Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2624 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað er ataraxía?

Gríska nafnorðið ataraxía merkir „hugarró“. Það er sett saman úr neitandi forskeyti og nafnorðinu tarakhē, sem merkir „truflun“ eða „æsingur“. Hugtakið var notað innan grískrar siðfræði. Þar tilheyrði það upphaflega ekki þeirri markhyggju sem einkennir kenningar Platons og Aristótelesar um færsældina (evd...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða hvalategund gleypti Jónas?

Það er í raun ekki hægt að ákvarða nákvæmlega hvers lags skepna gleypti Jónas. Í hebreska textanum er einfaldlega talað um „stóran fisk“, dag gadol, en dag hefur almenna skírskotun til hvers konar fisks sem vera kann. Þar með er auðvitað ekki útilokað að höfundurinn hafi haft hval í huga enda ekki ólíklegt að menn...

category-iconFélagsvísindi

Eru galdrar til?

Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...

category-iconSálfræði

Getur afstæð tónheyrn orðið algjör með æfingu?

Í stuttu máli sagt er svarið við þessari spurningu umdeilt. Víst er að til er ýmiss konar námsefni, þar á meðal tölvuforrit, sem eiga að kenna fólki algjöra tónheyrn. Líklega þarf að taka þeim fögru fyrirheitum sem gefin eru í auglýsingum fyrir slíkt námsefni af sömu varkárni og öðru auglýsingaskrumi. En þessari s...

category-iconHugvísindi

Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?

Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest. Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stu...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig var heimsmynd Fornegypta?

Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?

Allar mælingar á vöðvastyrk simpansa (Pan troglodytes) benda til þess að þeir hafi allt að 6 sinnum meiri togkraft en menn. Flestir vöðvar simpansa eru öflugari en hjá mönnum. Simpansar og menn er mjög skyldar tegundir, en af hverju ætli vöðvar simpansa séu þá öðru vísi en hjá mönnum? Rannsóknir sem hafa verið ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er táknmál myndað eins og önnur mál í vinstra heilahvelinu?

Það var á 19. öld, nánar tiltekið árið 1861, sem franski læknirinn Paul Broca (1824-1880) lýsti því yfir að við töluðum með vinstra heilahvelinu og að lítið svæði aftarlega og neðarlega í heilanum stýrði tali. Þetta heilasvæði fékk síðar nafnið Broca-svæði. Sjúklingarnir tveir sem Broca byggði fullyrðingu sína á g...

category-iconSálfræði

Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða? Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í ...

category-iconHeimspeki

Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru íþróttir og hvað skilgreinir þær?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem Íþróttasamband Íslands tekur tillit til þegar það leyfir / viðurkennir íþróttir? Skilgreining íþrótta er ekki náttúrulega gefin staðreynd, heldur ræðst hún af sögulegum, félagslegum, menningarlegum og pólitískum forsendum á hverjum stað á hverjum tíma. Það er þv...

category-iconHagfræði

Hvað greiðir ríkissjóður mikið á ári til landbúnaðar á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað greiðir ríkissjóður árlega mikið í formi beinna og óbeinna styrkja til landbúnaðar á Íslandi? Í aðdraganda og kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar óttuðust stjórnvöld víða um heim að standa frammi fyrir matarskorti. Tollar á landbúnaðarafurðir voru hækkaðir í þeirri v...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?

Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?

Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...

Fleiri niðurstöður