Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2151 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er maður með blóð í líkamanum?

Blóðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíoxíð þannig að þeir geti starfað eðlilega eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna? Einnig gegnir það hlutverki í vörnum líkamans þar sem hvítkorni...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig fæðir fólk börn?

Hvernig nýtt líf myndast er eitt af mest heillandi undraverkum lífsins og janframt ein mesta ráðgáta þess. Allt líf á jörðinni fjölgar sér með einhverjum hætti og eru til þess nokkrar leiðir. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun líkt og önnur spendýr. Við kynæxlun þurfa að koma saman tveir einstaklingar af gagnstæ...

category-iconVísindavefur

Hvernig verða fjöllin til?

Það eru til margar gerðir af fjöllum; há og lág, brött og aflíðandi, hvöss og slétt að ofan, dökk fjöll og ljós, stök og í fjallgörðum og svona mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum fjölbreytileika er sú að fjöllin hafa myndast við mismunandi aðstæður, úr mismunandi kviku og síðan er mismunandi hvernig náttúruöf...

category-iconFöstudagssvar

Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?

Svarið við þessari spurningu liggur nokkuð ljóst fyrir, eins og hér verður rakið. Afstæðiskenning Einsteins segir okkur að á milli massa og orku ríki sambandið E = mc2, þar sem E táknar orku, m stendur fyrir massa, og c er hraði ljóssins. Nú er hraði ljóssins um 300.000 km á sekúndu, svo lítill massi svarar til...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka rafhlöður í farsímum?

Algengustu rafhlöður í farsímum og í fjölmörgum handhægum rafknúnum tækjum, eins og myndavélum, vasahljómflutningstækjum og rakvélum, eru núna litínjónarafhlöðurnar (e. lithium-ion batteries). Um þær er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aft...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?

Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Björnsson rannsakað?

Helgi Björnsson (f. 1942) nam jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla og var þar prófessor um tíu ára skeið. Við þann skóla varði hann doktorsritgerð sína: Hydrology of Ice Caps in Volcanic Regions. Hér heima starfaði hann við Raunvísindastofnun Háskólans þar sem hann er nú vísindamaður á eftirlaunum. Helgi hefur unn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn?

Í stuttu máli þá varð Ísland skattland eða hjálenda Noregskonungs á árunum 1262–64 þegar helstu höfðingjar landsins gengust undir vald hans. Það sama gilti um hinar eyþjóðirnar tvær í Norður-Atlantshafi, Grænland og Færeyjar. Færeyingar voru fyrstir til að ganga Noregskonungi á hönd, rúmum tveimur öldum fyrr, líkl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geturðu sagt mér um Satúrnus?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvenær fannst Satúrnus og af hverju heitir hún Satúrnus? (Fríða Guðrún f. 1989)Hver er eðlismassi Satúrnusar og hvað er hann þungur? (Fríða Guðrún f. 1989)Hvernig er Satúrnus frábrugðin hinum reikistjörnunum? (Harpa Gunnarsdóttir)Hvernig er lofthjúpur Satúrnusar? (S...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?

Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...

category-iconVísindi almennt

Hver var Francis Galton?

Ekkert virtist vera óviðkomandi hinum breska landkönnuði og fjölfræðingi Frances Galton (1822-1911). Hann fékkst við ótal ólík fræðasvið, þar á meðal tölfræði, aðferðafræði, sálfræði, mannfræði, læknisfræði, veðurfræði, erfðarannsóknir og jafnvel kynbótafræði manna. Frances Galton (1822-1911). Galton var sonur ...

category-iconStærðfræði

Til hvers notum við frumtölur?

Frumtölur eru aðalviðfangsefni heillar stærðfræðigreinar sem kallast talnafræði. En í öllum greinum stærðfræði og í hagnýtingum á stærðfræði þar sem þarf að nota náttúrlegar tölur að einhverju marki má búast við að hugtakið frumtala stingi upp kollinum fyrr eða síðar. Náttúrleg tala kallast frumtala ef einu tö...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, ein...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Bangsímon gamall?

Rithöfundurinn A. A. Milne gaf út sína fyrstu sögu um Bangsímon eða "Winnie the Pooh", eins og hann heitir á frummálinu, þann 14. október árið 1926. Ef við miðum við að það sé "fæðingardagur" Bangsímons á hann þess vegna 77 ára afmæli á þessu ári. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Ch...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?

Orðið ljósvaki er rakið til Jónasar Hallgrímssonar skálds. Hann notaði það fyrstur manna í þýðingu sinni Stjörnufræði eftir G. F. Ursin (Kaupmannahöfn 1842:9). Þar stendur (stafsetningu breytt): „Sumir halda ljósið streymi út úr hinum lýsendu líkömum; aftur halda sumir, það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harð...

Fleiri niðurstöður