Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?

Örnólfur Thorlacius (1931-2017)

Um Konrad Lorenz er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Árið 1973 deildi Lorenz Nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði með tveimur kollegum, landa sínum Karl von Frisch (1886-1982) og Hollendingnum Nikolaas Tinbergen (1907-1988), fyrir rannsóknir á atferli dýra. Raunar höfðu þeir Tinbergen áður unnið saman að rannsóknum á fuglum. Þeir bættu hvor annan ágætlega upp: Tinbergen var meistari í að athuga og skrásetja hátterni villtra fugla í náttúrlegu umhverfi, en Lorenz kannaði með hugvitsamlegum tilraunum atferli þeirra og annarra dýra við skilgreindar aðstæður og greindi á milli áunnins hátternis, sem einstaklingur nær því aðeins tökum á að það sé fyrir honum haft, og atferlis sem er hluti af arfgerð dýrsins og birtist þegar rétt skilyrði eru til staðar.

Nóbelsverðlaunahafarnir árið 1973, frá vinstri: Karl von Frisch, Konrad Lorenz og Nikolaas Tinbergen.

Lorenz taldi að atferli, sem væri tegund eða öðru safni dýra eðlilegt – andstætt áunnu hátterni, sem þyrfti að kenna dýrunum eða hafa fyrir þeim á annan hátt − væri, rétt eins og líkamleg einkenni, fram komið við náttúruval, það lyti því sömu erfðalögmálum, og hægt væri að styðjast við atferlið við flokkun lífvera.

Sem dæmi um þetta hefur verið nefnt að hjá dúfnfuglum (ættinni Columbidae) eru fá ef nokkur einkenni í líkamsbyggingu öllum tegundum sameiginleg, en allir núlifandi fulltrúar ættarinnar sjúga drykkjarvatn, þar sem aðrir fuglar, þeir sem ekki fá allt nauðsynlegt vatn í fæðu, taka gúlsopa upp í sig og renna niður með því að lyfta höfðinu.

Lorenz skilgreindi eðlishvöt sem flókið atferli, sem kemur fram hjá dýrum af ákveðinni tegund eða tegundum, óháð námi, við ákveðnar aðstæður eða á ákveðnu þroskastigi, hjá öðru kyni eða báðum.

Lorenz var afkastamikill rithöfundur. Auk fagritgerða samdi hann allmargar bækur sem höfða jafnt til fræðimanna sem almennings, þar sem hann leggur út af ýmsu í fari dýra og styðst verulega við eigin rannsóknir. Hér skulu nokkur hin helstu nefnd:
  • Er redete mit dem Vieh, den Vögeln und den Fischen (1949). Árið 1953 kom bókin út í íslenskri þýðingu Símons Jóh. Ágústssonar, „Talað við dýrin,“ og mun vera eina meginrit Lorenz sem íslenskað hefur verið. Þar er fjallað á auðskilinn hátt um aðferðir höfundar til að ná sambandi við ýmis dýr.
  • So kam der Mensch auf den Hund (1950). Heiti bókarinnar mætti nánast útleggja „Hvernig maðurinn sat uppi með hundinn.“ Þar er einkum greint frá margþættri reynslu Lorenz af hundum, þótt önnur dýr komi líka við sögu.
  • Das sogenannte Böse. Zur Naturgeschichte der Agression (1963). Bókin, sem mætti á íslensku kallast „Hin svonefnda illska. Um náttúrlegar rætur árásarhneigðar,“ er trúlega umdeildasta rit Lorenz. Árásarhneigð, Agression (eða, stöfuð upp á ensku, Aggression), á hér aðeins við um eðlishvöt innan tegundar, og Lorenz fer létt með að sýna fram á að dýr styrkja stöðu sína innan hóps með því að ráðast á önnur dýr. Það er til dæmis glögglega þáttur í hinni darwinsku lífsbaráttu, þar sem hinir hæfustu verða ofan á, þegar karldýr berjast um kvendýr á fengitíma. Átökin eru oft táknræn („rítúalíseruð“), enda er fátítt meðal dýra að sá sem verður undir bíði bana eða líði verulegt heilsutjón. − Þegar kemur að mannskepnunni gerir Lorenz ráð fyrir að árásarhvöt – oft táknræn − hafi þróast í frumstæðu samfélagi, þar sem forverar okkar gerðu upp um ágreiningsmál með vöðvaafli. Vandinn er, að mati Lorenz, að tækniframfarir í menningarsamfélögum nútímans hafa svipt flestum hömlum af þessari upphaflegu árásarhvöt. Fyrir utan að „höggva mann og annan“ getur nútímamaðurinn þurrkað út fjölmenn byggðarlög með því einu að ýta á takka.
  • Die Rückseite des Spiegels. Versuch einer Naturgeschichte menschlichen Erkennens (1973). Þessi bók, „Bakhlið spegilsins,“ er um uppruna mannlegrar þekkingar og er unnin upp úr skrifum Lorenz í stríðsfangabúðum Rússa, eins og hér hefur verið nefnt. Sjálfur hefur Lorenz talið þetta vera merkasta verk sitt.
  • Í ritinu Die acht Todsünden der zivilisierten Menschheit (1973), „Átta dauðasyndir hins siðmenntaða mannkyns,“ varar Lorenz við hættunum af því að oftrú á markaðshagfræði sé að leggja vistkerfin, sem við erum hluti af, í rúst: „Sívaxandi skilningur á náttúrlegu umhverfi okkar og framfarir í verkfræði, efnafræði og læknisfræði ætti að draga úr þjáningum manna, en virðist í þess stað stefna mannkyni í glötun.“
Fáir fræðimenn setja sig í grundvallaratriðum á móti túlkun Lorenz á hátterni dýra; það væru þá helst sálfræðingar af skóla atferlissinna, „behavíoristarnir“ í Ameríku, sem telja vænlegast til árangurs að halda sig við tengslin milli áreitis og andsvars en flækja sig sem minnst í túlkun á þeim rásum innan líkamans sem tengja þetta tvennt.

Nikolaas Tinbergen, til vinstri, og Konrad Lorenz bættu hvorn annan ágætlega upp þegar kom að rannsóknum.

En þegar kemur að því að yfirfæra hegðun dýra á nútímasamfélag manna, þykir mörgum Lorenz staðhæfa meira en hann getur staðið við. Þetta birtist gleggst í gagnrýni á rit hans um árásarhneigðina, þar sem höfundur dvelur stutt við hátterni nokkurra aldinna frænkna sinna í Vínarborg, en byggir ályktanir um ástæður hnignunar mannlegs samfélags annars á athugunum á atferli ýmissa dýra.

Í lokin má til gamans að nefna dæmi um hið gagnstæða, þar sem Lorenz er sagður bera af dýrum „mannlegar ódyggðir.“ Hann er sagður þræta fyrir nokkra samkynhneigð í fari gæsa, sem dýrafræðingur, er safnað hefur miklum gögnum um fjölbreytnina í fjölbreytnina í kynhegðun dýra, tilgreinir ýmis dæmi um.1

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


1 Bruce Bagemihl 1999. Biological Exuberance. Animal Homosexuality and Natural Diversity. Profile Books, London.

Höfundur

líffræðingur, fyrrv. rektor Menntaskólans við Hamrahlíð

Útgáfudagur

15.6.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Örnólfur Thorlacius (1931-2017). „Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2011, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59955.

Örnólfur Thorlacius (1931-2017). (2011, 15. júní). Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59955

Örnólfur Thorlacius (1931-2017). „Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2011. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59955>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?
Um Konrad Lorenz er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Árið 1973 deildi Lorenz Nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði með tveimur kollegum, landa sínum Karl von Frisch (1886-1982) og Hollendingnum Nikolaas Tinbergen (1907-1988), fyrir rannsóknir á atferli dýra. Raunar höfðu þeir Tinbergen áður unnið saman að rannsóknum á fuglum. Þeir bættu hvor annan ágætlega upp: Tinbergen var meistari í að athuga og skrásetja hátterni villtra fugla í náttúrlegu umhverfi, en Lorenz kannaði með hugvitsamlegum tilraunum atferli þeirra og annarra dýra við skilgreindar aðstæður og greindi á milli áunnins hátternis, sem einstaklingur nær því aðeins tökum á að það sé fyrir honum haft, og atferlis sem er hluti af arfgerð dýrsins og birtist þegar rétt skilyrði eru til staðar.

Nóbelsverðlaunahafarnir árið 1973, frá vinstri: Karl von Frisch, Konrad Lorenz og Nikolaas Tinbergen.

Lorenz taldi að atferli, sem væri tegund eða öðru safni dýra eðlilegt – andstætt áunnu hátterni, sem þyrfti að kenna dýrunum eða hafa fyrir þeim á annan hátt − væri, rétt eins og líkamleg einkenni, fram komið við náttúruval, það lyti því sömu erfðalögmálum, og hægt væri að styðjast við atferlið við flokkun lífvera.

Sem dæmi um þetta hefur verið nefnt að hjá dúfnfuglum (ættinni Columbidae) eru fá ef nokkur einkenni í líkamsbyggingu öllum tegundum sameiginleg, en allir núlifandi fulltrúar ættarinnar sjúga drykkjarvatn, þar sem aðrir fuglar, þeir sem ekki fá allt nauðsynlegt vatn í fæðu, taka gúlsopa upp í sig og renna niður með því að lyfta höfðinu.

Lorenz skilgreindi eðlishvöt sem flókið atferli, sem kemur fram hjá dýrum af ákveðinni tegund eða tegundum, óháð námi, við ákveðnar aðstæður eða á ákveðnu þroskastigi, hjá öðru kyni eða báðum.

Lorenz var afkastamikill rithöfundur. Auk fagritgerða samdi hann allmargar bækur sem höfða jafnt til fræðimanna sem almennings, þar sem hann leggur út af ýmsu í fari dýra og styðst verulega við eigin rannsóknir. Hér skulu nokkur hin helstu nefnd:
  • Er redete mit dem Vieh, den Vögeln und den Fischen (1949). Árið 1953 kom bókin út í íslenskri þýðingu Símons Jóh. Ágústssonar, „Talað við dýrin,“ og mun vera eina meginrit Lorenz sem íslenskað hefur verið. Þar er fjallað á auðskilinn hátt um aðferðir höfundar til að ná sambandi við ýmis dýr.
  • So kam der Mensch auf den Hund (1950). Heiti bókarinnar mætti nánast útleggja „Hvernig maðurinn sat uppi með hundinn.“ Þar er einkum greint frá margþættri reynslu Lorenz af hundum, þótt önnur dýr komi líka við sögu.
  • Das sogenannte Böse. Zur Naturgeschichte der Agression (1963). Bókin, sem mætti á íslensku kallast „Hin svonefnda illska. Um náttúrlegar rætur árásarhneigðar,“ er trúlega umdeildasta rit Lorenz. Árásarhneigð, Agression (eða, stöfuð upp á ensku, Aggression), á hér aðeins við um eðlishvöt innan tegundar, og Lorenz fer létt með að sýna fram á að dýr styrkja stöðu sína innan hóps með því að ráðast á önnur dýr. Það er til dæmis glögglega þáttur í hinni darwinsku lífsbaráttu, þar sem hinir hæfustu verða ofan á, þegar karldýr berjast um kvendýr á fengitíma. Átökin eru oft táknræn („rítúalíseruð“), enda er fátítt meðal dýra að sá sem verður undir bíði bana eða líði verulegt heilsutjón. − Þegar kemur að mannskepnunni gerir Lorenz ráð fyrir að árásarhvöt – oft táknræn − hafi þróast í frumstæðu samfélagi, þar sem forverar okkar gerðu upp um ágreiningsmál með vöðvaafli. Vandinn er, að mati Lorenz, að tækniframfarir í menningarsamfélögum nútímans hafa svipt flestum hömlum af þessari upphaflegu árásarhvöt. Fyrir utan að „höggva mann og annan“ getur nútímamaðurinn þurrkað út fjölmenn byggðarlög með því einu að ýta á takka.
  • Die Rückseite des Spiegels. Versuch einer Naturgeschichte menschlichen Erkennens (1973). Þessi bók, „Bakhlið spegilsins,“ er um uppruna mannlegrar þekkingar og er unnin upp úr skrifum Lorenz í stríðsfangabúðum Rússa, eins og hér hefur verið nefnt. Sjálfur hefur Lorenz talið þetta vera merkasta verk sitt.
  • Í ritinu Die acht Todsünden der zivilisierten Menschheit (1973), „Átta dauðasyndir hins siðmenntaða mannkyns,“ varar Lorenz við hættunum af því að oftrú á markaðshagfræði sé að leggja vistkerfin, sem við erum hluti af, í rúst: „Sívaxandi skilningur á náttúrlegu umhverfi okkar og framfarir í verkfræði, efnafræði og læknisfræði ætti að draga úr þjáningum manna, en virðist í þess stað stefna mannkyni í glötun.“
Fáir fræðimenn setja sig í grundvallaratriðum á móti túlkun Lorenz á hátterni dýra; það væru þá helst sálfræðingar af skóla atferlissinna, „behavíoristarnir“ í Ameríku, sem telja vænlegast til árangurs að halda sig við tengslin milli áreitis og andsvars en flækja sig sem minnst í túlkun á þeim rásum innan líkamans sem tengja þetta tvennt.

Nikolaas Tinbergen, til vinstri, og Konrad Lorenz bættu hvorn annan ágætlega upp þegar kom að rannsóknum.

En þegar kemur að því að yfirfæra hegðun dýra á nútímasamfélag manna, þykir mörgum Lorenz staðhæfa meira en hann getur staðið við. Þetta birtist gleggst í gagnrýni á rit hans um árásarhneigðina, þar sem höfundur dvelur stutt við hátterni nokkurra aldinna frænkna sinna í Vínarborg, en byggir ályktanir um ástæður hnignunar mannlegs samfélags annars á athugunum á atferli ýmissa dýra.

Í lokin má til gamans að nefna dæmi um hið gagnstæða, þar sem Lorenz er sagður bera af dýrum „mannlegar ódyggðir.“ Hann er sagður þræta fyrir nokkra samkynhneigð í fari gæsa, sem dýrafræðingur, er safnað hefur miklum gögnum um fjölbreytnina í fjölbreytnina í kynhegðun dýra, tilgreinir ýmis dæmi um.1

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


1 Bruce Bagemihl 1999. Biological Exuberance. Animal Homosexuality and Natural Diversity. Profile Books, London....