Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2254 svör fundust
Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?
Spurningin í heild var svona:Tunglmyrkvi 9. janúar 2001. Hvers vegna kom rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkvans (pen umbra), 9. janúar 2001, en ekki líka í fyrri?Skugga jarðar er skipt í tvo hluta: annars vegar er alskuggi (á ensku umbra), sem er dimmasti hluti skuggans og innan hans sést sólin alls ekki, og hin...
Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?
Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefn...
Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í...
Þar sem rúmmál leggst ekki saman þegar vökvum er blandað er þá hlutfall af rúmmáli góð mælieining fyrir styrk vína?
Þegar einum vökva er hellt út í annan getur vel farið svo að rúmmálið verði minna en samanlagt rúmmál vökvanna var áður. Þetta er það sem spyrjandi hefur réttilega í huga og dæmi um það koma fram í svarinu hér á eftir. Þar kemur einnig í ljós hvernig menn komast fram hjá þessu með því að nota ákveðna og einræða sk...
Hver eru helstu frumefni líkamans?
Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N). Samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Ef við skoðum nánar hvar þau koma fyrir og hlutfall hvers efnis af heildar líkamsmassa er röðin eftirfarandi:Súrefni (O) 65,0% - Er í vatni og lífrænum efnum, nauðsynlegt fy...
Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla. Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylu...
Hvernig myndast svarthol í geimnum?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...
Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918?
Þann 29. júní árið 1918 birtist frétt í blaðinu Dagsbrún um að ný stjarna hefði uppgötvast fyrr í mánuðinum. Í fréttinni segir að stjarnan hafi verið „viðlíka skær og skærustu fastastjörnur“ og að 35 stjörnufræðingar um allan heim hafi samstundis sent skeyti til stjörnufræðimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, enda ha...
Í hvað er hægt að nýta gjósku sem kemur úr eldgosum á Íslandi?
Gjóska, einkum gjall og vikur, er verðmætt jarðefni sem notað er við vegagerð og húsbyggingar, svo að dæmi séu nefnd. Súr vikur er afbragðs einangrunarefni vegna þess hversu frauðkenndur og léttur hann er. Súr vikur úr gosi í Snæfellsjökli fyrir um 1800 árum (Sn-1), úr Heklugosi fyrir um 3000 árum (Hekla-3) og Kõt...
Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?
Tunglið er fjarlægasti áfangastaður mannaðs geimfars til þessa, en meðalfjarlægð tunglsins frá jörðu er um 380.000 km sem er meira en nífalt ummál jarðar. Á fjögurra ára tímabili, frá 1968 til 1972, sendu Bandaríkjamenn níu mannaðar geimflaugar til tunglsins. Af þessum níu flaugum lentu sex á tunglinu, sú fyrst...
Hver er kornastærð gjósku?
Gjóskan sem myndast við eldgos er mismunandi að kornastærð. Súr og ísúr kvika tvístrast nær alltaf í gjósku við eldgos á meðan basísk kvika myndar sjaldan mikla gjósku. Ef vatn kemst að gosrásinni, eins og við gos undir jökli eða í vatni, myndast alltaf gjóska hvort sem kvikan er súr eða basísk. Þegar fer saman ti...
Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?
Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...
Hvernig er best að lýsa Riemann-flötum?
Til þess að svara því geri ég ráð fyrir að lesandinn þekki hvað tvinntala (e. complex number) er, hvernig grunnaðgerðirnar samlagning, frádráttur, margföldun og deiling eru framkvæmdar á þeim, hvað samfellt fall (e. continuous function) er og að mengi tvinntalnanna myndi sléttu (e. plane) sem er táknuð með \(C\), ...
Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?
Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningum árið 1908 og buðu strax fram sérstakan kvennalista í kosningum í febrúar það ár. Listi kvennanna hlaut mjög góðar viðtökur og fjórar konur komust inn í bæjarstjórnina. Konur í Reykjavík buðu síðan fram sérstaka kvennalista allt fram til ársins 19...
Getið þið sagt mér hvað spunatala er?
Spuni (e. spin) er grundvallareiginleiki allra einda sem byggja upp kraftsvið. Hann er einnig grundvallareiginleiki öreinda sem allt efni í alheiminum er sett saman úr, en það eru eindir á borð við ljóseindir, róteindir eða atómkjarnar. Spunatala er tala sem ákvarðar stærð og stefnu viðkomandi spunaeiginleika. ...