Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6579 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kollagen og í hvað er það mest notað?

Allmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um kollagen. Hér er mörgum þeirra svarað, þeirra á meðal: Er það sannað að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur fæðubótarefna vilja meina? (Yrsa Rún) Hvað er kollagen? (Ólafur Tumi) Getið þið sagt mér hvað kollagen gerir? (Bragi) Getur það gert gagn að in...

category-iconHagfræði

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...

category-iconJarðvísindi

Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?

Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaðan kemur sú hefð að stjórnmálaflokkar noti listabókstafi? Hafa listabókstafir alltaf verið notaðir í íslenskum kosningum? Listabókstafir komu fyrst inn í kosningalög árið 1903 og náðu þá til bæjarstjórnarkosninga í kaupstöðum. Í kosningum til Alþingis komu lista...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stofnstærð villiminks á Íslandi? Á hann sér einhverja náttúrulega óvini?

Stofnstærð villts minks á Íslandi Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt. Enn hefur engin tilraun verið gerð til að mæla hana þannig að einu vísbendingar um stofnstærðina eru veiðitölur frá veiðistjóraembættinu. Lítið er þó hægt að fullyrða um stofnstærðina út frá þeim en þær geta gefið vísbendingar um breytin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hve oft endurnýjast frumur?

Hvernig? Frumur eru í stöðugri endurnýjun meðan þær lifa. Þetta þýðir það að stórsameindir frumunnar, til dæmis prótín (prótein), eru í sífellu að brotna niður og önnur samskonar prótín að myndast eftir þörfum. Líftími prótína í frumum er mjög mislangur, allt frá einni eða örfáum mínútum fyrir ensím sem hvata h...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er sameind?

Með öflugustu smásjám sem til eru í dag, sem hafa meira en milljónfalda stækkun, má sjá að ýmis efni eru búin til úr litlum óreglulegum ögnum sem eru kallaðar sameindir (einnig stundum nefndar "mólikúl" eftir alþjóðlega heitinu, samanber "molecule" á ensku). Við nánari athugun má sjá að þessar "óreglulegu" sameind...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta dýr Íslands?

Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við spendýr. Á Íslandi var aðeins eitt landspendýr þegar menn námu hér land fyrir rúmum 1100 árum. Það var tófan (Alopex lagopus). Talið er að strax á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar hafi tvær tegundir nagdýra borist hingað með mönnum frá Noregi og/eða skosku eyjunum. Þetta voru haga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í ...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru E-efni sem notuð eru í matvæli og hvers vegna heita þau þessu nafni?

E-efni, öðru nafni aukefni, eru fjölbreytilegur hópur efna sem eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á ýmsa eiginleika þeirra, svo sem lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol og fleira. Mörg aukefni auka því gæði og stöðugleika vörunnar og minnka líkur á að matvæli skemmist. Aukefni eru rannsökuð með...

category-iconNæringarfræði

Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?

Ef næringarástand móður er gott má yfirleitt segja að mataræði hennar hafi ekki mikil áhrif á samsetningu eða gæði móðurmjólkur. Það er aðeins þegar móðirin hefur búið við langvarandi skort á næringarefnum sem slíkt getur farið að koma niður á næringarefnum í mjólkinni. Í fyrstu gengur móðirin bara á eigin birgðir...

category-iconVeðurfræði

Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?

Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð. Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?

Augnlokin gegna ákaflega mikilvægu hlutverki og má segja að hér eigi við hið fornkveðna: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þau verja augun fyrir umhverfi sínu, svo sem aðskotahlutum, ryki og ljósi, og halda auganu röku með því að dreifa táravökva yfir það með reglulegu millibili. Tárin verja a...

category-iconStærðfræði

Hver eru rökin fyrir því að x í núllta veldi sé alltaf 1, sama hvað x stendur fyrir?

Reglurnar um veldisvísa í algebru eru byggðar upp skref fyrir skref með því að byrja til dæmis á því að skilgreina $x$ í öðru veldi: $x^2=x\cdot x$ (Lesið: $x$ í öðru veldi er sama sem $x$ sinnum $x$ eða $x$ margfaldað með sjálfu sér)Fyrir heilar plústölur $n$ skilgreinum við síðan $x^n=x\cdot...\cdot x$...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju heitir föstudagurinn langi þessu nafni?

Þetta er eitt af því sem er ekki vitað með vissu. Eðlilegasta skýringin er sú að dagurinn hefur vissulega verið býsna langur í lífi Krists samkvæmt píslarsögunni og endaði með langri pínu á krossinum. Önnur skýring er að kaþólskum mönnum fyrr á öldum hefur þótt dagurinn langur. Þeir höfðu þá fastað í margar vikur ...

Fleiri niðurstöður