Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4943 svör fundust
Getur þú sagt mér eitthvað um kómódódreka?
Kómódódrekinn eða eyjafrýna (Varanus komodoensis, e. Komodo dragon) er kenndur við eyjuna Kómódó undan ströndum Súmötru í Indónesíu, en þar og á nokkrum nágrannaeyjum meðal annars Rinca, Padar, Flores, Gili Motang og Owadi Sami, á hann heimkynni sín. Drekinn gengur undir mörgum heitum meðal eyjaskeggja til að myn...
Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?
Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...
Hvað felst í drengskaparheiti, hefur það til dæmis eitthvert gildi í ráðningarsamningi?
Hugtakið drengskaparheit er notað í lögfræði og merkir loforð gefið að viðlögðum drengskap. Drengskapur hefur sömu merkingu í lögfræði og í almennri málnotkun, það er veglyndi, göfuglyndi eða heiður. Ef einhver heitir einhverju við drengskap sinn þá heitir sá hinn sami því að drengskapur hans sé í hættu ef hann ef...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Sveinbjörnsdóttir rannsakað?
Sigrún Sveinbjörnsdóttir er prófessor emerita við Háskólann á Akureyri, sérsvið hennar er þroski barna og unglinga með sérstaka áherslu á próffræði og unglingsskeiðið. Sigrún hefur einkum stundað þvermenningarlegar (e. cross-cultural) samanburðarrannsóknir á unglingum með áherslu á að greina og kortleggja hegðu...
Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?
Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...
Er hægt að tala um frjálsan vilja?
Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa. Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum...
Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar maður er að skoða staðsetningu jarðskjálfta á vef Veðurstofunnar þá eru þeir staðsettir með tölum í lengdar- og breiddargráðum. Nú langar mig að vita hvað ein lengdargráða er löng í metrum á breiddargráðu, t.d. 63,88° þannig að maður geti áttað sig á hve mikil fjarlægð er á ...
Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi?
Heimildum ber ekki saman um það hvaða fugl nær mestum hraða í láréttu flugi. Ein heimild staðhæfir að nokkrar tegundir gæsa nái mestum hraða og önnur heimild telur að kalkúnninn nái þeim mesta. Mælingar hafa sýnt að kalkúnn nær allt að 90 km hraða á klukkustund á stuttu flugi en önnur heimild staðhæfir það að æðar...
Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?
Merking fyrri liðar í götuheitinu Ánaland er ekki fullkomlega ljós. Fleiri örnefni eru til á landinu með þessum forlið eins og Ánastaðir, Ánabrekka, Ánavatn (tvö) og götuheitið Ánanaust. Ánanaust var upphaflega hjáleiga frá bænum Hlíðarhúsum en götuheitið ákveðið 1948 en þá hafði hjáleigan verið rifin. Mannsnaf...
Hvers konar skrum fara lýðskrumarar með?
Orðið lýður merkir ‘þjóð, fólk, almenningur’ og skrum merkir ‘ýkjufrásögn, raup’. Lýðskrum er þá skjall eða skrum sem einhver flytur í því formi sem hann telur að nái best eyrum fólksins. Orðið lýðskrumari er til í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 20. öld. Það er oft notað um stjórnmálamann sem tekur a...
Hvað merkir bæjarheitið Gröf?
Gröf sem bæjarnafn merkir líklega hið sama og orðið gröf ‚grafin hola, gryfja‘. Eina dæmið í Landnámabók er Gröf í Þverárhlíð. Það er nú eyðibýli og hafði verið lengi á dögum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Jarðabók IV:287; Ísl. fornrit I:86). Nokkur ruglingur er á nafnmyndunum Gröf og Gróf sem er þó dálíti...
Hvað hétu lærisveinar Jesú?
Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpa...
Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?
Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 teg...
Getið þið sagt mér allt um krókódíla?
Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...
Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?
Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...