kver se...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur fólk verið af millikyni?

Í stuttu máli er svarið já, því bæði er til fólk með útlitseinkenni beggja kynja og tvíkynja einstaklingar með fullþroskaða kynkirtla beggja kynja. Hins vegar er ekki víst að rétt sé að tala um millikyn heldur er frekar hægt að segja að vísindamenn séu að átta sig á því að mörkin sem við höfum hingað til dregið mi...

category-iconNæringarfræði

Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?

Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert fóru Íslendingar til iðnnáms fyrr á öldum og hvaða iðngreinar lærðu þeir?

Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga he...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver fékk Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2016 og fyrir hvað?

Japanski líffræðingurinn Yoshinori Ohsumi hlaut Nóbelsverðlaunin í læknavísindum árið 2016 fyrir rannsóknir á frumuferli sem nefnist sjálfsát (e. macroautophagy) [1][2]. Fjölfrumungar eins og maðurinn eru samsettir úr milljörðum fruma, sem saman mynda vefi líkamans. Frumur líkamans framleiða sífellt ný prótín, og ...

category-iconHeimspeki

Hvers lenskur var Tarzan og hvar gerast ævintýrin um hann?

John Clayton, sem við flest þekkjum undir nafninu Tarzan, er enskur greifi kenndur við Graystoke. Eftir að hann missti foreldra sína barnungur ólst hann upp meðal apa af óræðri tegund í skógum Afríku. Enginn veit nákvæmlega í hvaða landi foreldrar hans voru skilin eftir af uppreisnarmönnum sem tóku yfir skip þeirr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...

category-iconMannfræði

Hver var Margaret Mead og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?

Margaret Mead sem með sanni má kalla eina af mæðrum mannfræðinnar, fæddist 16. desember 1901 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, elst fjögurra systkina. Móðirin var félagsfræðingur að mennt og faðirinn prófessor í hagfræði við háskólann í Pennsylvaníu. Mead lauk meistaraprófi í sálfræði frá Barnard College og stundaði d...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?

Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...

category-iconStærðfræði

Hver var Adrien-Marie Legendre og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Adrien-Marie Legendre fæddist árið 1752 og lést árið 1833. Hann var yngstur þriggja franskra stærðfræðinga sem báru allir nafn sem hefst á L og voru virkir fyrir og á meðan frönsku byltingunni stóð og á tímum keisaraveldis Napóleons fyrsta. Hinir voru Lagrange (1736-1813) og Laplace (1749-1827). Allir lifðu lengi...

Fleiri niðurstöður