Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 552 svör fundust
Hvar finnst myndbreytt berg og hvernig kemst það aftur upp á yfirborðið eftir að hafa verið djúpt í jörðu?
Myndbreytt berg finnst hvarvetna þar sem berg hefur hitnað yfir 300°C eða svo niðri í jörðinni. Það berst upp á yfirborðið aftur við rof. Eins og fram kemur í spurningunni, verður myndbreyting bergs einkum djúpt í jörðu, á hitabilinu 300-850°C. Venjulega er átt við berg sem upphaflega myndaðist við yfirborð – t...
Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór?
Heili Einsteins var breiðari en heilar úr öðrum mönnum en hins vegar ívið léttari. Óvenjulegt mynstur fannst á því svæði heilans sem tengist hæfni í stærðfræði og rúmfræði. Taugafrumur á ákveðnum stöðum virtust líka liggja þéttar saman en venjulegt er. Frekari rannsóknir væru þó æskilegar til að staðfesta þetta be...
Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?
Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt við erum frá miðju hans. Þyngdarkraftur verkar því á tunglinu alveg eins og á jörðinni. Eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn...
Hvað eru margar holur á golfkúlum?
Holufjöldinn á golfkúlum er breytilegur eftir tegundum en algengt er að hann sé um 400. Í sumum tilvikum er hans getið í tegundarheiti og stundum fylgir einnig orð eða skammstöfun sem segir til um hver lögunin á holunni er (hringlaga, fimmhyrningar, sexhyrningar og svo framvegis). Holurnar og einkenni þeirra hafa ...
Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti?
Á myndum sem tunglfarar tóku af geimferjunni á tunglinu sést enginn gígur fyrir neðan hana. Geimfarar mynda hins vegar greinileg fótspor á tunglinu og því ætti stór eldflaug sem þar lendir að mynda stóran gíg á yfirborðinu. En hvar er hann? Hönnun lendingarbúnaðar fyrir geimferjuna var á sínum tíma afar vandasö...
Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins? Er einhver fasti til þess að lenda á? Ytri reikistjörnur sólkerfisins eru fjórar talsins: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru allar gasrisar og hafa ekkert fast yfirborð. Þess vegna er ekki hægt að le...
Hvað gerir skeifugörnin í okkur?
Garnirnar eða þarmarnir eru sá hluti meltingarvegarins sem tekur við af maganum. Þeir eru meginhluti meltingarvegarins. Fyrst koma smáþarmarnir eða mjógirni og svo stórþarmur eða ristill. Fyrsti hluti smáþarmanna, sem tekur við fæðumaukinu úr maganum heitir skeifugörn. Eins og nafnið bendir til er skeifugörn ...
Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?
Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum. Í fyrsta lagi eru stóru...
Hvers vegna lygnir oft á kvöldin?
Á flestum veðurstöðvum er meðalvindhraði í hámarki milli kl. 16 og 18, en síðan lægir nokkuð ört, mest milli klukkan 20 og 22. Að jafnaði er vindur hægastur undir morgun, á sumrin milli kl. 4 og 6. Að sumarlagi munar gjarnan um 2 m/s á meðalvindhraða dags og nætur, oftast þó meira í björtu veðri. Samfara breytingu...
Getum við lifað á Mars?
Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...
Hvað á Curiosity að rannsaka á Mars og hvernig fer hann að því?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Curiosity er fyrst og fremst ætlað að finna út hve lífvænleg Mars var í fyrndinni eða er hugsanlega í dag. Til þ...
Hvaðan kemur kuldinn?
Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....
Af hverju var hætt að framleiða Wankel-vélina sem var notuð í einni gerð af Mösdu?
Felix Wankel hannaði svokallaða Wankel-vél 1954. Vélin er ólík öðrum bílvélum að því leyti að í stað stimpla er hvelfdur þríhyrningur inni í næstum sívölu rými. Þríhyrningurinn snýst þegar eldsneytið brennur í holum milli hans og innri veggja sívalingsins (sjá mynd). Wankel-vélin er fyrirferðarlítil og létt mið...
Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?
Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir. Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sól...
Hvað er osmósa?
Þegar leysiefni og lausn eru aðskilin með himnu sem einungis hleypir í gegn um sig sameindum leysiefnisins leitast viðkomandi sameindir til að fara frá leysiefninu yfir í lausnina. Við það þynnist lausnin, þ.e. styrkur uppleysta efnisins í lausninni minnkar. Fyrirbæri þetta nefnist osmósa. Almennt getur osmósa át...