Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru einkenni heilahimnubólgu og hvað er bráðaheilahimnubólga?

Þórdís Kristinsdóttir

Heilahimnubólga er bólga í himnunum sem umlykja heila og mænu. Oftast stafar bólgan af sýkingu en getur þó einnig verið af öðrum völdum, svo sem lyfjum og sjálfsofnæmissjúkómum. Meingerð sjúkdómsins er á þann veg að sýkingarvaldar, sem oft búa í nefkoki og öndunarvegi, komast inn í miðtaugakerfið (MTK). Það getur orðið með þeim hætti að sýklar komast í blóðrás og síðan í MTK, sýklar komast eftir taugum, frá skútabólgu (ennis-, nef- og kinnholur kallast skútar), eyrnabólgu eða um sár eftir skurðaðgerðir eða slys.

Skipta má heilahimnubólgu í bráða og króníska heilahimnubólgu eftir því hversu hratt einkennin þróast. Í bráðri heilahimnubólgu þróast einkenni á stuttum tíma, oftast innan sólarhrings en í krónískri heilahimnubólgu koma einkenni fram á vikum eða jafnvel mánuðum. Bráð heilahimnubólga er langoftast af völdum veira eða baktería en sveppasýkingar og sníkjudýr eru helstu valdar krónískrar heilahimnubólgu. Heilahimnubólgu er auk þess skipt í heilahimnubólgu af völdum baktería og heilahimnubólgu af öðrum orsökum.

Það er mismunandi eftir aldurshópum hverjir eru helstu meinvaldar bráðrar heilahimnubólgu af völdum baktería. Hjá nýburum eru helstu bakteríur streptokokkar af gerð B (e. group B streptococci), E.coli og Listeria monocytogenes. Hjá börnum eldri en þriggja ára og fullorðnum eru helstu valdar Streptococcus pneumoniae, Neisseria meningitis og Hemophilus influenzae, þær tvær fyrrnefndu eru einnig helstu valdar hjá fólki eldri en 50 ára en þá bætist Listeria monocytogenes líka við. Hjá fólki sem er ónæmisbælt af völdum lyfja eða sjúkdóma eru aðrir orsakavaldar algengastir. Heilahimnubólga af völdum baktería getur haft mjög alvarlegar afleiðingar, svo sem flog, meðvitundarleysi, heilaígerðir, storkubrenglanir og öndunarstopp, auk þess að geta valdið varanlegu heyrnarleysi og heilaskaða. Langflestir deyja ef ekkert er að gert.

Heilahimnubólga sem ekki er vegna bakteríusýkinga er helst vegna veira á við herpes simplex veiruna og enteroveirur en getur einnig verið vegna sveppa, sníkjudýra, lyfja og annarra sjúkdóma. Afleiðingar í þessum tilfellum eru ekki eins alvarlegar og þegar bakteríur eru orsökin og gengur sjúkdómurinn oftast yfir af sjálfu sér. Í fyrstu getur verið erfitt að greina á milli hvort orsök heilahimnubólgu er bakteríusýking, veira eða annað og ef vafi leikur á orsakavaldinum skal meðferð miðast við að meðhöndla bakteríusýkingu.

Dæmigerð einkenni bráðrar heilahimnubólgu eru hiti, hnakkastífleiki og skert meðvitund.

Dæmigerð einkenni bráðrar heilahimnubólgu eru hiti, hnakkastífleiki og skert meðvitund. Aðeins um helmingur sjúklinga hefur öll þessi einkenni en nánast allir hafa að minnsta kosti eitt þeirra. Önnur einkenni eru ógleði, ljós- og hljóðfælni, uppköst, óráð, meðvitundarleysi og óróleiki. Auk þess eru ýmis sértæk teikn sem koma fram síðar í ferlinu. Ungbörn eru með ósértækari einkenni á borð við minnkaða meðvitund, pirring, lystarleysi, niðurgang og hita. Sértækari einkenni sem geta sést hjá þeim eru hnakkastífni og útbungun á höfuðkúpumótum ef þau hafa ekki gróið saman. Punktblæðingar (e. petechiae) geta komið fram hjá öllum aldurshópum og benda til sýkingar af völdum Streptococcus pneumonae. Sjúklingar með heilahimnubólgu af völdum veira hafa oft fyrri sögu um önnur líkamleg einkenni svo sem vöðvaverk, þreytu og lystarleysi. Krónísk heilahimnubólga, til dæmis af völdum berkla, getur verið mjög lúmsk, haft langan aðdraganda og ósértæk einkenni.

Nánast engir áhættuþættir eru fyrir því að fá heilahimnubólgu og er það oftast hraust fólk sem veikist. Ónæmisbæling, fíkniefnaneysla, lungnabólga, höfuðáverkar og sykursýki eru þó dæmi um þætti sem geta aukið áhættu.

Greining er gerð með því að taka sýni úr mænuvökva og skoða hvort mikil aukning er á hvítum blóðkornum og prótínum en lækkun á sykri. Auk þess er athugað hvort fæst jákvæð ræktun bakteríu úr mænuvökvanum. Ef bakteríur eru ekki sýkingarvaldurinn er aukning á einkjarna frumum í mænuvökva en prótín og sykur eru í eðlilegu magni, eða þá að mænuvökvinn er eðlilegur að öllu leyti. Einnig má gera blóðræktun til að bæta greiningu. Þessar rannsóknir eru þó ekki óbrigðular og því er mikilvægt að fara eftir klínískum teiknum og vera vel á verði gagnvart bakteríu heilahimnubólgu vegna þess hve mikilvægt er að bregðast hratt við.

Meðhöndlun sjúkdómsins hefst með reynslumeðferð (e. empiric) með sýklalyfjum og er hún mismunandi eftir aldri sjúklings þar sem sýkingavaldar eru mismunandi milli aldurshópa. Ef baktería ræktast úr mænuvökva skal breyta sýklalyfjagjöf í samræmi við það. Meðferðin tekur frá fimm til sjö dögum og upp í þrjár vikur. Ef merki eru um heilabjúg, eins og þekkist til dæmis í pneumokokkasýkingum, eru einnig gefnir sterar. Ef meinvaldurinn reynist vera annar en baktería beinist meðferðin oftast aðeins að einkennunum, svo sem hitalækkandi lyf og verkjalyf á meðan að sjúkdómurinn gengur yfir.

Heilahimnubólga af völdum baktería er ein alvarlegasta sýking sem til er, þar sem gangur sjúkdóms er oft mjög hraður, og því er mikilvægt að þekkja einkenni sjúkdómsins og bregðast hratt við. Batahorfur hafa gjörbreyst með tilkomu sýklalyfja um miðja síðustu öld og enn frekar eftir innleiðingu bólusetninga í börnum gegn helstu meinvöldum. Bólusetning gegn Hemophilus influenzae hófst 1989, gegn meningokokkum af hjúpgerð C árið 2002 og nú síðast fyrir penumokokkum árið 2011. Hefur þetta fækkað sýkingum af völdum þessara baktería til muna. Veirur hafa tekið við af bakteríum sem algengasti orsakavaldur og er það mjög jákvæð þróun þar sem sjúkdómurinn er þá ekki eins alvarlegur. Langflestir sem deyja af völdum bakteríuheilahimnubólgu eru börn og því er ekki hægt að ítreka mikilvægi bólusetninga nægilega mikið.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.7.2014

Síðast uppfært

29.5.2024

Spyrjandi

Ína Guðrún Gísladóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hver eru einkenni heilahimnubólgu og hvað er bráðaheilahimnubólga?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2014, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65457.

Þórdís Kristinsdóttir. (2014, 3. júlí). Hver eru einkenni heilahimnubólgu og hvað er bráðaheilahimnubólga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65457

Þórdís Kristinsdóttir. „Hver eru einkenni heilahimnubólgu og hvað er bráðaheilahimnubólga?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2014. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65457>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni heilahimnubólgu og hvað er bráðaheilahimnubólga?
Heilahimnubólga er bólga í himnunum sem umlykja heila og mænu. Oftast stafar bólgan af sýkingu en getur þó einnig verið af öðrum völdum, svo sem lyfjum og sjálfsofnæmissjúkómum. Meingerð sjúkdómsins er á þann veg að sýkingarvaldar, sem oft búa í nefkoki og öndunarvegi, komast inn í miðtaugakerfið (MTK). Það getur orðið með þeim hætti að sýklar komast í blóðrás og síðan í MTK, sýklar komast eftir taugum, frá skútabólgu (ennis-, nef- og kinnholur kallast skútar), eyrnabólgu eða um sár eftir skurðaðgerðir eða slys.

Skipta má heilahimnubólgu í bráða og króníska heilahimnubólgu eftir því hversu hratt einkennin þróast. Í bráðri heilahimnubólgu þróast einkenni á stuttum tíma, oftast innan sólarhrings en í krónískri heilahimnubólgu koma einkenni fram á vikum eða jafnvel mánuðum. Bráð heilahimnubólga er langoftast af völdum veira eða baktería en sveppasýkingar og sníkjudýr eru helstu valdar krónískrar heilahimnubólgu. Heilahimnubólgu er auk þess skipt í heilahimnubólgu af völdum baktería og heilahimnubólgu af öðrum orsökum.

Það er mismunandi eftir aldurshópum hverjir eru helstu meinvaldar bráðrar heilahimnubólgu af völdum baktería. Hjá nýburum eru helstu bakteríur streptokokkar af gerð B (e. group B streptococci), E.coli og Listeria monocytogenes. Hjá börnum eldri en þriggja ára og fullorðnum eru helstu valdar Streptococcus pneumoniae, Neisseria meningitis og Hemophilus influenzae, þær tvær fyrrnefndu eru einnig helstu valdar hjá fólki eldri en 50 ára en þá bætist Listeria monocytogenes líka við. Hjá fólki sem er ónæmisbælt af völdum lyfja eða sjúkdóma eru aðrir orsakavaldar algengastir. Heilahimnubólga af völdum baktería getur haft mjög alvarlegar afleiðingar, svo sem flog, meðvitundarleysi, heilaígerðir, storkubrenglanir og öndunarstopp, auk þess að geta valdið varanlegu heyrnarleysi og heilaskaða. Langflestir deyja ef ekkert er að gert.

Heilahimnubólga sem ekki er vegna bakteríusýkinga er helst vegna veira á við herpes simplex veiruna og enteroveirur en getur einnig verið vegna sveppa, sníkjudýra, lyfja og annarra sjúkdóma. Afleiðingar í þessum tilfellum eru ekki eins alvarlegar og þegar bakteríur eru orsökin og gengur sjúkdómurinn oftast yfir af sjálfu sér. Í fyrstu getur verið erfitt að greina á milli hvort orsök heilahimnubólgu er bakteríusýking, veira eða annað og ef vafi leikur á orsakavaldinum skal meðferð miðast við að meðhöndla bakteríusýkingu.

Dæmigerð einkenni bráðrar heilahimnubólgu eru hiti, hnakkastífleiki og skert meðvitund.

Dæmigerð einkenni bráðrar heilahimnubólgu eru hiti, hnakkastífleiki og skert meðvitund. Aðeins um helmingur sjúklinga hefur öll þessi einkenni en nánast allir hafa að minnsta kosti eitt þeirra. Önnur einkenni eru ógleði, ljós- og hljóðfælni, uppköst, óráð, meðvitundarleysi og óróleiki. Auk þess eru ýmis sértæk teikn sem koma fram síðar í ferlinu. Ungbörn eru með ósértækari einkenni á borð við minnkaða meðvitund, pirring, lystarleysi, niðurgang og hita. Sértækari einkenni sem geta sést hjá þeim eru hnakkastífni og útbungun á höfuðkúpumótum ef þau hafa ekki gróið saman. Punktblæðingar (e. petechiae) geta komið fram hjá öllum aldurshópum og benda til sýkingar af völdum Streptococcus pneumonae. Sjúklingar með heilahimnubólgu af völdum veira hafa oft fyrri sögu um önnur líkamleg einkenni svo sem vöðvaverk, þreytu og lystarleysi. Krónísk heilahimnubólga, til dæmis af völdum berkla, getur verið mjög lúmsk, haft langan aðdraganda og ósértæk einkenni.

Nánast engir áhættuþættir eru fyrir því að fá heilahimnubólgu og er það oftast hraust fólk sem veikist. Ónæmisbæling, fíkniefnaneysla, lungnabólga, höfuðáverkar og sykursýki eru þó dæmi um þætti sem geta aukið áhættu.

Greining er gerð með því að taka sýni úr mænuvökva og skoða hvort mikil aukning er á hvítum blóðkornum og prótínum en lækkun á sykri. Auk þess er athugað hvort fæst jákvæð ræktun bakteríu úr mænuvökvanum. Ef bakteríur eru ekki sýkingarvaldurinn er aukning á einkjarna frumum í mænuvökva en prótín og sykur eru í eðlilegu magni, eða þá að mænuvökvinn er eðlilegur að öllu leyti. Einnig má gera blóðræktun til að bæta greiningu. Þessar rannsóknir eru þó ekki óbrigðular og því er mikilvægt að fara eftir klínískum teiknum og vera vel á verði gagnvart bakteríu heilahimnubólgu vegna þess hve mikilvægt er að bregðast hratt við.

Meðhöndlun sjúkdómsins hefst með reynslumeðferð (e. empiric) með sýklalyfjum og er hún mismunandi eftir aldri sjúklings þar sem sýkingavaldar eru mismunandi milli aldurshópa. Ef baktería ræktast úr mænuvökva skal breyta sýklalyfjagjöf í samræmi við það. Meðferðin tekur frá fimm til sjö dögum og upp í þrjár vikur. Ef merki eru um heilabjúg, eins og þekkist til dæmis í pneumokokkasýkingum, eru einnig gefnir sterar. Ef meinvaldurinn reynist vera annar en baktería beinist meðferðin oftast aðeins að einkennunum, svo sem hitalækkandi lyf og verkjalyf á meðan að sjúkdómurinn gengur yfir.

Heilahimnubólga af völdum baktería er ein alvarlegasta sýking sem til er, þar sem gangur sjúkdóms er oft mjög hraður, og því er mikilvægt að þekkja einkenni sjúkdómsins og bregðast hratt við. Batahorfur hafa gjörbreyst með tilkomu sýklalyfja um miðja síðustu öld og enn frekar eftir innleiðingu bólusetninga í börnum gegn helstu meinvöldum. Bólusetning gegn Hemophilus influenzae hófst 1989, gegn meningokokkum af hjúpgerð C árið 2002 og nú síðast fyrir penumokokkum árið 2011. Hefur þetta fækkað sýkingum af völdum þessara baktería til muna. Veirur hafa tekið við af bakteríum sem algengasti orsakavaldur og er það mjög jákvæð þróun þar sem sjúkdómurinn er þá ekki eins alvarlegur. Langflestir sem deyja af völdum bakteríuheilahimnubólgu eru börn og því er ekki hægt að ítreka mikilvægi bólusetninga nægilega mikið.

Mynd:

...