Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1333 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar?

Í örstuttu máli er svarið við þessari spurningu það að svo fremi að sýnið sem greint er sé réttur fulltrúi þess atburðar sem aldursákvarða átti, að rétt sé staðið að öflun og úrvinnslu sýna, og að fullt tillit sé tekið til skekkjuvalda, eru þessar greiningar áreiðanlegar, en þó ævinlega innan vissra skekkjumarka. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér allt um gekkóa?

Gekkóar eru smáar og meðalstórar eðlur innan ættarinnar Gekkonidae. Til þessarar ættar teljast nú 1.196 tegundir sem flokkast í 5 undirættir og 97 ættkvíslir. Margar tegundir ættarinnar hafa eins konar þófa undir tánum sem gerir þeim kleift að hlaupa upp veggi og jafnvel loft innandyra. Þetta hafa margir séð se...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna eru bara tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum?

Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi (e. two party system) þar sem tveir stórir flokkar bera höfuð og herðar yfir aðra flokka og skipta með sér völdum á öllum stigum stjórnkerfisins. Flokkarnir skiptast þá á að vera í meirihluta og minnihluta en aðrir flokkar komast lítið sem ekkert að. Í Bandaríkjunu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hátt upp frá jörðu nær lofthjúpurinn?

Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíoxíð og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...

category-iconHeimspeki

Hvað var að gerast í sögu heimspekinnar um 1918?

Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísin...

category-iconLífvísindi: almennt

Stökkbreytist veiran sem veldur COVID-19 hraðar en aðrar RNA-veirur?

Erfðamengi veira er lítið, það getur verið frá rúmlega þúsund bösum upp í um milljón basa. Til samanburðar eru um 6,5 milljarðar basa í hverri frumu manna. Stökkbreytihraði erfðaefnis er í öfugu hlutfalli við stærð erfðamengja, þannig að minni erfðamengi stökkbreytast örar. Fjallað er meira um þetta í svari við sp...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?

Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...

category-iconVeðurfræði

Hvers vegna er kaldara í háloftum og á fjöllum en á láglendi?

Rósa Hildur Bragadóttir spurði: "Hvers vegna er kaldara uppi í háloftunum en á jörðu niðri?" Eyvindur Örn Barðason spurði: "Hversvegna er kaldara uppi á fjalli en niður við sjó, þó að fjallið sé nær sólinni?" Á fjöllum og í háloftum er kaldara en á láglendi vegna þess að þar uppi er lægri loftþrýstingur. S...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?

Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að ...

category-iconHugvísindi

Hvenær kom Churchill til Íslands?

Winston Churchill varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum. Hann gegndi þeirri stöðu til 1945 og svo aftur 1951-55. Winston Churchill á Íslandi.9. til 12. ágúst 1941 átti Churchill fund með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta á herskipum á Atlantshafi. Afrakstu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?

Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir fros...

category-iconLæknisfræði

Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?

Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma R...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi?

Demantar finnast ekki í náttúru Íslands, þannig að þeir sem hafa í hyggju að grafa eftir demöntum þurfa að leita annað. Demantar finnast helst í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, en einnig í sand- og malarlögum, en þar sitja þeir eftir þegar mýkra berg eyðist. Á kortinu hér fyrir neðan sjást...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Drepast tré ef koparnagli er rekinn í bolinn?

Nei. Það er gömul flökkusaga að koparnagli drepi tré, en hún á sér ekki vísindalega stoð. Kopar er trjám, og reyndar flestum öðrum lífverum, nauðsynlegur sem snefilefni í mjög litlu magni. Í mjög miklu magni og sem hluti af ýmsum efnasamböndum getur kopar hins vegar haft eituráhrif. En koparmálmur leysist ekki hra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?

Hraunið, sem nú rennur á Fimmvörðuhálsi, er svonefnt alkalí-ólivín-basalt. Þessi basaltsamsetning er ríkjandi í basaltgosum utan rekbelta landsins og er uppistaðan í basalthraunum í Vestmannaeyjum, Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Alkalí-ólivín-basalt hefur oft þrjár einkennissteindir, ólivín, plagíoklas og pýroxen....

Fleiri niðurstöður