Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 775 svör fundust
Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...
Hvar fær maður kennitölu?
Kennitölum til einstaklinga er úthlutað af Þjóðskrá Íslands. Barn sem fæðist á Íslandi, fær kennitölu um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Þjóðerni barns skiptir engu máli; öll börn sem fæðast á landinu fá íslenska kennitölu. Aðrir einstaklingar fá kennitölur hjá Þjóðskrá eða Útlendingastofnun; ...
Hvaða reglur gilda í ESB um helgunarsvæði raflína?
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni eru engar reglur um nýtingu lands í Evrópurétti þar eð aðildarríkin fara ein með þá valdheimild. Allar reglur um nýtingu lands fyrir verkefni á sviði almennrar orkuvinnslu eða rafmagnsflutninga svo og réttindi landeigenda í þessu tilliti fall...
Hvað éta smokkfiskar?
Smokkfiskar (Teuthida) tilheyra flokki höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar (Octopoda) og nokkrir smærri hópar dýra. Um 300 smokkfiskategundir eru þekktar. Flestar eru tæplega stærri en 60 cm á lengd en sú stærsta, risasmokkfiskar (Architeuthis spp.), getur orðið allt að 13 metra löng. Smokkfiskar eru...
Hversu langur er lífstíðardómur á Íslandi?
Þess misskilnings gætir stundum að lífstíðardómur samkvæmt íslenskum lögum feli ekki sér lífstíðarfangelsi heldur styttri refsingu. Svo er þó ekki – lífstíðardómur á Íslandi er eins og orðið gefur til kynna dómur sem gengur út á að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar. Sá sem fengi slí...
Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?
Sami spyrjandi ítrekaði spurninguna og sendi um leið aðra sem einnig er svarað hér: Get ég vænst svars við spurningu sem ég setti hér inn 2.4. síðastliðinn? Hér er önnur: Getur verðbættur höfðstóll (innláns) verið nokkuð annað en höfuðstóll? Almennt er gerður greinarmunur á vöxtum og verðbótum á verðtryggðu...
Hvernig starfar þing eftir þingrof?
Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?, Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og Hvaða áhrif hefur þingrof? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Eftir að þing hefur verið rofið halda þingmenn umboði sínu en eðlilegt er að ...
Af hverju er skrift til?
Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna. Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð f...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...
Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?
Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...
Hvað getið þið sagt mér um varúlfa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um varúlfa? Hver er saga mannúlfsins, hvenær fóru menn að trúa á hann og hvar trúðu menn fyrst á hann?Samkvæmt ýmis konar þjóðtrú er varúlfur maður, langoftast karlmaður, sem tekur tímabundið á sig gervi úlfs og öðlast á meðan alla eiginleika úlfsins ...
Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...
Kúka hvalir?
Já, vissulega „kúka“ hvalir líkt og önnur spendýr. Reyndar er það sameiginlegt öllum lífverum að losa sig við úrgang. Saurlát hvala er í reynd afskaplega mikilvægt fyrir vistkerfi sjávar, meðal annars með dreifingu næringarefna upp í efri lög sjávar. Næringarefnin eru mikilvæg ljóstillífandi lífverum líkt og g...
Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?
Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...
Hvað er þjóðkirkja?
Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...