Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2214 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið fíton og hvaðan kemur það?

Orðið, sem spurt er um, er til í fleiri en einni mynd: fíton, fítón og fítónn. Elsta merking er '(heiðinn) spásagnarandi' en síðar er það einnig notað í merkingunni 'reiði, æði, æðisgangur'. Í nútímamáli er það oftast fyrri liður í samsetningunni fítonsandi sem einnig er til í myndunum fítúnsandi, fítungsandi og f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna og því langar mig að vita hvort orðið 'harðsvífinn' sé til?

Í söfnum Orðabókar Háskólans finnast engin dæmi um lýsingarorðið harðsvífinn. Leitað var í Ritmálssafni með dæmum úr prentuðum bókum, Talmálssafni og Textasafni með dæmum úr blöðum og bókum á tölvutæku formi. Líklegt er að slegið hafi verið saman orðunum harðsvíraður ‛harður, forhertur’ og ósvífinn ‛ós...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna má mér ekki langa?

Sögnin að langa telst til svokallaðra ópersónulegra sagna og hefur haft frumlagsígildi í þolfalli allt frá fornu máli. Kallast það þolfallsfrumlag. Þannig er sagt: mig (þolfall) langar, þig langar, hann langar, hana langar, okkur langar, ykkur langar, þá/þær/þau langar. Dæmi um aðrar ópersónulegar sagnir með þolfa...

category-iconTölvunarfræði

Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband

Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við hjúkket eða hjúkk þegar okkur er létt?

Hjúkk eða hjúkket er algeng upphrópun á vefmiðlum þótt ekki sé hana að finna í íslenskum orðabókum. Ég hef víða spurst fyrir um upprunann og virðist hann vefjast fyrir mönnum. Ég spurði meðal annars enska og norræna málfræðinga á málþingi nýlega og enginn kannaðist við þetta úr sínu máli. Ein tillaga sem ég fékk v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?

Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?

Vogurinn heitir Elliðaárvogur að réttu lagi. Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós fyrir neðan heiði (það er Mosfellsheiði) (Íslenzk fornrit I, bls. 384). Í sóknarlýsingu frá 1855 eftir sr. Stefán Þorvaldsson er ýmist nefndur Elliðaárvogur eða Elliðaárvogar (Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Rvk....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið gardína og er rétt að nota það í samsetningunni gluggagardína?

Orðið gardína er tökuorð frá 19. öld úr dönsku gardin ‛gluggatjald’. Þangað er það líklega komið úr háþýsku Gardine sem aftur tók orðið að láni úr miðhollensku gardine sem notað var um forhengi við rúm. Í hollensku barst orðið úr frönsku courtine, úr kirkjulatínu cortīna ‛forhengi’. Orðið gardína...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?

Farið var að auglýsa maskínupappír í blöðum undir lok 19. aldar. Í blöðunum Íslandi, Ísafold og Fjallkonunni í apríl 1899 er maskínupappírinn nefndur ásamt ýmsum öðrum varningi og virðist auglýsandinn hinn sami. Engin skýring er á því um hvaða pappír er að ræða og hefur það líklega ekki þótt nauðsynlegt. Pappírinn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins kvíar, færa út kvíarnar og sóttkví?

Kvenkynsorðið kví merkir ‘rétt til að mjólka kvíaær’. Kvíin var ýmist hlaðin úr grjóti eða gerð úr trégrindum og var þá færanleg (færikvíar). Þangað eiga rætur að rekja orðasamböndin færa út kvíarnar í yfirfærðri merkingu ‘stækka við sig’ og færa saman kvíarnar ‘minnka við sig’. Orðið þekkist þegar í fornu máli (J...

category-iconVeðurfræði

Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar? Er reynslan af slíkum spádómum ekki frekar slæm? Spurningin er í tveimur hlutum. Hér verður fyrri þættinum svarað fyrst, og svo rætt um reynslu af spám um loftslagsbreytingar. Allar vísindalegar spár þ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?

Þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh uppgötvaði Plútó árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta. Hann er til dæmis miklu minni en nokkur önnur reikistjarna (minni en tunglið okka...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða áhrif hafði Jónas Hallgrímsson á íslenska tungu og hvað gerði hann til að vernda hana?

Ekki þarf að fara mörgum orðum um Jónas Hallgrímsson og kveðskap hans. Jónas hefur í hátt á aðra öld verið eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar. Sést það best af því að á þessu ári keppast menn við að minnast þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans og verður honum sýndur margvíslegur sómi. Enn er ekki fari...

category-iconFornleifafræði

Nota fornleifafræðingar á Íslandi málmleitartæki?

Líklegt er að flestir fornleifafræðingar hafi haldið á málmleitartæki að minnsta kosti einu sinni, enda leitar fornleifafræðin mjög oft til annarra tækni- og vísindagreina þegar kemur að framþróun. Fornleifafræði er fjölbreytt fag, enda eru margar hliðar á hinu liðna. Fornleifafræðingar rannsaka allt frá samein...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?

Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...

Fleiri niðurstöður