Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6432 svör fundust
Felast verðmæti í hvalaskít og gætu Íslendingar selt skítinn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn, ég biðst fyrirfram afsökunar af undarlegu spurningunni sem fylgir en ég las áhugaverða grein í hollensku blaði um tvo stráka sem fundu hvalaskít og seldu hann í ilmvatnsiðnað. Það var talað um skít frá búrhvölum sem var notaður sem efni í ilmvatn. Ég er að s...
Er hægt að fara rangt með staðreyndir?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er hægt að fara rangt með staðreyndir, eins og oft er talað um? Er staðreynd ekki í eðli sínu rétt? Þetta er skemmtileg og beitt spurning sem bendir á hvernig sum orðatiltæki sem við grípum til geta verið órökrétt þegar að er gáð. Auðvitað er það þannig að ef maður fer rangt m...
Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...
Hver uppgötvaði stofnfrumur og hvenær voru þær fyrst notaðar til lækninga?
Orðið stofnfruma kemur fyrst fyrir í fræðitexta árið 1868 þegar þýski fósturfræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) notaði orðið stamzelle um einfrumung sem síðar þróaðist yfir í fjölfrumulífveru, en í bók sinni velti Haeckel meðal annars fyrir sér frumulíffræðilegum grundvelli þróunarkenningar Darwins. Síðar notað...
Hvernig myndast djúprennur?
Jarðskorpan skiptist í fleka sem rekur um jarðarkringluna. Þar sem flekana rekur sundur myndast úthafshryggir, þar sem þá rekur saman myndast sökkbelti sem einkennist af djúprennu eða djúpál hafsbotnsmegin en af fellingafjöllum eða eyjabogum landmegin. Djúpálar eru dýpsti hluti hafsbotnsins. Hinn stinni hafsbot...
Hver fann upp bikiní?
Bikiní eru tvískipt baðföt kvenna, upphaflega buxur og brjóstahaldari, en nú einnig til í öðrum misefnismiklum útfærslum. Sumar útfærslur hafa sérstakt nafn, til dæmis tankiní sem eru buxur og toppur eða nokkurskonar hlýrabolur. Bikiní eru einnig notuð sem íþróttaföt til dæmis í vaxtarrækt, strandblaki og frjálsum...
Af hverju urðu Bítlarnir svona ótrúlega vinsælir?
Hin mikla frægð Bítlanna á sínum tíma og hin merka arfleifð þeirra hefur lengi valdið poppfræðingum heilabrotum. Af hverju þessi hljómsveit? Af hverju þá? Með öðrum orðum, hvernig gat þetta gerst og hvaða þættir stuðluðu að þessu? Bækur um Bítlanna verða fleiri og fleiri eftir því sem árin líða og almenningur v...
Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus?
Árið 711 leiddi herforinginn Tariq ibn Ziyad 1200-1700 manna her Berba frá Norður-Afríku til Suður-Spánar. Herinn kom að landi við Gíbraltar en sem dregur nafn sitt af brenglaðri útgáfa af arabíska heitinu Jebal Tarik sem merkir 'fjall Tariqs'. Eftir að hafa komið her sínum á land er sagt að Tariq hafi látið brenn...
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?
Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...
Hverjir hlutu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 og fyrir hvað hlutu þeir verðlaunin?
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 skiptast á milli tveggja vísindamanna, John B. Gurdon, við Cambridge háskóla í Englandi og Shinya Yamanaka, Kyoto háskóla, Japan. Verðlaunin eru veitt fyrir að sýna að þroskaðar, sérhæfðar frumur er hægt að endurforrita í fjölhæfar stofnfrumur. Niðurstöður þeir...
Er skata í útrýmingarhættu?
Í heild er spurningin svona:Góðan dag. Langar að vita hvort skatan sé í útrýmingarhættu. Við erum að vinna ERASMUS+ verkefni í Hraunvallaskóla með skólum um víða Evrópu og þurfum að finna dýr sem er í útrýmingarhættu á eða við Ísland. Höfum séð á Netinu - en kannski ekki á öruggum síðum. Því spyrjum við, stemmir þ...
Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga?
Á Grænlandi eru mjög umfangsmiklar leifar eftir byggð norræns fólks sem hófst á seinni hluta tíundu aldar og leið undir lok á þeirri fimmtándu. Hinir norrænu Grænlendingar bjuggu í tveimur aðskildum byggðarlögum og eru meir en 500 kílómetrar á milli þeirra. Það stærra var kallað Eystribyggð og er syðst á Grænlandi...
Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Íran?
Þeir sem eru lítt kunnugir Íran halda ef til vill að þar séu aðallega sólþurrkaðar gresjur og eyðimerkur og dýralíf því fábreytt. Þetta er ekki alls kostar rétt því í landinu er að finna nokkuð stóra og merkilega skóga sem fóstra fjölskrúðugu fánu og eins geta gróðursnauð svæði alið af sér fjölbreytt dýralíf. T...
Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?
Íslenska heitið á impala (Aepyceros melampus) er einfaldlega impalahjörtur. Impalahirtir eru meðal einkennisdýra afrísku stjaktrjáarsléttunnar (Savanna) og finnast frá norðausturhluta Suður-Afríku vestur til suðurhluta Angólu, í suðurhluta Kongó (áður Saír), Rúanda, Úganda og austur til Keníu. Dýrafræðingar...