Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2098 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Lifa hagamýs á húsamúsum?

Þessari spurningu verður að svara neitandi, hagamýs lifa ekki á húsamúsum. Hagamýs og húsamýs eru miklir tækifærissinnar í fæðuvali og éta flest það sem tönn á festir eins og ýmiskonar fræ og ber. Ber sortulyngs eru í miklu uppáhaldi hjá hagamúsum. Hagamýs éta reyndar fjölmargar tegundir hryggleysingja og leggjast...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er spjaldbein og til hvers er það?

Spjaldbein (sacrum) er stórt þríhyrningslaga bein neðst á hryggnum sem myndar afturhluta mjaðmagrindar. Það er í raun myndað við samruna fimm hryggjarliða neðan við lendarliðina og ofan við rófubeinið (coccyx). Það myndar liðamót á tveimur stöðum við mjaðmarbeinið. Spjaldbein konu, séð að framan (anterior). Spja...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðasambandið 'það kemur allt með kalda vatninu' upprunnið og hvað merkir það?

Orðasambandið það kemur allt með kalda vatninu er vel þekkt í nútíma máli en erfiðlega hefur gengið að ákvarða aldur þess. Engin dæmi er að finna í söfnum Orðabókarinnar og engin dæmi eru í nærtækum orðabókum eins og Íslenskri orðabók Eddu eða Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal. Það er notað um að eitthv...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rúmfræði?

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði. Ef við leitum út fyrir landsteinana þá segir orðabók Websters að rúmfræði sé (í lauslegri þýðingu minni) grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta,...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?

Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...

category-iconLæknisfræði

Hvað er fílaveiki og hvernig lýsir hún sér?

Fílaveiki er landlæg víða í heiminum. Meira en milljarði manna í yfir áttatíu löndum stafar hætta af smiti. Árið 2000 höfðu 120 milljónir fengið sjúkdóminn og af þeim voru meira en 40 milljónir sem hlutu varanlega hömlun eða lýti af hans völdum. Um þriðjungur tilfella er á Indlandi og þriðjungur í Afríku, en önnu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax? Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til ...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?

Allt frá því að Aristóteles samdi ritið Spekirök (Sophistici elenchi) á 4. öld f.Kr. hefur tíðkast meðal rökfræðinga að gera grein fyrir helstu rökvillum. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur. Það eru mar...

category-iconLandafræði

Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...

category-iconLandafræði

Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika?

Gömul merking orðsins Skandinavía nær yfir löndin Noreg og Svíþjóð. Ekki er vitað fyllilega hver upprunaleg merking orðsins var en þó hafa menn hallast að því að merkingin sé eyja myrkursins eða þokueyjan (Norska orðið skodde merkir þoka og avia eða aujo sem er norskt að uppruna merkir eyja). Á fornum kortum er Sk...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær kemur Guð aftur til jarðar?

Það er trú kristinna manna að Jesús muni koma aftur "til að dæma lifendur og dauða" eins og segir í trúarjátningunni. Það merkir að við trúum því að Guð muni láta vilja sinn með heiminn verða að lokum, láta allar bænirnar í Faðirvorinu rætast. Jesús er sá sem uppfyllti í sínu lífi allan Guðs vilja og gerði það fyr...

category-iconHugvísindi

Hvenær varð íþróttin körfubolti til?

Körfubolti var fundinn upp árið 1891 af kanadíska kennaranum James Naismith sem bjó og starfaði í Bandaríkjunum. Naismith kom fram með hugmyndina að körfubolta í kjölfar þess að yfirmaður íþróttadeildar skólans sem hann starfaði við auglýsti eftir íþrótt sem þjálfa mætti að vetrarlagi, í stað ýmist leiðinlegra eð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?

Já, það er rétt. Af þeim rúmlega 80 tegundum köngulóa sem hafa fundist hér á landi eru örfáar sem hafa nógu öflug klóskæri til að stinga í gegnum húð manna. Þær eru krossköngulóin (Araneus diadematus), heiðaköngulóin (Arctosa alpigena) og skurðalóin(Leptorhoptrum robustum). Þess má þó geta að bit af völdum þessa...

Fleiri niðurstöður