Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7109 svör fundust
Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?
Í heild var spurningin svona:Mig langar að spyrja hvernig mynduðust Knútstaðaborgir í Aðaldalshraun í S-Þingeyjarsýslu. Þetta eru einhverskonar hraunhólf sem sum eru opin að ofan. Knútstaðaborg mun vera hraundrýli (alþj. hornito) en mörg slík eru í Aðaldalshrauni sem er hluti af Laxárdalshrauni yngra. Hraunið e...
Af hverju heitir sólin þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju heitir sólin þessu nafni? Er þetta gamalt orð? Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins, samanber færeysku sól, nýnorsku, sænsku og dönsku sol. Í gotnesku, sem er austurgermanskt mál, var einnig til orðið sauil í ...
Hvað þýðir að ríða á vaðið?
Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um. Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera e...
Er vitað hvenær hagkerfi Kína verður stærra en Bandaríkjanna?
Stutta svarið er nei! Það er hins vegar gaman að velta þessu fyrir sér. Samkvæmt nýjasta mati Alþjóðabankans er kínverska hagkerfið enn nokkuð smærra en það bandaríska miðað við algengasta mælikvarðann sem notaður er, það er verg landsframleiðsla á markaðsvirði. Bankinn telur að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi...
Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?
Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far me...
Af hverju heitir súrefni þessu nafni?
Íslenska orðið súrefni er þýðing á alþjóðlega frumefnaheitinu oxygenium. Franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier (1743-1794) bjó orðið til og það birtist fyrst á prenti í bók hans Traité Élémentaire de Chimie (Ritgerð um grundvallaratriði efnafræðinnar) árið 1789. Orðið er myndað eftir grísku orðunum oxys (P...
Hvað var gert við alla öskuna sem kom upp í gosinu á Heimaey 1973?
Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos á Heimaey og stóð það í fimm mánuði. Í gosinu komu upp um 0,25 km3 af gosefnum sem voru að mestu hraun. Gos svo nærri byggð hafði margvíslegar afleiðingar í för með sér eins og lesa má um á vefsíðunni Heimaslóð - Heimaeyjargosið. Þar segir meðal annars: Það voru þó einhverjir ...
Hve mikið segja tölur um útflutningsverðmæti um þann ábata sem verður af starfsemi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hve mikið segja tölur um „útflutningsverðmæti“ um þann ábata sem verður af starfsemi - einar og sér? Útflutningsverðmæti er ágætlega gagnsætt orð og lýsir vel því sem það fjallar um, það er verðmæti útfluttrar vöru eða þjónustu, mælt í krónum eða öðrum gjaldmiðli. Þótt...
Hver var Tyrkir og hvað þýðir þetta mannsnafn?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir nafnið Tyrkir? Nafn Þjóðverjans sem fann vínberin á Vínlandi með Leifi Eiríkssyni. Tyrkir hét fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og segir frá honum í fjórða kafla Grænlendinga sögu. Hann var sagður suðurmaður sem er annað heiti yfir Þjóðverja. Kvöld nokkurt fannst hann ...
Eru virkilega sömu gerlar í súrmjólk og AB-mjólk?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hverjir eru súrmjólkurgerlarnir? Eru þeir þeir sömu og í AB-mjólk? Er verið að plata neytendur? Stutta svarið er einfaldlega: nei, það eru ekki ekki sömu gerlar í súrmjólk og AB-mjólk. Súrmjólkurgerlarnir eru Lactococcus lactis og Leuconostoc mesenteroides og þeir eiga þ...
Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?
Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki ...
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...
Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir?
Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist að einhverju marki. Hlutfallið er 80-90% samkvæmt sumum heimildum. Haítímenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á ...
Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?
Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...
Er hægt að beita genalækningum við sjúkdóminn DMD?
Þetta svar er eins konar framhald á svari okkar við spurningunni Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma? Eins og þar segir er ein takmörkunin á því að nota lentiveirur sem genaferjur sú að þær geta líkt og retrógenaferjur almennt eingöngu flutt lítil...