Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1804 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna eftirfarandi umfjöllun um orðið Strjúgur, og á hún einnig við um það örnefni sem hér er spurt um. Strjúgsstaðir heitir bær í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. "Upp undan bænum er Strjúgsskarðið. Eftir því rennur lækur, sem kallaður er Strjúgsá." Ö...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?

Tvíburabróðir er graftarkýli sem myndast á sumu fólki milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu. Á sumu fólki er gat í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er oft fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæðum...

category-iconUnga fólkið svarar

Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?

Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu upp hugmyndir á Íslandi um að nýta auðlindir Grænlands. Meðal annars þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut og rækta þau hér. Forvígismenn þeirrar hugmyndar voru Ársæll Árnason bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá Seyðisfirði, og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða krosstré er átt þegar menn segja 'svo bregðast krosstré sem önnur tré'?

Krosstré er tré sem notað er til að búa til krossa. Orðið er gamalt í málinu og í Postulasögum og Heilagra manna sögum er til dæmis talað um að „hengja e-n á krosstré“, það er krossfesta hann. Í yngra máli virðist orðið einnig notað um smíði sem myndar kross, til dæmis krosstré í glugga. Þegar menn eru krossfes...

category-iconLandafræði

Er Dettifoss vatnsmesti foss Evrópu?

Vatnsmesti foss Evrópu telst vera Rheinfalle í Sviss og hvorki Dettifoss né aðrir fossar á Íslandi komast nærri honum í vatnsmagni. Dettifoss er aflmesti foss Íslands en sá vatnsmesti er Urriðafoss. Vatnsmesta á landsins er hins vegar Ölfusá. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hvern hátt er ammóníak hættulegt fyrir mann, fyrir utan óþolandi lyktina?

Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður, en þá er loftþrýstingur 105 Pa og hiti 25°C). Í sameind ammóníaks er ein köfnunarefnisfrumeind (N; einnig kallað nitur) og þrjár vetnisfrumeindir (H) og er hún táknuð með efnaformúlunni NH3. Ammóníak veldur óþægindum og árei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gæti gerst ef strókur gammablossa beindist að jörðinni?

Áhugavert er að skoða hver áhrif gammablossa í Vetrarbrautinni gætu orðið ef strókurinn beindist að jörðinni en slíkt var fyrst ígrundað árið 1995. Ef gert er ráð fyrir meðalblossa í 10.000 ljósára fjarlægð þá myndi aflþéttleiki hans á yfirborði jarðarinnar jafngilda aflþéttleika kjarnorkusprengingarinnar í Hirosh...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig verður maður örverufræðingur?

Til þess að verða örverufræðingur þarf að afla sér grunnmenntunar í háskóla, oftast BS-prófs, á einhverju því sviði þar sem örverufræði er stunduð og kennd. Önnur mikilvæg grunnfög eru efnafræði, lífefnafræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Síðan þarf að taka meistarapróf og/eða doktorspróf á sviði örverufræði. ...

category-iconHugvísindi

Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?

Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær fóru menn að nota stóran staf í upphafi setninga og enda á punkti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær byrjuðu menn að rita á þann hátt að byrja setningar með stórum staf og enda þær á punkti? Greinarmerkið punktur (.) er upprunnið hjá Grikkjum um 200 fyrir Krist. Letur var þá hástafaletur og því engir litlir stafir. Yfirleitt var ekki haft bil á mil...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna er hin gamla lögbók Íslendinga kölluð Grágás?

Einnig var spurt:Hvaðan kemur nafnið Grágás og hvað þýðir það? Nafnið Grágás er haft um elstu lögbók Íslendinga, þá sem var í gildi á þjóðveldistímanum og nokkur ár fram yfir hann en gekk úr gildi þegar hér var lögtekin bók sem hefur (af óþekktri ástæðu) fengið nafnið Járnsíða. Það gerðist á árunum 1271–73. Engin...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir orðið Evrópa?

Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit en hugtakið á rætur í grískri orðræðu á fornöld. Elsta dæmið um notkun þess sem sérnafns mun vera á læk sem var við véfréttina í Dodona í Epírus, en finna má örnefni skyld því víða á meginlandi Grikklands.1 Ætla má að upphaflega hafi Evrópa verið gyðja í trú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hríðarbylur?

Mikil áraskipti eru í tíðni hríðarveðra á landinu og mikill breytileiki er eftir landshlutum, eins og þeir sem ferðast á vegum landsins að vetrarlagi vita. Miklu meira er um slík veður á Kjalarnesi eða í Svínahrauni heldur en í Reykjavík. Og í flestum landshlutum má finna fáeina staði á þjóðvegum sem eru miklu ver...

category-iconSálfræði

Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?

Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...

Fleiri niðurstöður