Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 718 svör fundust
Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?
Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu. Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...
Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?
Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur: Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ... Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantsha...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?
Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA). Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðun...
Hvernig verður maður örverufræðingur?
Til þess að verða örverufræðingur þarf að afla sér grunnmenntunar í háskóla, oftast BS-prófs, á einhverju því sviði þar sem örverufræði er stunduð og kennd. Önnur mikilvæg grunnfög eru efnafræði, lífefnafræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Síðan þarf að taka meistarapróf og/eða doktorspróf á sviði örverufræði. ...
Hvað er monsún og hvernig myndast hann?
Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...
Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn? Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti al...
Ryðga málmar í frosti?
Já, járn ryðgar í frosti ef loftið er rakt, þó hægar en í hlýrra veðri. Ryðmyndun er efnahvarf og þau verða örari eftir því sem hitinn er meiri. Fljótandi vatn eða raka í lofti þarf til ryðmyndunar og því dregur úr henni þegar vatnið frýs Það sem við köllum frost miðast við hitastigið þar sem vatn frýs. Við köllum...
Hvað er ensím?
Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...
Af hverju eru salerni oftast úr postulíni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp postulínið og úr hverju er það?Postulín er ekki ýkja gömul uppfinning en talið er að það hafi fyrst verið framleitt í Kína á valdatíma Tangættarinnar (618-907). Líklegt þykir að það hafi fengið á sig það form sem þekktast er á Vesturlöndum meðan hin mongólska Yuanætt...
Hvað er veggjatítla?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...
Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?
Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 ...
Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?
Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mö...
Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla?
Stutta svarið er já, það er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla og það er oft gert, eins og fjallað verður um nánar hér að neðan. Ef fanga á ljóseind milli tveggja spegla þarf ljóseindin á einhvern hátt að komast inn á milli speglanna. Hún gæti komið utan frá, ef að minnsta kosti annar speglanna hefur m...
Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?
Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...
Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann? Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat™) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóð...