Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 560 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða könguló er hættulegust í heiminum?

Það eru til yfir 40.000 tegundir köngulóa í heiminum. Mönnum stendur þó ógn af fæstum þeirra. Flestar köngulær sem á annað borð eru eitraðar eru það litlar að þær ná ekki að valda meiru en minni háttar óþægindum ef þær bíta menn. Þær sem þó eru nógu stórar og búa yfir nægilega öflugu eitri til að skaða fólk, jafn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma Strúta-örnefni á Íslandi?

Um strútfugla fer litlum sögum á Íslandi. Í fornu norrænu máli var þó til fuglsnafnið strúss (eða strúz) og mun vera tökuorð úr miðlágþýsku, samanber: "er þvílíkast sem fjaðrhamr væri fleginn ... af þeim fugl, er struz heitir" (Þiðriks saga af Bern). Þetta er sama mynd og enn tíðkast í dönsku, struds. Seinna kom o...

category-iconLandafræði

Hver sigldi fyrstur umhverfis jörðina?

Fyrsta hnattsiglingin er venjulega kennd við portúgalska sæfarann Magellan. Rétt er að hann fór fyrir fyrsta leiðangrinum sem sigldi umhverfis jörðina, en sjálfur náði Magellan þó ekki að ljúka ferðinni þar sem hann lést áður en hringnum var lokað. Ferdinand Magellan fæddist í norðurhluta Portúgals um 1480. Ung...

category-iconFélagsvísindi

Er löglegt að spila fjárhættuspil á Netinu og ef svo er, þarf maður þá að borga skatt af gróðanum?

Áhugi á ýmis konar netspilum hefur aukist undanfarin ár. Póker og „21“ eru dæmi um vinsæl spil á Netinu. Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið kemur meðal annars fram að 1,3% aðspurðra hafi á undanförnum 12 mánuðum spilað póker á Netinu og voru karlmenn í aldurshópnum 18-25 ára fjölmennasti hópu...

category-iconHeimspeki

Hver var Þales frá Míletos?

Þales frá Míletos var grískur heimspekingur, fæddur um 625 f.Kr. Aristóteles taldi hann hafa verið fyrsta heimspekinginn. Þales var einnig einn af vitringunum sjö, sem Grikkir eignuðu margvíslega speki. Honum var til dæmis eignað spakmælið „Þekktu sjálfan þig!“ sem var ritað á hof véfréttarinnar í Delfí. Þó var lí...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Brynjólfur Sveinsson á 1.000 kr. seðlinum?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Brynjólfur Sveinsson og hvað gerði hann til að komast á 1.000 kr. seðil Íslendinga? Í stuttu máli sagt var Brynjólfur Sveinsson prestssonur vestan úr Önundarfirði, fæddur árið 1605. Hann gekk í Skálholtsskóla og lauk stúdentsprófi þaðan 1623. Síðan sigldi h...

category-iconLögfræði

Hvað er sjaría eða sjaríalög?

Sjaría er lagakerfi íslam. Þetta viðamikla kerfi er samansett úr Kóraninum, helgibók múslima og Súnna, ritsafni sem inniheldur fordæmi og túlkun Múhameðs, helsta spámanns íslam sem uppi var á 7. öld. Til viðbótar eru svo túlkunanir og útleggingar síðari tíma manna sem hefur verið safnað saman í fjóra víðamikla lag...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?

Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir voru denisóvamenn?

Í dag lifir aðeins ein tegund manna á jörðinni, Homo sapiens, sem við tilheyrum. Fyrir 100.000 árum voru hins vegar fjórir ef ekki fleiri hópar (eða tegundir) manna á jörðinni. Auk okkar hafa flestir heyrt um neanderdalsmenn og einhverjir um hina lágvöxnu flóreseyjamenn í Suðaustur-Asíu.[1] Í þessu svari verður fj...

category-iconHeimspeki

Hvað er nýplatonismi Plótinosar?

Áður hefur verið fjallað sérstaklega um Plótinos í svari við spurningunni Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Við bendum lesendum á að kynna sér það svar einnig. Útlínurnar í heimspekikerfi Plótinosar Orðið „nýplatonismi“ er uppfinning fræðimanna á 18. öld. Plótinos og sporgöngumenn ...

category-iconHugvísindi

Hver var Sir Isaac Newton?

Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Talmúð?

Orðið Talmúð þýðir „að læra“ á hebresku en vísar yfirleitt til safnrits margra bóka með lögum og margvíslegum túlkunum og útskýringum á ýmsum laga- og ritningargreinum. Næst á eftir Biblíunni, sem hjá gyðingum tekur aðeins til Gamla testamentisins, er Talmúð mikilvægasta rit gyðingdóms. Þetta mikla safnrit innihel...

category-iconFornfræði

Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?

Aðrir spyrjendur eru: Guðmundur Leifur, f. 1995, Baldvin Ómarsson, f. 1987, Hilmar Á. Björnsson, Solveig Gunnarsdóttir, f. 1988 og Robert Chylinski, f. 1987. Þegar spurt er hvers vegna Trójustríðið var háð koma ólíkar skýringar til greina. Annars vegar er hægt að rekja ástæður stríðsins í bókmenntum. Hins veg...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er geðveiki?

Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislanga...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður prófkvíða og hvernig getur maður losnað við hann?

Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann. Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ...

Fleiri niðurstöður