Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 625 svör fundust
Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?
Fjölmargar ormategundir lifa í meltingarfærum fólks erlendis en tiltölulega fáar þeirra hafa fundist hér á landi. Hér á eftir verður einungis fjallað um ormategundir sem lifa, eða lifðu fyrr á árum, í meltingarfærum Íslendinga en ekki fjallað um ormategundir sem ferðalangar hafa borið til landsins erlendis frá og...
Hvað er Stóridómur?
Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...
Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?
Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt f...
Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?
Í lögreglulögum nr. 90/1996 er kveðið á um hlutverk lögreglu sem og störf og skyldur lögreglumanna. Af lögunum má leiða að hlutverk lögreglu er margþætt en meginhlutverk hennar er skilgreint í 1. gr. laganna. Þar kemur meðal annars fram að lögregla skuli gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast vi...
Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?
Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...
Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?
Söguleg skáldsaga sem nemendur skilja og jafnvel skemmta sér yfir er áreiðanlega gott kennsluefni í grunnskóla. Söguleg skáldsaga sem nemendur ná ekki taki á og verður þeim ekki gefandi umhugsunarefni, er óheppilegt kennsluefni. Að þessu leyti eru sögulegar skáldsögur eins og aðrar bókmenntir sem nemendum eru feng...
Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...
Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?
Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...
Hvaða rannsóknir hefur Helga Kress stundað?
Helga Kress er prófessor emeritus í bókmenntafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar er íslensk bókmenntasaga og íslensk bókmenntahefð að fornu og nýju frá kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni. Hún er brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi og einn af okkar mikilvirkustu...
Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af? Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendi...
Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?
Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...
Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld?
Spurningin í heild sinni hljóðar svo:Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld? Hvers vegna þurfti Grettir að „sækja eld“ úr Drangey; og höfðu brennumenn eld með sér til að kveikja í Bergþórshvoli? Að hafa vald á eldinum er eitt af því sem aðgreinir manninn frá öðrum dýrum. Að geta kveikt eld og stjórnað honum e...
Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?
Talið er að heimiliskötturinn hafi komið til Evrópu einhvern tíma á járnöld en utan Evrópu á hann sér mun lengri sögu. Hlutverk kattarins í samfélagi við manninn hefur allt frá fyrstu tíð verið að verja uppskeru og híbýli fyrir nagdýrum auk þess sem kattarskinn voru lengi talin verðmæt. Það er einnig ævagömul trú ...
Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?
Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...
Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?
Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....