Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2444 svör fundust

category-iconEfnafræði

Verður maður brúnn af því að sitja við varðeld?

Þegar útfjólublátt ljós fellur á húðina örvar það myndun litarefnisins melaníns í litfrumum og við verðum brún. Viðbrögð húðarinnar við útfjólubláum geislum eru háð afli geislanna en óháð uppsprettu þeirra. Húðin verður þess vegna fyrir sömu áhrifum hvort sem útfjólubláu geislarnir koma frá sólinni eða einhverju h...

category-iconLæknisfræði

Mig vantar svo að vita hvernig segulómun (MRI) fer fram?

Vatn er algengasta efnið í líkamanum og alls eru um 2/3 hlutar líkamans vatn. Hlutfall vatns er nokkuð mismunandi eftir líffærum og gerð vefja, en magn og eiginleikar vatns (hvort það er bundið eða óbundið) í vefjum breytist oft ef fólk veikist. Þetta fyrirbæri er notað við rannsóknir með segulómun. Vatn er efn...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Dögg Flosadóttir rannsakað?

Helga Dögg Flosadóttir er doktor í eðlisefnafræði, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Atmonia ehf. Helga Dögg hefur stundað rannsóknir á sviði efnagreininga, eðlisefnafræði, skammtafræðilegra útreikninga og lífrænna efnasmíða. Að loknu doktorsprófi tók hún við ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?

Oddur Vilhelmsson er prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hann fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, vistfræði þeirra og notagildi í umhverfislíftækni. Þrátt fyrir smæð þeirra, þá mynda örverur drjúgan hluta af massa lífhvolfsins. Þær finnast í öllum vistgerðum og geta dafnað, jafnvel myn...

category-iconEfnafræði

Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...

category-iconLandafræði

Hvar er landið Katar?

Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...

category-iconHagfræði

Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast?

Orðin tollastríð (e. tariff war) og viðskiptastríð (e. trade war) eru notuð til að lýsa aðstæðum þar sem ríkjasamsteypa eða ríki (land A) beita tollum og/eða öðrum viðskiptaþvingunum til að ná einhverjum vel eða illa skilgreindum markmiðum tengdum samskiptum við annað ríki (land B). Þá eru lagðir tollar, eða viðb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?

Blettatígur (Acinonyx jubatus) er rándýr af kattarætt og sprettharðastur allra dýra. Hann getur hlaupið á allt að 90 til 112 km hraða á klukkustund en þeim hraða getur hann aðeins haldið stuttar vegalengdir. Hann nýtir sér framúrskarandi hlaupagetu við veiðar en uppáhalds fæða hans eru gaseðlur og antilópur....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?

Orðið skotta er einkum notað sem heiti á kvendraugum og þekkist allt frá 18. öld. Þó er skotti til sem nafn á karldraug en er miklu fátíðara en skottuheitið. Í þjóðsögum kemur fram sú trú að höfuðbúnaður skottunnar hafi ráðið heitinu. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar má til dæmis finna þessi dæmi:Draga kvenndraugar...

category-iconJarðvísindi

Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum?

Á allri jörðinni eru ógrynni af vatni eða einhvers staðar í kringum 1.260.000.000.000.000.000.000 lítrar.Vatnið er í stöðugri hringrás þar sem það gufar upp úr hafinu, verður að loftraka og skýjum, því rignir á jörðina aftur, verður að hluta til að grunnvatni en rennur að mestu til sjávar eftir yfirborði. Um ...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli?

Þegar tvö tungumál eru borin saman er alltaf munur til staðar; hljóðkerfið er ólíkt, beygingakerfið og setningafræðin sömuleiðis. Þetta á líka við þegar kemur að orðaforða tveggja mála. Hann er aldrei nákvæmlega eins. Til dæmis er ekki til orð á ensku sem þýðir nákvæmlega það sama og íslenska sögnin nenna. Hins ve...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?

Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp strokleðrið?

Franski vísindamaðurinn og landkönnuðurinn Charles Marie de la Condamine flutti fyrstur náttúrulegt gúmmí til Evrópu árið 1736. Ýmis not voru fundin fyrir það og árið 1770 skrifar hinn þekkti vísindamaður Joseph Priestley að hann hafi séð efni sem væri sérstaklega gott til að þurrka út för eftir blýant. Hann nefni...

category-iconEfnafræði

Við hvaða hitastig bráðnar blý?

Blý (Pb) er bláhvítur gljáandi málmur sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu. Atómmassinn er 207,2. Blý er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að móta í þynnur eða víra. Það er lélegur rafleiðari af málmi að vera, tærist seint en missir gljáa í snertingu við andrúmsloft. Dæmi eru um það að fráveiturör úr blýi sem rómve...

category-iconUnga fólkið svarar

Úr því að lögð eru gjöld á tóma geisladiska vegna afritunar, er þá löglegt að fá lánaða tónlistardiska og afrita þá?

Það er löglegt að afrita tónlistardiska til eigin nota, en ef menn ætla að lánaða diska til afritunar flokkast það undir lögbrot. Orðrétt segir í 11. grein höfundalaga:Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu. Enginn má þó gera eða láta gera fleiri en þrjú slík eintök til notkunar í atvinn...

Fleiri niðurstöður