Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 763 svör fundust
Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?
Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi og sé vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og pá...
Hvers vegna drepa ljón blettatígra?
Tengsl tegunda í vistkerfi geta verið afar flókin. Það er ekki endilega víst að ljón (Panthera leo) drepi blettatígra (Acinonyx jubatus) sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu. Það er vel þekkt að ljón drepi blettatígra, bæði fullorðin dýr og hvolpa. Á svæðum í Afrí...
Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofna...
Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?
Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...
Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?
Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...
Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?
Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...
Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...
Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?
Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...
Hvað er hinn svokallaði G-blettur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar er G-bletturinn? Er sannað að G-bletturinn sé til? Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna ...
Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...
Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi?
Með kerfisbundinni kortlagningu á útbreiðslu, gerð og aldri jökulminja má afla gagna um jöklabreytingar í tímans rás. Þessi gögn má bera saman við aðrar upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfisþróun, til dæmis gróðurfarssögu sem könnuð er með greiningu frjókorna og plöntuleifa úr vatna- og mýrarseti. Með slíkum sam...
Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?
Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...
Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Einfalda svarið er líklega: „það fer eftir aðstæðum“, en hvaða aðstæður spila stærstan þátt, og hvert er heimsmetið í hraunrennsli í kílómetrum talið? Hversu langt hraun getur flætt áður en það storknar fer eftir „efnum ...
Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?
Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...
Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?
Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...