Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 838 svör fundust
Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?
Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón. Þessi hormón eru mynduð í eggjastokk...
Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi?
Hiti fer í að minnsta kosti 20 stig á hverju sumri á Íslandi. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu snemma sumars eða vors það gerist. Upplýsingar um hámarkshita hvers dags á landinu eru aðgengilegar aftur til og með 1949 og því lítum við fyrst á meðaltöl þess tímabils og einungis á mannaðar veðurstöðvar. Hiti...
Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?
Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það...
Hvað er réttarvenja í lögfræði?
Réttarvenja, eða venjuréttur, er ein réttarheimilda lögfræðinnar. Réttarheimildir eru skilgreindar sem þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún notuð almennt eða í ákveðnu tilf...
Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?
Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Félagvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2010. Rannsóknir hennar tengjast viðhorfum almennings á einn eða annan hátt með megináherslu á aðferðafræði spurningalistakannana, bæði á orðalag spurninga og uppbyggingu spurningalista og á gagnaöflunaraðferðir. ...
Af hverju segjum við að klukkan sé fjögur en ekki klukkan er fjórar?
Þegar við tilgreinum tímasetningu notum við töluorð í hvorugkyni – segjum klukkan er eitt / tvö / þrjú / fjögur. Við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum yfirleitt ekki eftir því að þetta sé neitt skrítið en það veldur oft heilabrotum hjá þeim sem eru að læra íslensku sem annað mál. Lýsingarorð og beygjanleg töl...
Hvaðan kemur orðið hinsegin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið hinsegin? Getur verið að það hafi upprunalega verið hins veginn? Orðið hinsegin er gamalt í málinu og talið vera einhvers konar sambræðingur úr hins vegar og (á) hinn veginn. Í Flateyjarbók frá lokum 14. aldar segir (með nútímastafsetningu): „Konungur leit t...
Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað voru löndin mörg sem tilheyrðu Sovétríkjunum og hver voru þau? Svarið við þessari spurningu er ekki alveg jafn klippt og skorið og í fyrstu kann að virðast. Evrópa er nokkuð vel afmörkuð á þrjá vegu í norður, suður og vestur enda liggur álfan þar að mestu að hafi. Mörk Así...
Hvernig fóru heiðin jól fram?
Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri ...
Eru úlfar í útrýmingarhættu?
Ef litið er heildrænt á úlfinn (Canis lupus) þá hefur heimsstofn hans verið nokkuð stöðugur síðastliðna tvo áratugi eða svo. Hins vegar greinist úlfurinn í 37 deilitegundir, eða 35 ef við undanskiljum hinn hefðbundna hund (Canis lupus familiaris) og dingóhunda (Canis lupus dingo). Af þessum 35 deilitegundum er...
Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?
Ómögulegt er að svara þessari spurningu með annað hvort jái eða nei-i. Slæðan sem sumar múslímakonur bera getur táknað ýmislegt. Með henni geta konur til að mynda verið að tjá menningu sína og sögu, afstöðu til trúarbragða og annarra skoðana. Slæðan getur einnig verið birtingarmynd kúgunar feðraveldis og stjórnval...
Af hverju hernámu Bretar Ísland?
Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...
Eru einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa verið einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði? Er svo er, hvaða þorp eru það og hver er saga þeirra? Svarið við fyrri spurningunni er já, vissulega hafa þorp lagst í eyði. Erfitt er að segja nákvæmlega hve mörg og hvenær vegna þess að ál...
Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?
Margar dýrategundir standa mjög höllum fæti og geta í fyrirsjáanlegri framtíð horfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti úr villtri náttúru. Það er hins vegar afar erfitt að ætla að tilgreina hvaða dýr er í mestri hættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Á Vísindavefnum er þegar að finn...