Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál? Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfi...

category-iconHugvísindi

Af hverju tóku Grikkir upp á því að trúa á grísku guðina?

Það er ekki gott að segja hvers vegna Grikkir tóku upp trú á grísku guðina en það var ekki meðvituð ákvörðun. Segja má að í ákveðnum skilningi hafi þeir þegar trúað á guðina sína frá því áður en þeir voru Grikkir. Til dæmis er nafn gríska guðsins Seifs (á grísku Zeus) komið af frumindóevrópska orðinu *Dyews sem va...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er lykt af prumpi og hver fann upp orðið prump?

Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi. Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump. Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum en öðrum ekki. Lyktin sem fylgir oft vindgangi...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?

Nokkrir hafa sent Vísindavefnum spurningar um loftskeyti og fyrstu eiginlegu loftskeytastöðina á Íslandi. Laufey Karlsdóttir vildi einnig fá útskýringu á tækninni sem loftskeyti byggja á. Spurning hennar hljóðaði svona: Hvað er loftskeyti? Þegar það er sent er líklega notað rafmagn. Hvernig get ég útskýrt það ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég á barnabarn sem er tveggja ára síðan í nóv. Móðir hans er frá Rúmeníu og talar við drenginn á rúmensku. Faðirinn er íslenskur og talar við barnið á íslensku. Drengurinn er búsettur í Danmörku og er í dönskum leikskóla og svo tala foreldrarnir ensku sín á milli. Getur barnið sýnt...

category-iconVísindavefurinn

Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands flettu að meðaltali 300 þúsund sinnum í svörum vefsins í hverjum mánuði árið 2022. Alls voru flettingar ársins rúmlega 3,3 milljónir og heimsóknir um 2,6 milljónir. Það samsvarar um 214 þúsund gestum mánaðarlega. Þessar tölur jafngilda því að í hverri viku hafi um 50 þúsund ge...

category-iconHagfræði

Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?

Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Verður hægt að finna upp tæki sem kælir jafn hratt og örbylgjuofn hitar?

Undir náttúrulegum kringumstæðum streymir varmi milli tveggja misheitra hluta frá þeim heitari og til þess kaldari. Varmastreymið, og þar með hraði kælingar eða hitunar, eykst með varmaleiðni hlutanna og hitastigsmun þeirra. Þess vegna er mögulegt að kæla hluti mjög hratt með því til dæmis að láta þá snerta flöt s...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig er hægt að hafa upp á þeim sem skrifa svör á Vísindavefnum?

Upplýsingar um höfunda ásamt netföngum þeirra má finna á sama stað og finna má spurningar sem búið er að svara. Þegar komið er á Vísindavefinn er smellt á "Hvers vegna?" og svo smellt á orðið "hér" þar sem nefndar eru upplýsingar um höfunda. Einnig er hægt að komast þangað beint með því að smella hér....

category-iconHugvísindi

Gætuð þið vísað mér í heimildir um kjarnorkusprengjuna, kjarnorkuvopnakapphlaupið, hver fann kjarnorkuna upp?

Hér er einnig svarað spurningu Guðmundar Magnússonar: „Hvar finn ég upplýsingar um tilraunir með kjarnorkusprengjur?“ Kjarnorkusprengjan í Nagasaki, Japan.Um heimildir ber fyrst að nefna tvær afbragðsgóðar bækur eftir Richard Rhodes. Í fyrsta lagi bókina The Making of the Atomic Bomb, sem segir frá forsögu kjarn...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna heyrist sjávarhljóð ef haldið er á stórum kuðungi upp við eyra?

Í æsku var flestum sagt að hljóðið sem heyrist þegar maður heldur kuðungi upp við eyrað sé hljóðið í hafinu. Svo er þó ekki, en hvað er það þá sem framkallar þetta hljóð? Ein möguleg skýring er sú að hljóðið sé komið til vegna streymis andrúmslofts um kuðunginn. Við nánari athugun stenst það þó ekki. Ef við eru...

category-iconTrúarbrögð

Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?

Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæp...

category-iconLögfræði

Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað?

Já. Í 5. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn segir að maður, sem samkvæmt Þjóðskrá ber ættarnafn við gildistöku þessara laga eða bar ættarnafn í gildistíð laga nr. 37/1991, megi bera það áfram. Sama gildir um niðja hans hvort heldur er í karllegg eða kvenlegg. Orðalag ákvæðisins er skýrt um það að niðjar man...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?

Dauðastjarfi (e. rigor mortis) er eitt einkenni andláts. Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast. Þetta kemur aðallega fram í stífum útlimum líksins og gerir það að verkum að erfitt er að hreyfa það. Hvenær dauðastjarfi hefst og hversu lengi hann varir...

Fleiri niðurstöður