Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7654 svör fundust
Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?
Tatarar, einnig kallaðir tartarar, eru hópur fólks sem talar tungumál af tyrkneska málastofninum, en til þessa stofns má telja um 30 tungumál. Á síðari hluta 20. aldar voru tatarar yfir 10 milljónir. Þeir búa flestir í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu, Kína, Rúmeníu o...
Af hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju segist maður labba upp stigann inni hjá sér en upp tröppurnar þegar þær eru utandyra?Lítill merkingarmunur er á orðunum stigi og trappa. Í Íslenskri orðabók Eddu er orðið stigi til dæmis skýrt þannig: "(gang)rið, trappa til að ganga (klifra) upp (niður)" (2002:1470)....
Hvað í ósköpunum eru 'prettir' þegar talað er um svik og pretti?
Orðið prettur merkir ‘bragð, svikabrella’ og þekkist þegar í elsta íslensku máli. Sögnin að pretta er einnig gömul í málinu í merkingunni ‘svíkja, leika á einhvern’.Sá sem er prettinn eða prettóttur er ‘bragðvís, brellinn’. Prettari virðist ekki mikið notað en þá um þann sem hefur gaman að því að leika á aðra, sví...
Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur?
Stöðug þróun á sér stað í tannfyllingarefnum almennt, sérlega þeim sem höfða til útlits, það er plastefna og postulíns. Postulínsfyllingar (krónur og innlegg) hafa verið notaðar lengi og tekið miklum framförum, sérlega hvað styrk varðar. Þegar postulínsfyllingar eru gerðar þarf að taka mát af viðkomandi tönn e...
Hverjir voru forfeður kríunnar?
Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Svonefndur öglir (Archaeopteryx) er best þekkti frumfuglinn og við getum þess vegna sagt að öglir sé forfaðir kríunnar. Öglir eins og listamaður ímyndar sér að hann hafi litið út. Öglir var um 25 cm hár þegar hann stóð uppréttur. Öglir var fiðraður en hann gat að öll...
Hvernig líta hrefnur út?
Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti). Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgr...
Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?
Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og ves...
Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?
Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld. Sögnin að dáma er...
Hvað getið þið sagt mér um andaglas? - Myndband
Vísindavefnum berast reglulega spurningar um ýmiss konar yfirnáttúrlega hluti, svo sem stjörnuspeki, galdra og drauga. Þessum spurningum er sjaldan svarað, þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri eru samkvæmt skilgreiningu ekki viðfang vísindanna. Þótt hér verði fjallað um slíkt er það því ekki til marks um að þessi þuma...
Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?
Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur. Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hr...
Af hverju eru köngulær til?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...
Getið þið frætt mig um háfiska?
Háfiskar (Pleurotremata) eru langvaxnir og sívalir eða hálfþrístrendir á bol. Þeir hafa 5-7 hliðstæð tálknaop sem eru staðsett rétt framan við eyrugga. Háfiskar eru vel tenntir og eru tennurnar beittar og í reglulegum röðum. Sporðurinn er skásporður og er efri fönin stærri en sú neðri en hryggurinn sveigist upp...
Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð?
Nútímaleg vísindi og fræðimennska á sér rætur í upplýsingunni á 18. öld. Á 19. öldinni var lagður grunnur að félagsvísindum. Félagsvísindin beindu sjónum sínum að upptökum nútímalegs samfélags og uppruna og afleiðingum iðnvæðingar og kapítalisma. Það var viðtekin skoðun að trú hefði haft mikla þýðingu fyrir samfél...
Hver er uppruni orðsins „að ulla“?
Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Þá er um það að ræða að reka út úr sér tunguna að einhverjum, ulla á einhvern, oftast með einhverju hljóði, viðkomandi til óvirðingar. Af sama toga eru upphrópanirnar ullabí og ullabjakk sem lýsa viðbjóði, að eitthvað sé óæti, alger óþverri. Orðið ulla er o...
Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?
Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...