Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7646 svör fundust
Hvenær og af hverju tóku Íslendingar upp á því að borða hamborgarhrygg á jólunum?
Stutta svarið við spurningunni er að hamborgarhryggur barst hingað frá Danmörku. Hann varð að eiginlegri jólahefð hér á landi, meðal annars vegna stóraukinnar svínaræktar sem Þorvaldur Guðmundsson, oftast kenndur við Síld og fisk, stofnaði til um miðjan sjötta áratug seinustu aldar á jörðinni Minni-Vatnsleysu á Va...
Hvaða fugl flýgur hæst?
Lengi hefur verið talið að fuglar af ætt gamma séu þeir fuglar sem fljúga hæst allra fugla þegar þeir láta sig svífa í uppstreyminu í nokkurra kílómetra hæð og leita að hræjum. Gammar hafa einnig afar góða sjón. Árið 1973 lenti gammur af tegundinni “Ruppells griffon” (Gyps rueppellii) í árekstri við farþegaflug...
Af hverju er mínus sinnum mínus sama og plús?
Eins og í svo mörgum öðrum reglum stærðfræðinnar er þetta gert þannig að allt gangi upp að lokum á sem eðlilegastan og einfaldastan hátt. Við leiðum rök að þessu hér á eftir. Talan -1 er skilgreind þannig að1 + (-1) = 0Við margföldum vinstri hlið þessarar jöfnu með sjálfri sér og fáum þá auðvitað aftur 0:0 = (1...
Hvað er lúsalyng?
Berjatínsla er hérlendis vinsæl á haustin eins og víða annars staðar. Með haustinu skartar bláberjalyngið nýjum björtum litum en krækiberjalyngið lætur minna á sér bera. Ekki er öllum kunnugt að það á sér þrjú nöfn, krækiberjalyng, krækilyng og lúsalyng. Krækiberjalyng eða lúsalyng. Elstu dæmi í söfnum Orðabóka...
Eru eða voru til íslenskir súrrealistar?
Þó að hugtakið súrrealismi nái yfir vítt svið og hann hafi látið að sér kveða í ýmsum greinum bókmennta og lista, svo sem ljóðum, skáldsögum og kvikmyndum, og haft áhrif einnig út fyrir þær, þar sem hann hefur meðal annars bæði þjóðfélagslega og siðferðilega skírskotun, þá er að sumu leyti auðveldara að festa á ho...
Eru gerlar í öllum mjólkurafurðum og af hverju?
Gerlar finnast í velflestum mjólkurafurðum. Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Við gerilsneyðingu eyðist stór hluti gerlaflóru mjólkurinnar, en þó lifa alltaf einhverjir gerlar af gerilsneyðingu. Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum ...
Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?
Þegar orðið er framorðið, fólk á erfitt með einbeitingu og er jafnvel farið að haga sér kjánalega er það gjarnan kallað að vera í svefngalsa. Svefn er ein af grunnþörfum líkamans. Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund á nóttu en getur þó munað um 1-2 klukkustundum til eða frá milli manneskja....
Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki?
Fyrir um áratug skall á heimsbyggðina skæður inflúensufaraldur sem fékk nafnið svínainflúensan þar sem veiran sem olli sýkingunni (e. pandemic H1N1/09 virus, eða til einföldunar H1N1-inflúensuveira) var um margt lík inflúensuveiru sem fannst meðal annars í svínum. Meðan á faraldrinum stóð 2009 – 2010 var hrundið a...
Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?
Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður. Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veg...
Hvernig fór Gauss að því leggja saman tölurnar 1 til 100 þegar stærðfræðikennarinn ætlaði að láta hann sitja eftir í skólanum?
Johann Carl Friedrich Gauss (1777 - 1855) er jafnan talinn í hópi allra mestu stærðfræðinga sem uppi hafa verið. Oft er sögð sú saga að sem barn að aldri hafi Gauss fengið það verkefni í reikningstíma að leggja saman tölurnar frá 1 til 100 og hann hafi leyst það á augabragði og skrifað rétt svar niður strax. Fyrs...
Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?
Biljarður eða ballskák er samheiti yfir nokkrar tegundir leikja þar sem kjuði er notaður til að skjóta kúlum á sérstöku biljarðborði. Til þessara leikja heyra til dæmis snóker og pool, sem er útbreiddasti biljarðleikurinn. Pool má síðan flokka í nokkra undirleiki eins og nine ball og eight ball, sem er líklega vin...
Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld?
Við höfum fjallað töluvert um ýmis tímabil og tímaskeið á Vísindavefnum, allt frá upphafi alheimsins með Miklahvelli og inn í framtíðina, til dæmis í svörum við spurningunum Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar? og Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni? Um sum tímaskeið er a...
Hvað eru erfðaupplýsingar?
Erfðir eru lykileiginleiki lífvera. Lífverur bera í sér kjarnsýrur og afkomendur þeirra fá afrit af þeim, og þannig flytjast upplýsingar milli kynslóða. En hvaða upplýsingar liggja í DNA-þráðum og litningum? Erfðaupplýsingar má flokka gróflega í tvær gerðir. Annars vegar upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir ...
Er hægt að búa til andþyngdarafl?
Eðlilegt er að þessi spurning komi upp og eðlisfræðingar hafa vissulega velt henni fyrir sér. Hún snýst um það hvort til sé fráhrindikraftur sem væri í hlutfalli við massa hlutarins sem hann verkar á og mundi upphefja þyngdarkraftinn eða vinna gegn honum. Svarið er að flestir vísindamenn telja afar ólíklegt að slí...
Hversu margar mannætur eru til í heiminum?
Frá ómunatíð hafa verið sagðar sögur af þjóðflokkum sem leggja sér mannakjöt til munns. Sögnum af þessum þjóðflokkum fjölgaði mikið í kjölfar heimsvaldastefnu vesturheimsríkja upp úr 15. öld. Ástæðan var helst talin sú að ríkin hafi viljað réttlæta hernað sinn í löndum Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu með því að ...