Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 980 svör fundust
Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?
Ný orð bætast sífellt við, bæði meðvitað og ómeðvitað, og því er ekki unnt að koma með ákveðið svar við því hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu. Svokallaðar augnablikssamsetningar verða til á degi hverjum þar sem nýyrði eru mynduð um leið og þegar þörf er á og yfirleitt án mikillar umhugsunar. Dæmi um...
Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?
Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...
Hvaða meðferð er hægt að beita við hæðarveiki?
Þegar komið er yfir 2500 m hæð yfir sjávarmáli geta einkenni hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig innan nokkurra daga. Orsök hæðarveiki er súrefnisskortur og ófullnægjandi hæðaraðlögun. Háfjallaveiki (acute mountain sickness, AMS) er langalgengasta birtingarmynd hæðarveiki en lífshættulegur hæð...
Hversu hratt bráðna jöklar á Íslandi?
Stór hluti Íslandssögunnar er kuldatímabil. Hefur sá hluti sögunnar sem er á milli Sturlungaaldar og 20. aldar með réttu eða röngu oft verið nefndur litla ísöld. Þá stækkuðu jöklar mjög sem sjá má af ýmsum heimildum. Jöklar á Íslandi. Á 20. öld skipti mjög um til hins hlýrra í veðurlagi einkum á öðrum fjórðu...
Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?
Tríton með Neptúnus í baksýn Tríton er eitt af fáum tunglum í sólkerfinu sem gengur réttsælis umhverfis reikistjörnu sína. Ekki er fullkomlega vitað hvers vegna það snýst svona, en ýmislegt bendir til þess að Tríton hafi upprunalega verið frjáls hnöttur sem Neptúnus hafi fangað. Vitað er að tungl sem ganga rétt...
Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?
Elsta fótboltalið í heimi er hið enska Sheffield FC sem var stofnað 24. október árið 1857 í Sheffieldborg. Sheffield FC hafði mikil áhrif á þróun knattspyrnunnar og meðal nýjunga sem félagar þess tóku upp og reyndust farsælar, má nefna hornspyrnur, aukaspyrnur og þverslár – áður hafði aðeins verið strengt reipi, e...
Hvað er greifingi?
Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hv...
Eru tengsl á milli sjávarfalla og vinds þannig að vind lægi þegar fellur út?
Menn telja víða um land að samband sé á milli vinda og sjávarfalla og þá þannig að vindur aukist með aðfallinu, en það lægi þegar falla tekur út. Líklegt er að einhver raunveruleg reynsla sé að baki þessara alþýðuvísinda og er ekki aðeins talað um þetta hér á landi heldur einnig í Noregi, á Bretlandseyjum og ef ti...
Hvernig eru fellibyljir flokkaðir?
Tjón sem fellibyljir geta valdið vex mjög með vaxandi vindhraða. Fellibylur þar sem mesti meðalvindhraði er 70 m/s veldur margföldu tjóni á við annan þar sem mesti vindhraði er 35 m/s. Umfang viðbragða ræðst því af hugsanlegum styrk þegar fellibylurinn gengur á land. Af hagkvæmnisástæðum hefur verið búinn til fimm...
Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?
Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...
Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2013 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?
Þriðjudaginn 8. október 2013 tilkynnti Nóbelsstofnunin að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir 2013 hefðu verið veitt þeim François Englert (frb. frangsúa angleer) prófessor emeritus við Frjálsa háskólann í Brussel (f. 1932) og Peter W. Higgs prófessor emeritus við Háskólann í Edinborg (f. 1929). Verðlaunin eru vei...
Er Askja enn virk eldstöð?
Virk eldfjöll eru þau sem gosið hafa á síðustu 10.000 árum. Óvirk eldfjöll eru þau sem ekki hafa gosið undanfarin 10.000 ár og þykja ekki líkleg til þess að gjósa. Samkvæmt þessu er Askja í Dyngjufjöllum svo sannarlega virk eldstöð enda gaus þar síðast árið 1961. Askja er megineldstöð, en svo eru nefnd eldfjöll...
Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Fann bjöllur með gylltan skjöld á víðiplöntu. Geturðu sagt mér hvaða bjalla þetta er og hvort hún er skæð fyrir gróðurinn? Hér er væntanlega verið að tala um asparglyttu (Phratora vitellinae) sem er nýlegur landnemi hér á landi. Asparglytta er orðin afar algeng í trjágróðri ...
Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?
Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. ...
Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?
Ásdís Egilsdóttir er prófessor emerita við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Ásdís hefur lagt áherslu á ýmis minna þekkt svið íslenskra miðaldabókmennta, svo sem heilagra manna sögur, helgikvæði, fornaldar- og riddarasögur. Meðal mikilvægustu rita Ásdísar má telja útgáfu hennar á biskupasögunum Hungu...