Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1559 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Er það satt að maður komist í samband við anda í andaglasi?

Hugmyndin um andaglas er yfirnáttúrleg. Meginstef vísinda er hins vegar lögmál náttúru og samfélags og þess vegna geta vísindin lítið sagt um það sem sem er handan þeirra lögmála. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða efni teljast vera eitur?

Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af maurum?

Maurar (Formicidae) tilheyra æðvængjum (Hymenoptera) en það er ævaforn ætt með mikla útbreiðslu. Þeir finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Maurar eru ekki hluti af náttúrlegri fánu nokkurra stórra eyja, svo sem Íslands, Grænlands og Hawaii auk margra eyja í Kyrrahafinu. Rúmlega 12.000 tegundu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru Kanaríeyjar í Afríku?

Samkvæmt hefð er heiminum skipt upp í nokkrar heimsálfur. Um þá skiptingu er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Þótt ekki séu allir sammála um það nákvæmlega hvar draga beri mörk á milli heimsálfa þá er í flestum tilfellum einfalt að segja til hvaða heimsálfu lönd t...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða aldurshópur lendir helst í bílslysum?

Umferðarstofa, og áður Umferðarráð, hefur um langt skeið séð um skráningu umferðarslysa hér á landi í þeim tilgangi að komast að því hvers konar slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæðurnar eru. Upplýsingarnar úr skráningunni er síðan hægt að nota forvarna og breyta og bæta vega- og gatnakerfi þar sem s...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig verða svarthol til?

Vísindamenn telja að svarthol geti myndast á þrjá vegu. Í fyrsta lagi geta þau orðið til þegar massamiklar stjörnur enda æviskeið sitt. Svartholin verða þá til þegar kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Í öðru lagi geta stór svarthol myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er best að fjarlægja geitungabú?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sæll vertu! Það er nokkuð myndarlegt bú við einn stofugluggann, sem snýr út að veröndinni. Er einhver ástæða til að eyða? Sjálfur er ég ekki hræddur við geitunga - bjó lengi erlendis. Þeir leita ekki inn í húsið þótt allt sé haft opið í steikjandi sólinni. Beztu kveðjur o...

category-iconEfnafræði

Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?

Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki ...

category-iconHugvísindi

Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir?

Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist að einhverju marki. Hlutfallið er 80-90% samkvæmt sumum heimildum. Haítímenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á ...

category-iconHugvísindi

Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum?

Til þess að svara þessari spurningu er rétt að spyrja fyrst hvort mannætur hafi nokkurn tímann verið til? Mannfræðingar, fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn sem rannsakað hafa heimildir um mannætur í ýmsum þjóðfélögum, eru ekki á eitt sáttir um að reglubundið mannaát hafi nokkurn tímann tíðkast. Þeir sem halda þ...

category-iconHeimspeki

Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?

Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?

Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senn...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál eru töluð í Afríku?

Fræðimenn greinir nokkuð á um það hversu mörg tungumál eru töluð í heiminum í dag. Sumar heimildir telja tungumálin vera í kringum 4000 en aðrar gefa upp næstum því helmingi stærri tölu. Mismunurinn felst meðal annars í því að notaðar eru ólíkar aðferðir eða viðmið við að ákvarða hvenær tvö (eða fleiri) mál teljas...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?

Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?

Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...

Fleiri niðurstöður