Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1649 svör fundust
Hvaðan kemur pitsan (flatbakan)?
Eins og svo margir aðrir réttir kom flatbakan (pizzan/pitsan) ekki upprunalega frá landinu sem er frægt fyrir hana. Heimildir um fyrstu flatbökuna segja að hún hafi verið bökuð af Forngrikkjum sem fyrstir bökuðu stórt, kringlótt, flatt brauð og settu ofan á það ólífuolíu, krydd, kartöflur og margt annað. Flatbökuh...
Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?
Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. De...
Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæll Jón Már, ég tók eftir því að það var geitungadrottning að byrja að gera sig heimakomna í kassa sem eg er með á lokuðum svölum. Ég sá að hún fór ofan í kassan og hef hana sterklega grunaða um að byggja sér þar bú. Ég hinsvegar spreyjaði hana vel með eitri og hún drapst. Ég hef ek...
Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?
Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...
Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?
Í Landnámabók kemur Grímsey ekki við sögu. Bókin var líklega skráð um tveimur til þremur öldum eftir lok þess tíma sem er kallaður landnámsöld og er vafalaust að talsverðu leyti reist á arfsögnum, en ekki er hægt að treysta því að hún fari alls staðar með rétt mál um landnám. En sennilegast verður að teljast að fó...
Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax? Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til ...
Hvað gerir geislafræðingur?
Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ó...
Hvar finn ég ljóð eða aðra texta á esperantó til að lesa?
Pólski augnlæknirinn Ludwik Lejzer Zamenhof (1859-1917) bjó til tungumálið esperantó árið 1887. Það átti að verða hlutlaust alþjóðamál sem þjóðir heims gætu sameinast um að nota í samskiptum. Hægt er að lesa meira um esperantó í svari Steinþórs Sigurðssonar við spurningunni Hvenær var esperanto búið til og hvað er...
Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?
Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi? Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr ...
Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?
Fullt nafn Múhameðs spámanns er Abu al-Qasim Muhammad ibn ‘Abd Allah ibn ‘Abd al-Mut talib ibn Hashim. Samkvæmt arabískri nafnvenju eru börn yfirleitt kennd við föður eins og á Íslandi. Ibn 'Umar merkir sonur 'Umars (Ómars) og bint 'Abbas er dóttir 'Abbasar. Ein af fáum undantekningum frá þessari venju er þega...
Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?
Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þ...
Hvað er skarlatssótt?
Skarlatssótt er sjúkdómur sem orsakast af keðjukokkabakteríu (Streptococcus) af flokki A. Sú baktería veldur einnig hálsbólgunni sem margir kalla einfaldlega streptókokka. Skarlatssótt er algengust hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri og fylgir stundum áðurnefndri hálsbólgu. Bakterían sem veldur skarlatssótt...
Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?
Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Hægt er að lesa meira um smittíðni hér á landi í svari Karls Skírnissonar við spurningunn...
Af hverju verða tennur skakkar?
Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna...
Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?
Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem finnst helst í hræjum og skíthaugum, meðal annars í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið og ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsu...