Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4766 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?

Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að laga skemmd í geisladiski?

Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á bandaríska Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum?

Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi ráðandi. Það þýðir þó ekki að einungis tveir stjórnmálaflokkar starfi í Bandaríkjunum. Fremur er það svo að stjórnmálakerfið, sem byggir á einmenningskjördæmum, býður upp á það að tveir stærstu flokkarnir verði nær allsráðandi. Þannig sitja langflestir þingmenn í f...

category-iconStærðfræði

Hver var Sophus Lie og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Niðurstaða óformlegrar og óvísindalegrar könnunar, sem höfundur þessa svars framkvæmdi á gagnabanka Ameríska stærðfræðafélagsins, er að Norðmaðurinn Sophus Lie (1842-1899) sé áhrifamesti stærðfræðingur sem uppi hefur verið. Gagnabankinn geymir upplýsingar um öll rannsóknarrit í stærðfræði sem komið hafa út á alþjó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?

Um Konrad Lorenz er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna? Árið 1973 deildi Lorenz Nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði með tveimur kollegum, landa sínum Karl von Frisch (1886-1982) og Hollendingnum Nikolaas Tinbergen (1...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Sigurður Nordal og hvert var hans framlag til íslenskra fræða?

Hver kynslóð er að vísu nýtt lauf á stofninum, hver kynslóð reisir að einhverju leyti nýtt hús á eldra grunni. En giftusamlegt jafnvægi er í því fólgið að vera í senn lauf á stofninum og færa honum meira gróðrarmagn, – að reisa hús sitt á bjargi, en ekki á sandi, og úr ósviknum efniviði, sem kemur framtíðinni að n...

category-iconHeimspeki

Hver var Lao Tse og var hann í raun og veru til?

Samkvæmt kínverskri sagna- og heimspekihefð var Laozi 老子 (aðrar algengar umritanir: Lao Zi, Lao-Tzu, Lao-Tze, Lao Tse, og fleiri) forsprakki skóla daoista (daojia 道家) og höfundur bókarinnar Daodejing (önnur umritun: Tao te ching) 道德經 sem á íslensku hefur verið þýdd ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?

Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?

Karlsvagninn er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni og er þekktasta samstirnið sem sést frá Íslandi. Hugtakið samstirni er notað yfir mynstur á himninum sem eru ekki sjálfstæð stjörnumerki. Önnur þekkt samstirni eru Sjöstirnið og Sumarþríhyrningurinn. Raunar minnir Karlsvagninn frekar á pott heldur en vagn Karl...

category-iconHugvísindi

Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina?

Stóumenn kenndu að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema löstur, eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er stóuspeki? En voru þeir þá skeytingarlausir um allt annað? Svarið við þeirri spurningu er nei. Enda þótt einungis dygðin hafi raunverulegt gildi (axia) og sé eftirsókna...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er bell hooks og hvert er framlag hennar til femínisma?

bell hooks, skírð Gloria Jean Watkins, tók nafn ömmu sinnar í virðingarskyni við hana og móður sína og einnig sem svar við nýrri femínískri sjálfsmynd. Nafnið skrifar hooks með litlum stöfum af því að hún telur meiru skipta hvað hún skrifar en hver hún sé1. hooks er fædd árið 1952 og starfar sem prófessor við ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?

Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...

category-iconFélagsvísindi

Hvar býr jólasveinninn?

Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?

Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...

category-iconTölvunarfræði

Hver er Donald Knuth og hvert er framlag hans til tölvunarfræðinnar?

Donald Knuth er líklega þekktasti núlifandi tölvunarfræðingurinn. Hann er fæddur í Bandaríkjunum árið 1938 og hefur verið prófessor við Stanford-háskóla frá 1968. Knuth er menntaður stærðfræðingur en fékk áhuga á tölvum þegar hann var við háskólanám. Fyrsta tölvan sem hann sá var IBM 650 en það var fyrsta fjöldafr...

Fleiri niðurstöður