Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Getur ofneysla fenolftaleins reynst skaðleg? Hvernig?
Já. Ofneysla fenolfthaleins getur valdið ógleði, uppköstum, magaverk, niðurgangi, brisbólgu og í slæmum tilfellum, lungnabólgu eða lækkuðum blóðþrýstingi. Langvarandi ofnotkun getur meðal annars valdið varanlegum skaða í ristlinum. Fenolfthalein er ekki innihaldsefni í neinu skráðu lyfi á Íslandi. Helst væri ...
Hvers vegna sleikja sum dýr sár sín?
Það virðist vera sameiginleg hegðun langflestra spendýra að sleikja sár sín. Það er kunn staðreynd að munnvatn inniheldur tvö efnasambönd sem reynast vel í baráttunni við gerla. Efnasamböndin tvö nefnast thiocyanate og lysosome, sem er einkar öflug gerlavörn og inniheldur meðal annars mucopolysaccharidase sem brýt...
Er maltöl áfengt og ef svo er, hver er styrkur alkóhóls í því?
Malt er áfengt. Alkóhólstyrkurinn er um 1% af rúmmáli, eða tæpur helmingur þess magns sem er í Pilsner (2,25% af rúmmáli). Drykkjarvörur sem selja má í almennum verslunum mega að hámarki hafa 2,25% áfengis af rúmmáli. Ástæða þess að alkóhólmagnið er ekki tekið fram á umbúðunum er tvíþætt. Annars vegar er það ek...
Er 826492640936494683648564845383565 prímtala?
Við ætlum nú ekki að leggja fyrir okkur að svara svona spurningum yfirleitt, enda mundi þá mörgum lesendum fara að leiðast þófið. Við bendum lesendum okkar í staðinn á sérstök vefsetur á veraldarvefnum þar sem fjallað er rækilega um prímtölur og ýmsar aðferðir kringum þær. Við bentum á eitt slíkt vefsetur um dagi...
Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“?
Frekjuskarð er skarð milli framtanna í efra gómi. Það er líka nefnt skáldaskarð en skáldaskarð er þó oftar haft um hökuskarð. Hvaðan þessi heiti eru runnin er óvíst. Sú trú hefur fylgt hökuskarði að sá sem þannig fæðist verði skáldmæltur. Þangað er sótt orðið skáldaskarð. Hugsanlegt er að einhver ónafngreindu...
Hvað er átt við þegar sagt er um stelpur að þær séu algjörar gellur?
Gella er slanguryrði og er notað um (glæsilega) stúlku. Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál segir um gellu (1982:40): "kona, stelpa, gljátík, tískudrós: sveitagella, snobbgella, plastgella, gellustígvél." Sumir nota orðið í neikvæðri merkingu en algengara virðist þó að nota það sem hrósyrð...
Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?
Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum. Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá ...
Hvað stóð rómverska skammstöfunin S.P.Q.R fyrir?
Skammstöfunin S.P.Q.R. stendur fyrir Senatus populusque Romanus og þýðir Öldungaráðið og Rómarlýður. Í skammstöfuninni stendur stafurinn Q fyrir samtenginguna –que sem er skeytt aftan við síðara orð af tveimur sem tengja á saman. Orðin populus Romanus – Rómarlýður – vísuðu upphaflega til rómverskra borgara, þ...
Hvað orð eru notuð um kryddið msg á íslensku?
Samkvæmt upplýsingum úr Orðabanka málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum virðist aðeins eitt íslenskt heiti vera notað fyrir monosodium glutamate. Það er þriðja kryddið. Samheiti er mónónatríum glútamat sem er íslensk aðlögun á erlendu heiti. Á ensku er kryddið iðullega nefnt MSG og einni...
Hvers konar róða er í orðinu róðukross?
Orðið róða hefur fleiri en eina merkingu. Í eldra máli var það notað sem samheiti yfir róðukross en það var einnig notað um kross almennt. Orðið merkir einnig ‘dýrlingsmynd’. Karlkynsmyndin róði merkti í eldra máli annars vegar ‘kross’ og hins vegar ‘dýrlingsmynd’. Róðukross hefur einnig fleiri en eina merking...
Geta kettir andað með nefinu?
Að öllu jöfnu anda kettir með nefinu. Á vefsíðum sem fjalla um heilbrigði katta kemur fram að ef köttur andar með munninum þá eigi að fara með hann tafarlaust til dýralæknis. Að jafnaði er það ekki eðlilegt að köttur andi með munninum. Nokkrar skýringar eru á því að kettir beita munninum við öndun og engin þeir...
Hvað þýðir að tilgangurinn helgi meðalið?
Orðið meðal hefur tvær merkingar. Það merkir annars vegar ‛lyf, læknislyf’ en hins vegar ‛aðferð, ráð’. Það er síðari merkingin sem er að baki málshættinum tilgangurinn helgar meðalið. Átt er við að tilgangurinn réttlæti þau ráð sem gripið er til eða þá aðferð sem notuð er til einhvers. Meðal í merking...
Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík?
Það er sagt vera algengt í vanþróuðum landbúnaðarsamfélögum að fólk leitist við að takmarka aðra atvinnuvegi, svo sem verslun, og loka þá úti frá samfélaginu. Slíkt er að sjálfsögðu að einhverju leyti gert með fordæmingu. Á Íslandi kemur andúð á verslun fram strax í Íslendingasögum, einkum verslun sem er stund...
Hver er munurinn á smáborgarahætti og snobbi?
Ýmislegt er skylt með snobbi og smáborgarahætti en þó er munur á. Hvort tveggja ber vott um ákveðið ósjálfstæði í hugsun og gildismati. Snobbarinn lætur stjórnast af því sem þykir fínt, til dæmis af ákveðinni „elítu”, það er að segja einhvers konar úrvalshópi í samfélaginu, en smáborgarinn stjórnast hins vegar af ...
Um hvað snerist sjálfstæðisbarátta Suður-Ameríku?
Nýlenduveldi Spánar spannaði, allt meginland Suður-Ameríku að undanskilinni Brasilíu sem tilheyrði Portúgal, allar eyjur Karíbahafsins, Mið-Ameríku, Mexikó og stórar lendur sem tilheyra núna Bandaríkjunum. Auk þessa stjórnaði Spánn Filippseyjum og hafði nokkur ítök í Afríku. Þegar nýlenduveldi Spánar lauk með ósig...