Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3249 svör fundust
Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?
Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C. Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn ...
Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?
Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...
Ef maður fæðist í Bandaríkjunum fær maður þá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt?
Meginreglan um ríkisborgararétt er að hvert ríki ræður því sjálft hverjir séu ríkisborgarar þess. Tveimur meginaðferðum er beitt við að ákveða skilyrði ríkisborgararéttar; jus soli sem felur í sér að sá sem fæðist í ákveðnu landi er ríkisborgari þess og jus sanguinis sem byggir á blóðtengslum og felur því í sér að...
Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?
Íslenska nafnið á ættkvíslinni Corythosaurus er andarkemba, en einnig kúfeðla. Latneska heitið má hins vegar þýða sem hjálmeðla. Fyrst var talið að allt að sjö tegundir tilheyrðu ættkvíslinni en rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að líklega var tegundin aðeins ein, Corythosaurus casuarius. Andarkemba (Corythos...
Getur þú raðað 9 peningum í 10 raðir en í hverri röð verða að vera 3 peningar?
Vilborg lenti í smá vandræðum í stærðfræði í dag. Hún var að raða níu 100 kr. peningum sem hún ætlaði að fara með í verslunarmiðstöðina eftir skóla, en missti þá alla á gólfið með ópum, skarkala og miklum látum. Þetta olli töluverðri truflun í tíma og kennarinn varð afar ósáttur. Hann lét Vilborgu því sitja inni í...
Til hvers þurfum við tær?
Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...
Hvaða fisktegundir eru á íslensku myntinni og hvert er latneskt heiti þeirra?
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Á framhlið allra myntanna, nema einnar krónu myntarinnar, er stílfærð mynd af landvættum Íslands. Hér má sjá lista yfir hvaða sjávardýr er að finna á bakhlið myntanna fimm: 100 kr.: Mynd af hrognkelsi (Cyc...
Hvað geta ísbirnir orðið gamlir?
Ísbirnir (Ursus maritimus) verða ekki mjög langlífir í villtri náttúru en þó geta þeir vænst svipuðum aldri og aðrir birnir. Þessi ísbjörn þarf vart að vænta þess að ná mikið hærri aldri en 15 árum. Samkvæmt rannsóknum verður aðeins lítill hluti stofnsins 15 ára eða eldri. Eldri birnir hafa þó fundist þar af þ...
Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?
Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...
Hjólin undir bíl á ferð virðast stundum snúast í hina áttina. Af hverju?
Ásdís Birgisdóttir: Af hverju snúast dekkin á bílum alltaf öfugan hring í bíómyndum? Einar Bragi: Af hverju sýnast hjólin snúast aftur á bak í sjónvarpi og bíó?Sumir virðast halda að þetta gerist alltaf en það er ekki rétt; það gerist bara stundum! Í fyrsta lagi duga ekki hjól af venjulegustu gerð til að þe...
Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?
Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...
Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?
Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...
Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?
Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið...
Sjá fiskar vatn?
Öll spurningin frá Foldaskóla var svona: Nemandi í Foldaskóla, Eiríkur Ísak Magnússon í 5. HR spyr: Af því að manneskjan sér ekki loft, sér fiskur þá vatn? Spurningin er: Sjá fiskar vatn? Með bestu kveðju, Kristín námsráðgjafi í Foldaskóla. Stutta svarið er nei; líkt og við sjáum ekki andrúmsloftið í kringu...
Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...