Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu. Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf?

Vísindamenn hafa lengi talið að þau viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist varnarviðbrögðum líkamans og séu ætluð til þess að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar/fyrirbæris. Eins og allir sem upplifað hafa kitl vita felast þessi viðbrögð í því að reyna að forðast það sem kitlar o...

category-iconJarðvísindi

Er heitur reitur undir Íslandi?

Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?

Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur íslenska landnámshænan sérstakt fræðiheiti?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem nytjahænur hafa latínuheitið Gallus Domesticus, hefur þá „gamla“ íslenska hænan eitthvert annað nafn, til dæmis Gallus Domesticus Islandicus? Nytjahænsni nútímans eru komin af svonefndum bankívahænsnum (Gallus gallus) en það er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verka brúnkukrem?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um brúnkukrem enda hefur notkun slíkra krema aukist verulega síðustu misserin. Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Eru brúnkukrem (sólbrúnka án sólar) á einhvern hátt skaðleg húðinni?Hvernig verkar brúnkukrem? Er það bara litarefni sem klessist á húðina eða örv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju?

Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fór Gauss að því leggja saman tölurnar 1 til 100 þegar stærðfræðikennarinn ætlaði að láta hann sitja eftir í skólanum?

Johann Carl Friedrich Gauss (1777 - 1855) er jafnan talinn í hópi allra mestu stærðfræðinga sem uppi hafa verið. Oft er sögð sú saga að sem barn að aldri hafi Gauss fengið það verkefni í reikningstíma að leggja saman tölurnar frá 1 til 100 og hann hafi leyst það á augabragði og skrifað rétt svar niður strax. Fyrs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka?

Mjólkursnákur (Lampropeltis triangulum, e. milk snake) er tegund innan ættkvíslar svokallaðra kóngasnáka (Lampropeltis>), en innan hennar eru þekktar tegundir á borð við skartsnák (Lampropeltis doliata), kóngasnákar (Lampropeltis Getulus) og beltasnákur (Lampropeltis zonata). Mjólkursnákar eru greindir niður í...

category-iconLæknisfræði

Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?

Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni. Eðlileg kyngin...

category-iconHeimspeki

Hvað er til af efni um og eftir heimspekinginn Senecu sem var kennari og ráðgjafi Nerós Rómakeisara?

Rómverski heimspekingurinn Lucius Annaeus Seneca, stundum nefndur Seneca yngri til aðgreiningar frá föður sínum Senecu eldri, fæddist árið 4 f.Kr. í Corduba á Spáni. Hann var af auðugum ættum, gekk í skóla í Róm og hlaut menntun í mælskufræði, heimspeki og lögfræði. Hann hóf feril í stjórnmálum, kleif metorðastiga...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?

Heimildir eru ekki alveg á einu máli um það hvaða staður í heiminum getur státað af mestri úrkomu en nokkrir staðir koma sterklega til greina. Bærinn Cherrapunji í héraðinu Meghalaya í Norðaustur-Indlandi er gjarnan nefndur þegar tilgreina á mesta úrkomusvæði jarðar. Skammt frá er annar bær, Mawsynram, sem einn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að breyta loftþrýstingseiningunni hPa yfir í cm vatns?

Þrýstingur (e. pressure) er skilgreindur sem kraftur á flatareiningu, það er newton á fermetra, og er hann táknaður með bókstafnum p. Auðvelt er að reikna þrýsting á ákveðnu dýpi h í vökva eða gasi með tiltekinn eðlismassa ρ (ρ er gríski bókstafurinn "hró" eða "ró" og SI-einingin fyrir eðlismassa er kg/m...

category-iconEfnafræði

Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?

Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...

Fleiri niðurstöður