Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 942 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?

Tvær tegundir sníkjuþráðorma (Nematoda); Ancylostoma duodenale og Necator americanus orsaka sjúkdóm í meltingarvegi manna sem nefna mætti bitormasýki (e. hookworm diseases). Hvorug tegundin er landlæg á Íslandi en báðar berast hingað reglulega með ferðalöngum sem smitast hafa erlendis. Fyrrnefnda tegundin er landl...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?

Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...

category-iconJarðvísindi

Er Herjólfsdalur eldgígur?

Í ritinu Náttúrvá á Íslandi [1], bls. 410-411, segir svo: Jarðfræði Heimaeyjar er allvel þekkt núorðið. Hannes Mattson og Ármann Höskuldsson[2] sýndu fram á það, út frá jarðlagaskipan og uppbyggingu eyjarinnar, að fyrir utan hraun og gjall frá 1973 hafi hún öll orðið til í eldgosum síðustu 5-20 þúsund árin, eða e...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?

Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Þær stærstu eru í kringum 2-3 mm í innra þvermáli en greinast síðan í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar. Vinstri kra...

category-iconLögfræði

Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?

Upprunalega spurningin var: Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins? Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?

Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...

category-iconJarðvísindi

Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hafði pillan á líf íslenskra kvenna?

Getnaðarvarnarpillan kom fyrst á markaðinn um 1960 og varð fljótlega vinsæl meðal íslenskra kvenna. Ekki aðeins gerði hún konum kleift að koma í veg fyrir getnað á skilvirkari máta en nokkur önnur getnaðarvörn fram að því, heldur var notkun hennar á ábyrgð kvennanna sjálfra og hún tekin óháð kynlífsathöfninni. Pil...

category-iconEfnafræði

Varð allt efnið í alheiminum til samstundis í Miklahvelli?

Efnisheimurinn á því formi sem hann er í dag varð ekki allur til í Miklahvelli (e. Big Bang). Hins vegar mynduðust grunneindir efnisins sem lágu til grundvallar myndun efnisheimsins, eins og við þekkjum hann í dag, á fyrstu sekúndubrotum eftir Miklahvell. Þessar grunneindir kallast öreindir. Hér á eftir verður þet...

category-iconMannfræði

Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík? Grunnupplýsingar Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sa...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?

Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...

category-iconHeimspeki

Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?

Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...

category-iconBókmenntir og listir

Gerðist eitthvað markvert í listalífinu á Íslandi árið 1918?

Á fundi í Listvinafélagi Íslands þann 13. desember árið 1918 flutti Magnús Jónsson dósent tillögu um að félagið hefði frumkvæði að því að efna til yfirlitssýningar á íslenskri myndlist og að kosin yrði þriggja manna nefnd til að undirbúa málið.[1] Tillaga Magnúsar, sem var samþykkt á fundinum, ber vott um að féla...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fullveldið á menningarástand og leikhúslíf á Íslandi?

Saga byggingar Þjóðleikhússins er að segja má samofin fullveldi Íslands sem og stofnun lýðveldisins. Á síðari hluta nítjándu aldar koma fram hugmyndir um byggingu leikhúss sem eiga margt skyld við þjóðleikhúshugmyndir, en það er ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldar sem krafan rís um byggingu þjóðleikhúss. Í ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um trú og siði norrænna manna á Grænlandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég vildi vita meir um norræna menn á Grænlandi, var kaþólska kirkjan með klaustur meðal þeirra og hve mikið er vitað um dómkirkju þeirra sem talað er um. Hvað má segja um greftrunarsiði þeirra og klæðaburð? Byggð norrænna manna á Grænlandi hefur líklega hafist laust fyr...

Fleiri niðurstöður