Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3192 svör fundust
Sagt er að Guð hafi skapað Adam og Evu og líka sagt að mannkynið hafi þróast hægt af öðrum dýrum. Hvort er rétt?
Þessari spurningu er erfitt að svara svo að öllum líki. Fyrir því eru margar ástæður. Málið er viðkvæmt af því að mörgum finnst það snerta grundvallaratriði í lífsskoðunum sínum. Það getur bæði átt við þá sem eru trúaðir sem kallað er og líka hina sem telja sig ekki trúaða. Eins getur svarið líka oltið að nokkru l...
Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...
Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?
Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbei...
Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?
Upprunalega spurningin var: Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti? Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum e...
Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?
Svarið við þessari spurningu er einfalt ef miðað er við orðanna hljóðan: Það eru næstum 100% líkur á því að Snæfellsjökull gjósi. Megineldstöðin Snæfellsjökull ber öll merki þess að vera virk. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum og er ein af um það bil 30 virkum megineldstöðvum á Íslandi. ...
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?
Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...
Er rangt að segja „við förum erlendis“?
Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...
Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?
Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...
Hvað merkir orðatiltækið 'að beygja af'? Er svarið 'að gráta' eða 'beygja af leið'?
Orðasambandið beygja af getur bæði merkt 'fara að gráta' og 'víkja af leið, víkja af tekinni stefnu'. Í síðara tilvikinu eru undanskilin orðin leið, vegur eða eitthvert annað orð í svipaðri merkingu. Fyrri merkingin gæti tengst því að sögnin beygja af er sums staðar á landinu notuð um að slá fram og beygja skafla ...
Hvað getið þið sagt mér um höfrunga?
Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti). Hinar fjórar eru vatnahöfrungar (Platanistidae), nefjungar (Ziphiidae), hvíthveli (Monodontidae) og búrhveli (Physeteridae). Höfrungar eru fjölskipaðasta ættin, í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Flestir höfrungar er...
Hvað gerist ef Katla gýs? Getur það valdið skaða á einhvern hátt?
Tjón og umhverfisbreytingar af völdum gosa í Kötlukerfinu hafa orðið vegna gjóskufalls, jökulhlaupa, hraunrennslis, eldinga og jarðskjálfta. Hér verður að gera greinarmun á Kötlugosum undir jökli og Eldgjárgosinu sem náði til sprungureinarinnar utan jökuls. Gjóskufall og jökulhlaup eru algengustu skaðvaldarnir en ...
Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi?
Spurningin í heild var sem hér segir: Í vísindaskáldskap er stundum skapað gerfiaðdráttarafl í geimskipum með því að nota miðflóttafl. Með því að láta hjól snúast um öxul og labba svo innan á veggjum þess. Glæsileg hugmynd, en einu sinni þegar ég var að ræða þetta, þá kom upp einföld spurning sem frysti umræðuna:...
Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?
Orðasambandið um úlfaldann og nálaraugað á rætur að rekja til Nýja testamentisins. Í samstofna guðsjöllunum Matteusarguðspjalli (19.24), Markúsarguðspjalli (10.25) og Lúkasarguðspjalli (18.25) stendur í biblíuútgáfunni frá 1981:Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn...
'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn?
Þegar við segjum að eitthvað þjóti, fari eða fjúki út í buskann merkir það að það fari út í bláinn, eða eitthvað í burtu á óvissan stað. Karlkynsorðið buski merkir 'skógur' eða 'runni', samanber danska orðið ‘busk’ og enska orðið ‘bush’. Elsta dæmið um orðið í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá miðri 16. öl...
Hvað er réttarregla?
Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...