Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2016 svör fundust
Hvenær varð hvíti maðurinn til?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvenær kom fram hvítur kynstofn tegundarinnar Homo sapiens og hvernig vildi það til?Einfalt og stutt svar við þessari spurningu er að erfðafræðilegur munur á hópum innan tegundarinnar Homo sapiens er óverulegur og því er enginn líffræðilegur grundvöllur fyrir skiptingu tegundar...
Hvað er eldgos?
Þrátt fyrir að eldgos geti verið ógnvænleg og valdi oft tjóni á mannvirkjum og stundum dauðsföllum eru þau skýrustu merki þess að plánetan okkar er við góða heilsu. Þetta kann að hljóma einkennilega í fyrstu, en við skulum reyna að útskýra þetta nánar. Jörðin er enn heit og kröftug pláneta, en frá því að hún my...
Hver fann upp tölurnar?
Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og ...
Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti?
Eins og fram kemur í öðrum svörum hjá okkur, þá hafa hlutir enga liti í myrkri. Það að einhvers staðar sé myrkur þýðir samkvæmt orðanna hljóðan að alls ekkert ljós er þar á ferð frá neinum ljósgjöfum. Þar er því ekkert að sjá, hvorki liti né annað. Hitt er svo annað mál sem einnig kemur fram í fyrri svörum að s...
Hvað gerðist á uppstigningardaginn?
Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...
Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður?
Taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi, sem er heili og mæna, og úttaugakerfi sem eru taugarnar sjálfar. Úttaugakerfið skiptist síðan í viljastýrða taugakerfið sem stjórnar beinagrindarvöðvum og sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar hjartavöðvanum, sléttum vöðvum og kirtlum. Sjálfvirka taugakerfið skiptist enn fr...
Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?
Klukkur hafa alls ekki alltaf verið til. Áður en þær komu til sögu höfðu menn samt ýmis ráð til að fylgjast nægilega vel með tímanum, miðað við þá lífshætti sem þá tíðkuðust. Það þarf til dæmis ekki klukku til að vakna þegar dagur er risinn eða fara að sofa þegar dimmir. Og ef sumarnóttin er björt má kannski bara ...
Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?
Þessari spurningu er strangt til tekið ómögulegt að svara. Um leið og henni er svarað er sú forsenda sem spurningin hvílir á, að spurningunni sé ekki svarað, orðin ósönn. Skoðum þetta nánar: Hugsum okkur að einhver varpi fram spurningu sem við skulum kalla S. S gæti til dæmis verið „Hvert er skónúmer Bretlandsd...
Ef við skjótum úr byssu úti í geimnum, heldur kúlan þá áfram að eilífu?
Þeir sem kannast við fyrsta lögmál Sir Isaacs Newtons (1642-1727) geta svarað þessari spurningu snarlega. Í Stærðfræðilögmálum náttúruspekinnar eftir Newton er fyrsta lögmálið sett fram á þennan hátt: Sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu, eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar sem á han...
Hvaða merkingu hefur það í stærðfræði að eitthvað sé ,,lokað undir'' samlagningu og margföldun og svo framvegis?
Í stærðfræði er mengi sagt vera lokað undir einhverri aðgerð ef útkoman úr aðgerðinni er aftur í menginu. Formlega skilgreiningin er svona: Látum X vera mengi, n vera náttúrlega tölu, og b : Xn → X vera vörpun. Þá segjum við að X sé lokað undir b ef að b(x1, ..., xn) er í X, fyrir öll x1, ..., xn í X. Se...
Af hverju eru gæsir merktar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju eru gæsir merktar? Af hverju er fólk að fylgjast með hvert gæsirnar fljúga, hvert þær fara og hvað langt? Og hvað er svo gert við upplýsingarnar þegar búið að skoða þær? Merkingar á fuglum eru ætíð tengdar rannsóknum. Hver einstaklingur fær kennitölu á málmmerki s...
Af hverju er lykt af prumpi og hver fann upp orðið prump?
Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi. Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump. Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum en öðrum ekki. Lyktin sem fylgir oft vindgangi...
Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?
Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir bry...
Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?
Krishna K. Damodaran er dósent í efnafræði við Háskóla Íslands. Helsta framlag hans í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabyggingar (e. supramolecular assemblies), með tengjum sín á milli. Þar á meða...
Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...