Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 566 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hefur gosið oft í Kverkfjöllum?

Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist. Engin gjóskulög með efnasamsetningu Kverkfjalla hafa fundist í ísnum í Vatnajökli eða jarðvegi frá sögulegum tíma.1 Yngsta hraunið, Lindahraun, rann skömmu fyrir landnám, ef marka má umhverfisbr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað geta þyngdarbylgjur sagt okkur um alheiminn?

Hinn 11. febrúar 2016 var tilkynnt að í fyrsta skipti hefði tekist að mæla þyngdarbylgjur. Mælingin var gerð hinn 14. september 2015 í Advanced LIGO-stöðinni sem sérstaklega er byggð til þessa verkefnis. Niðurstaðan er bæði vísindalegt og tæknilegt afrek því menn höfðu reynt að mæla þyngdarbylgjur í 40 ár áður en ...

category-iconJarðvísindi

Hver var Þorvaldur Thoroddsen og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?

Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðrænni gerð Íslands og þeim ferlum sem þar eru virk. Hann er með mikilvirkustu rithöfundum Íslandssögunnar og í raun landkönnuður Íslands, enda skoðaði hann landið allt að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Nikolaas Tinbergen og hvaða rannsóknir stundaði hann á atferli dýra?

Niko Tinbergen (Nikolaas Tinbergen) fæddist í Haag í Hollandi þann 15. apríl 1907. Hann andaðist árið 1988. Hann var lítill námshestur sem barn en naut þess að vera í útiíþróttum, leika sér í fjörunni og að sulla í vatni. Tinbergen var með fiskabúr heima hjá sér og í menntaskóla sá hann um slík búr í skólanum. Þet...

category-iconStærðfræði

Hver var Emmy Nöther og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Amalie Emmy Nöther fæddist árið 1882 í gyðingafjölskyldu í Erlangen í Bæjaralandi í Þýskalandi. Faðir Emmy var stærðfræðingurinn Max Nöther en móðir hennar hét Ida Kaufmann. Hún hafði upphaflega ætlað að verða tungumálakennari, en tók síðan að nema stærðfræði sem áheyrnarnemandi hjá föður sínum við Háskólann í Erl...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?

Vísindamenn hafa mikið rannsakað áhrif geislunar á útvarpsbylgjutíðni á heilsu fólks, en þar undir fellur geislun frá þráðlausu neti. Það er á fárra færi að kynna sér allar rannsóknir sem til eru á þessu sviði og þess vegna er skynsamlegt að skoða hvað alþjóðastofnanir eða hópar vísindamanna hafa um málið að segja...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Fyrir hvaða rannsóknir er Ævar vísindamaður þekktastur?

Ævar vísindamaður er einn best þekkti og fjölhæfasti vísindamaður Íslands. Hann hefur einkum einbeitt sér að rannsóknum sem aðrir vísindamenn hafa ekki treyst sér til að sinna. Ævar vísindamaður hefur stundað rannsóknir á ystu jöðrum ýmissa fræðasviða, þar á meðal stjarneðlisfræði, líffræði, efnafræði, fornleif...

category-iconLandafræði

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?

Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?

Jöklar og eldfjöll eru meðal helstu einkenna í jarðfræði Íslands. Mörg virkustu eldfjöll landsins eru þakin jökli. Fyrir vikið er eldvirkni í jöklum algeng hér á landi og yfir helmingur þekktra eldgosa á sögulegum tíma byrja sem gos undir jökli. Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað einkennir fornaldarsögur?

Eitt helsta einkenni fornaldarsagna er tenging þeirra við fortíðina, hina óræðu „fornöld“, sem markast af baklægum efnivið þeirra um leið og hún mótar grundvöll – ásamt öðrum einkennum – að því sem kalla mætti sjálfstæða grein bókmennta eða tegund. Fortíðin er að vísu misfjarlæg og nær allt frá átakatímum evrópskr...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað?

Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?

Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytile...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?

Hýdroxíklórókín er gamalt lyf sem er á markaði á Íslandi undir nafninu Plaquenil. Farið var að nota lyfið við malaríu upp úr 1950. Enn eldra náskylt lyf er klórókín sem kom á markað upp úr 1930 og er ekki á markaði hér. Þessi tvö lyf hafa svipaðar verkanir og eru, auk þess að gagnast við sumum tegundum malaríu, no...

category-iconLífvísindi: almennt

Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna? Hvað er svona merkilegt við aloe vera? Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt? Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...

Fleiri niðurstöður