Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 574 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er dýralíf á Grikklandi?

Elstu rituðu heimildir um dýralíf eru frá Grikklandi. Hinn mikli fræðimaður fornaldar Aristóteles (384-322 f.kr) lýsti ekki aðeins þeim dýrum sem fundust í nágrenni hans heldur setti hann einnig fram kenningar um tilurð þeirra og eðli. Rit hans voru grunnur að þekkingu og lærdómi manna við háskóla víða í Evrópu n...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar hertækni var leifturstríð eða Blitzkrieg Þjóðverja?

Á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar beitti þýski herinn nýstárlegri bardagaaðferð sem fól í sér samspil skriðdrekahernaðar og sprengjuflugvéla. Þannig var hægt að sækja hratt fram og koma í veg fyrir að andstæðingurinn næði að skipuleggja varnir. Þessi hernaðaraðferð hefur verið kölluð Blitzkrieg eða lei...

category-iconSálfræði

Hvernig förum við að því að þekkja andlit?

Flest getum við heyrt, snert, fundið bragð og lykt, skynjað hita, kulda og sársauka. Án efa eru þó augun eitt mikilvægasta skynfæri okkar. Augun eru þó aðeins upphafspunkturinn í flóknu ferli sem gerir okkur kleift að sjá heiminn og umhverfi okkar. Í heilanum eru ótal mörg svæði sem vinna úr sjónrænum upplýsingum ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað eru fornaldarsögur?

Fornaldarsögur (sbr. einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er samheiti fyrir íslenskar miðaldasögur sem fela í sér margvísleg áþekk einkenni. Fornaldarsögur voru mikið til skráðar á 13. og 14. öld og ef til vill litlu síðar, en byggja þó margar hverjar á aldagömlum kveðskap og munnmælum, enda fjalla þær um fornsögu N...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er 12 mínútna hlaupapróf og hvernig er það framkvæmt?

Stutta svarið við spurningunni er þetta: Svonefnt 12 mínútna hlaupapróf nefnist líka Cooper-hlaupapróf og leggur á einfaldan hátt mat á hámarks súrefnisupptöku fólks. Prófið getur gagnast unglingum og ungu fólki ágætlega en hentar verr eldri borgurum, ýmsum sjúklingahópum og þeim sem hafa skerta hlaupagetu. All...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta lífverur búið inni í lífverum sem lifa í enn annarri lífveru?

Lífverur geta búið inni í öðrum lífverum og iðka þá samlífi, gistilífi eða sníkjulífi. Dæmi um samlífi eru örverur sem lifa í rótarhnyðjum plantna og trjáa og hjálpa þeim að binda nitur. Dæmi um sníkjulífi eru fjölmargar gerðir örvera (veira, baktería og sveppa) sem og dýra (sníkjudýra, samkvæmt skilgreiningu) se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur samhjálp ólíkra tegunda þróast á þann hátt að önnur tegundin svindli?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig þróast samhjálp og svindl í samskiptum tegunda? Samhjálp ólíkra tegunda þekkist víða í lífheiminum. Samhjálp (e. mutualism) er skilgreind sem samskipti milli einstaklinga tveggja tegunda sem báðir njóta góðs af. Afrán eða sníkjulífi (e. parasitism) er hins vega...

category-iconHeimspeki

A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?

Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?

Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um höfrunga?

Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti). Hinar fjórar eru vatnahöfrungar (Platanistidae), nefjungar (Ziphiidae), hvíthveli (Monodontidae) og búrhveli (Physeteridae). Höfrungar eru fjölskipaðasta ættin, í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Flestir höfrungar er...

category-iconHugvísindi

Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vogunarsjóður?

Með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. Einstakir vogunarsjóðir fylgja oft ...

category-iconLögfræði

Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?

Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn? Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti al...

Fleiri niðurstöður