Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1987 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?

Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða maður fattaði upp á fyrsta skólanum og hvað heitir hann?

Þessari spurningu er ekki hægt að svara með því að nefna einn mann og segja að hann hafi fyrstur allra "fattað upp á" skóla. Skólar eru stofnanir sem veita kerfisbundna fræðslu. Samkvæmt Íslensku alfræðiorðabókinni er hægt að rekja upphaf skólahalds allt aftur til Egypta og Súmera á þriðja árþúsundi f. Kr. Þar vo...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist?

Því miður tókst ekki að hafa upp á tölum um hversu algengt það er að konur hafi hægðir í fæðingu. En það er býsna algengt að konur missi svolítið þvag eða hægðir á öðru stigi fæðingar þegar rembingshríðir þrýsta barninu út um leggöngin, enda þrýstingurinn mjög mikill. Konur fá reyndar yfirleitt endaþarmsstíl í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura?

Það er almenn regla meðal stærri spendýra að þau eignist aðeins eitt afkvæmi í einu. Tvíburafæðingar hjá þessum dýrum eru því afar sjaldgæfar en slíkt kemur þó fyrir, meðal annars hjá fílum (Elephantidae), en höfundur hefur ekki upplýsingar um tíðni slíkra fæðinga. Það má segja að fílar sem tegund græði lítið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar. Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugl...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða lög gilda á úthafinu?

Almennt er litið svo á að úthafið, svipað og geimurinn, sé svokölluð almenningseign. Á latínu er þetta nefnt res communes, en það merkir það sem öllum er sameiginlegt. Þetta á við um svæði eða rými sem eru utan yfirráðasvæða einstakra ríkja og eru öllum frjáls til umferðar og nota. Ekkert ríki á betri eða meiri ré...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hverjir voru sérrómversku guðirnir, þeir sem ekki samsvöruðu grísku guðunum? (Helga Guðrún Óskarsdóttir)Hverjir voru sérrómversku guðirnir og hvað var merkilegt við þá? Hverjar voru Vestumeyjarnar? (Dagný Ívarsdóttir) Rómversk goðafræði er að langmestu leyti ættuð frá Forn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er „hex” og hvernig tengist það forritun?

Hex er stytting á enska orðinu hexadecimal sem notað er yfir talnakerfi með grunntöluna sextán. Kerfið nefnist sextándakerfi á íslensku. Grunntala talnakerfis segir okkur hvernig tala breytist þegar hún er færð um eitt sæti. Þegar við bætum núlli fyrir aftan tölu í tugakerfinu, breytum til dæmis 23 í 230, þá er...

category-iconSálfræði

Hvar í heilanum er meðvitundin?

Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Rögnvaldur G. Möller rannsakað?

Rögnvaldur G. Möller stundar rannsóknir í grúpufræði. Grúpufræði er ein af megingreinum nútíma algebru. Grúpa $G$ er mengi með einni reikniaðgerð sem kölluð er margföldun þannig að þegar tvö stök i grúpunni eru margfölduð saman þá er útkoman nýtt stak í grúpunni. Um reikniaðgerðina þarf að gilda að $(fg)h=f(gh)$ f...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?

Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina?

Hér einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru mikla líkur á að það skelli loftsteinn á jörðina? (Auðunn Axel Ólafsson f. 1988)Hverjar eru líkurnar á því að steinn lendi á jörðinni? (Jakob Guðnason f. 1986)Er líklegt að stór loftsteinn lendi á jörðinni á næstunni? (Laufey Dóra Áskelsdóttir, f. 1990.)Allar líku...

category-iconLögfræði

Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli?

Í 3. grein jarðalaga, laga númer 65 frá árinu 1976 segir að lögin taki til: jarða, jarðarhluta, afréttarlanda, öræfa og landspildna, svo og til ítaka, skóga, vatnsréttinda, veiðiréttinda og hvers konar annarra hlunninda, hvort sem þau eru skilin frá jörð eður ei. Þéttbýlissvæði, sem skipulögð eru fyrir fasta búset...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?

Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltæ...

category-iconSálfræði

Getur persónuleiki fólks gerbreyst?

Ef svara á spurningunni hvort persónuleikinn geti tekið stakkaskiptum þarf fyrst að skilgreina hugtakið persónuleiki. Almennt er með persónuleika átt við stöðugleika eða ef til vill öllu fremur samkvæmni í hegðun manna í tíma og rúmi. Hvaða viðmiðum ættum við þá að beita um það hvenær persónuleiki einhvers hefur b...

Fleiri niðurstöður