Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1535 svör fundust
Hvað þýðir orðið Beneventum og hvaðan er það komið?
Orðið Beneventum er latneskt heiti bæjar sem í dag kallast Benevento. Hann er í Kampaníu á Suður-Ítalíu þar sem árnar Calore og Sabbato mætast. Í Benevento er sigurbogi Trajanusar frá árinu 114 e.Kr. sem sjá má á myndinni hér til hliðar og einnig vel varðveitt rómverskt leikhús. Bærinn hét áður Maleventum en Ró...
Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi?
Tíðni sykursýki er mjög lág á Íslandi einkum hjá íslenskum konum. Þekktir erfðaþættir skýra ekki þennan mun því þeir eru svipaðir og annars staðar. Hár þyngdarstuðull er áhættuþáttur sykursýki en fólk á Íslandi hefur hærri þyngdarstuðul en flestir Evrópubúar. Ólíklegt er að hreyfing sé meiri hér en annars staðar í...
Af hverju eru kindur settar á afrétt?
Helsta ástæðan fyrir því að bændur reka sauðfé á afrétt á hverju sumri og sækja það að hausti snýr að nýtingu lands og beitarstjórnun. Tún bænda gætu aldrei borið beit sauðfjár heilt sumar þar sem lífmassaaukningin er geysileg hjá þeim hundruð þúsunda lamba sem fæðast á hverju vori og taka út mikinn vöxt yfir ...
Er einhver þjóðtrú tengd spóanum?
Í íslenskri þjóðtrú má víða rekast á spóann, nær eingöngu þó sem veðurvita. Er hann gjarnan talinn allra fugla vitrastur og því gott að treysta orðum hans. Þegar spóinn hringvellir boðar hann að allar vetrarhörkur séu á enda, er mál hinna gömlu og vitru. Eða eins og kemur fram í vísunni um hann og tvo aðra spá...
Af hverju bjóðum við ekki 'góðan morgun' líkt og gert er í öðrum germönskum málum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju bjóðum við Íslendingar ekki hvor öðrum góðan morgun líkt og gert er í öllum öðrum germönskum málum? Oft eru engin svör til við því af hverju eitthvað verður að vana og annað ekki. Það er vissulega rétt að grannar okkar bjóða góðan morgunn fram til klukkan tólf eða e...
Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla (stæða af borðum t.d. 1"x 6")? Heyrði þetta fyrst í byggingavinnu um 1962. Hvergi hef ég fundið orðið tíri eða týri í þeirri merkingu sem um var spurt. Ég hef spurt nokkra sem unnu í byggingarvinnu á sjöunda áratug síðustu...
Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?
Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot. Undir venjuleg...
Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Hverjar eru líkurnar á að 52 spil raðist þannig eftir stokkun að þau koma í „réttri röð“, til dæmis kóngur og eftirspil í sömu sort, síðan kóngur og eftirspil í sömu sort og svo framvegis? Í þessu svari gerum við ráð fyrir að stokkunin sé framkvæmd þannig að nákvæmlega ...
Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?
Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta. Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um s...
Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu? Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að l...
Er vaxandi ferðaþjónusta á Íslandi góð eða slæm fyrir landið?
Til að svara spurningunni er fyrst rétt að átta sig á hvað liggur að baki þegar rætt er um vöxt í ferðaþjónustu. Því sem oftast er haldið á lofti í umræðunni er fjöldi erlendra gesta. Þær tölur sem heyrast reglulega í fjölmiðlum byggja á talningu meðal brottfararfarþega í Leifsstöð, en þegar fólk sýnir vegabréfið ...
Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?
Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, s...
Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?
Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf ...
Hver var Kópernikus?
Nikulás Kópernikus var pólskur stjörnufræðingur. Hann fæddist árið 1473 og dó 1543 Hann var mikill fræðimaður, læknir og kanúki. Hann er þekktastur fyrir að hafa afneitað jarðmiðjukenningu Ptólemaíosar, sem þá var viðurkennd af kirkjunni. Kópernikus og eftirmenn hans sýndu fram á að maðurinn býr ekki í miðju alhe...
Eru salamöndrur eðlur?
Salamöndrur eru ekki eðlur heldur hópur innan ættar froskdýra. Salamöndrur eru hryggdýr eins og fuglar og spendýr, en hryggdýrum er skipt upp í fimm flokka: fiska, spendýr, fugla, skriðdýr og að lokum froskdýr. Eðlur tilheyra flokki skriðdýra ásamt skjaldbökum og slöngum. Froskdýrum er skipt upp í þrjá flokka, ...