Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7634 svör fundust
Hvað er fjórða iðnbyltingin?
Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara undanfarinn ára og þeirra sem eru í vændum. Þar er aðallega átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og ár...
Hvaðan kemur hugmyndin um að alheimurinn sé bók rituð á tungumáli stærðfræðinnar?
Að liðnum miðöldum um 1450 urðu margvíslegar framfarir, og skilningur manna á umheiminum óx. Ítalski eðlisfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Galíleó Galíleí (1564–1642) vissi að himintunglin fylgdu ákveðnum einföldum brautum og fór þannig gegn viðteknum kenningum kirkjunnar í þessum efnum. Hann aðhylltist sólmiðj...
Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?
Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...
Hvað er kólesteról og hvað telst hæfilegt magn þess í blóði?
Kólesteról er fituefni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir til dæmis sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og til dæmis testósteróns og estrógens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsókni...
Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?
Með því að leita í leitarvélum eftir efnisorðunum 1964 UFO er í fljótu bragði hægt að finna ýmsar frásagnir af geimverum og fljúgandi furðuhlutum frá árinu 1964. Í svonefndri UFO Casebook eru fjölmargar stuttar atvikasögur sem lesendur geta skemmt sér við að lesa. Um þessar sagnir gildir það sama og sögur af draug...
Nær maður að taka inn eitthvað af steinefnum eftir hálftíma bað í steinefnabættu vatni?
Húð landspendýra eins og mannsins virkar sem varnarmúr og kemur í veg fyrir að of mikið af vatni og lífsnauðsynlegum steinefnum tapist út í umhverfið. Húðin er samsett úr tveimur lögum; leðri (dermis) og yfirhúð (epidermis). Yfirhúðin er lagskipt en ysta lagið, hornlag (stratum corneum) er langsamlega þéttast og á...
Hver er saga myndbandavæðingarinnar og hverju breytti hún?
Ampex-fyrirtækið setti fyrsta myndbandstækið á markað árið 1956 og byggði á þegar rúmlega hálfrar aldar gamalli uppfinningu danska vísindamannsins Valdemars Poulsens (1869-1942). Í upphafi voru myndbandstæki eingöngu notuð af sjónvarpsstöðvum og í kvikmyndaiðnaðinum en fyrir daga þeirra voru allir sjónvarpsþættir ...
Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?
Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils. Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu....
Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?
Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...
Af hverju er auðveldara að þurrka bleytu af borði með blautri, vel undinni borðtusku en þurri?
Þegar vatnsdropi kemst í snertingu við venjulegan þerripappír getum við séð hvernig hann sogast inn í pappírinn. Jafnvel þótt pappírinn sé hafður lóðréttur og vatnið snerti aðeins neðsta hluta hans getur það lesið sig langa leið upp eftir honum. Þetta verður með líkum hætti og rótarkerfi trjáa flytur vatn (með upp...
Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa mjónefir og breiðnefir bæði einkenni spendýra og skriðdýra? Hvernig eru þeir flokkaðir?Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða tvö spendýr verpa eggjum? Spendýr skiptast í þrjá undirflokka: legkökuspendýr, pokadýr og spendýr sem verpa eggjum. Aðei...
Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri?
Vaxtarhraði er mismunandi eftir einstaklingum og eftir aldri. Fyrstu tvö ár ævinnar einkennist vöxtur af því að það hægir á bæði hraða lengdarvaxtar og hraða þyngdaraukningar sem eru orðin nokkuð stöðug við tveggja til þriggja ára aldur. Á fyrstu tveimur árunum er vöxturinn í samræmi við erfðabakgrunn barnsins. Tv...
Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og hvað notaði það áður?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og á hvað skrifaði það þegar það var ekki búið að finna upp að skrifa á skinn? Talið er að Súmerar, sem bjuggu í Mesópótamíu (núverandi Írak), hafi fundið upp ritlistina fyrir um 5500–6000 árum. Þeir skrifuðu í mjúkan leir sem þeir her...
Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...
Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?
Hér mun átt við myndina Sleep eða Svefn eftir pop-listamanninn Andy Warhol. Ári síðar gerði Warhol myndina Empire sem er í svipuðum dúr. Það er 8 tíma kvikmynd af Empire State byggingunni. Um þá mynd sagði Warhol: "Ég hef gaman af leiðindum." Á árunum 1963-68 framleiddi Warhol tæplega 650 myndir. Flestar mynd...