Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7120 svör fundust
Hvaða áhrif hefur þingrof?
Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? og Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Þingrof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosninga og þingstörfum lýkur fljótlega eftir að...
Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir?
Ekki er gott að segja hvers vegna túkall fylgir sönglinu um saltkjöt og baunir. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um túkall frá miðri 20. öld en átt er við tveggja krónu pening eða –seðil rétt eins og nú er talað um fimmkall, tíkall, hundrað kall og þúsund kall. Orðið túkall er fengið að láni...
Af hverju eru menn 70% vatn?
Það er rétt hjá spyrjanda að vatn er stór hluti af líkama manna og raunar allra lífvera á jörðinni. Mest er af vatni í líkama okkar þegar við erum nýfædd, þá er talið að allt að 75% líkamans sé vatn. Hlutfall vatns minnkar með árunum, mest á fyrstu 10 árum ævinnar. Yfirleitt er talið að hjá fullorðnum karlmönnum s...
Geta hvalir talist meindýr?
Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...
Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út?
Flestir ef ekki allir kannast við jólavísuna um könnuna sem stendur upp á stól: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna.(og ekki: Uppá hólstend ég og kanna!) Stóllinn sem þarna um ræðir kallast könnustóll. Hann var húsgagn í öllum betri stofum í okkar heimshluta og var einskona...
Hver er uppruni orðsins bongóblíða? Er að að velta því fyrir mér í rigningunni.
Orðið bongóblíða kom fyrst fram í laginu Sólarsamba sem Magnús Kjartansson söng á sínum tíma, fyrst 1988. Á vefnum Bland.is fann ég þessi ummæli: Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem lím...
Er eftirnafn fólks hluti af þeirra eiginnafni?
Í lögum um mannanöfn nr. 45 frá 1996 er í fyrsta kafla fjallað um fullt nafn og nafngjöf. Í 1. grein segir: „Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.“ Ef litið er á greinina um eiginnafn í fjórða kafla þá stendur þar í fimmtu grein: Eiginnafn skal geta ...
Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu?
Koltvísýringur eykst vegna þess að mannkynið brennir nú stöðugt meira af olíu, jarðgasi og kolum sem mynduðust úr gróðri sem óx á jörðinni fyrir milljónum ára. Gróðurinn tók þá upp koltvísýring úr andrúmsloftinu en við brunann fer hann aftur út í loftið. Í mörgum stórborgum hefur mengun aukist svo að börnum er ...
Hvaða hvalategund gleypti Jónas?
Það er í raun ekki hægt að ákvarða nákvæmlega hvers lags skepna gleypti Jónas. Í hebreska textanum er einfaldlega talað um „stóran fisk“, dag gadol, en dag hefur almenna skírskotun til hvers konar fisks sem vera kann. Þar með er auðvitað ekki útilokað að höfundurinn hafi haft hval í huga enda ekki ólíklegt að menn...
Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?
Ekkert þessara þriggja hugtaka á sér lögformlega skilgreiningu þannig það sem hér kemur á eftir er byggt á vinnu og viðhorfum höfundar. Kolefnissspor: Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum ...
Hvaða gagn gera grímur við COVID-19-smiti?
Grímur koma einkum að gagni við tvenns konar aðstæður. Í fyrsta lagi til að verja heilbrigðisstarfsfólk gegn sýkingum þegar það umgengst fólk með COVID-19-sýkingu. Þær eru þá hluti af víðtækum hlífðarbúnaði og vörnum. Þetta eru sérstakar sóttvarnargrímur með gatastærð um 0,3 míkrómetra, sem hleypa ekki í gegn örsm...
Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?
Eins og í öðru erfðaefni er tíðni stökkbreytinga í SARS-CoV-2-veirunni lágur. Áætlað er að við eftirmyndun erfðaefnisins verði mistök í um einu af milljón skiptum, það er stökkbreytingartíðnin í hverju basaseti (e. nucleotide position) er ~10-6 fyrir hverja eftirmyndun. Líklegt er að veiran eftirmyndist að mi...
Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það?
Orðatiltækið að taka upp hanskann fyrir einhvern merkir ‘taka málsstað einhvers, aðstoða einhvern’ þekkist frá miðri 19. öld. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi: Tíminn tekur upp hanzkann fyrir formann síns flokks. Að kasta hanskanum er annað orðatiltæki úr sömu átt: Séra Sigurðr h...
Hvað er í „óspurðum fréttum“?
Upprunalega spurningin var: Hvað er átt við orðalaginu "í óspurðum fréttum" og er vitað hvaðan það kemur? Lýsingarorðið óspurður merkir annars vegar ‘sem ekki hefur verið spurður’ en hins vegar ‘sem ekki hefur verið spurt eftir’. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið að minnsta kosti fr...
Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum?
Upprunalega var spurningin svona:Af hverju er ekki stari á Kanaríeyjum? Fuglalíf á Kanaríeyjum er nokkuð fjölskrúðugt. Alls hafa fundist þar rétt innan við 400 tegundir, þar af sex einlendar tegundir, það er að segja finnast ekki annars staðar. Starinn (Sturnus vulgaris) á sér líklega rúmlega 40 ára sögu ...